Gísli klár í slaginn og Elvar á batavegi Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2023 19:01 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Vísir/Getty Landslið karla í handbolta kom saman til æfinga í dag fyrir komandi Evrópumót í Þýskalandi í janúar. Landsliðsþjálfarinn er á leið á sitt fyrsta stórmót. Snorri Steinn Guðjónsson tók við stjórnartaumunum af Guðmundi Guðmundssyni fyrr á þessu ári. Liðið hefur farið í eitt verkefni undir hans stjórn í haust en nú fær hann smá tíma til að stilla liðið saman áður en Ísland spilar sinn fyrsta leik þann 12. janúar næst komandi. „Það fylgja þessu allskonar tilfinningar og maður fer fram og til baka með þetta allt. Það er bara partur af þessu og þær eiga eflaust eftir að verða meiri og allskonar eftir því sem nær dregur að þessu. Svo er það bara mitt og liðsins að vinna úr því, það breytist ekkert.“ segir Snorri Steinn um komandi verkefni. Snorri Steinn er á leið á sitt fyrsta stórmót.Vísir/Hulda Margrét En liðið átti í morgun sinn fyrsta fund fyrir komandi mót. Hverju geta strákarnir átt von á frá Snorra á komandi æfingum í aðdraganda mótsins? „Bara hörkuæfingum. Ég legg mikla áherslu á að það sé kraftur og power í æfingunum og við séum ekkert að labba of mikið. Auðvitað fylgir það líka að við séum á teig að fara í gegnum taktíska hluti en til að byrja með vil ég að það sé ákefð og orka á æfingunum. Að við séum að berjast fyrir hlutum sem eiga svo að tikka með okkur í síðasta lagi 12. janúar,“ segir Snorri Steinn. Gísli góður og Elvar á leiðinni Gísli Þorgeir Kristjánsson er nýsnúinn aftur á völlinn eftir að hafa farið úr axlarlið í sumar. Hann meiddist í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er hann fór úr axlarlið í þriðja sinn á ferlinum en tók þrátt fyrir það þátt í úrslitaleiknum degi síðar og hjálpaði Magdeburg að vinna Meistaradeildina. Hann kveðst á réttri leið. „Staðan er bara gríðarlega góð. Það er ekki búið að vera neitt vesen hingað til, engir verkir og staðan er góð,“ „Það er svolítið staðan, auðvitað eru nokkur prósent sem ég hugsa að gæti verið betra en á heildina litið get ég verið gríðarlega ánægður á þeim stað í dag og get verið gríðarlega sáttur.“ segir Gísli Þorgeir. Elvar segist vera að koma til.VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson hefur verið að glíma við meiðsli í kviði en segist á batavegi. „Staðan er ágæt. Ég er að byrja í dag að skjóta og hlaupa. Við sjáum hvernig þetta er eftir þessa æfingu,“ „Ég er búinn að vera og lyfta og hjóla svolítið mikið undanfarnar vikur. Núna er ég að fara aðeins að byrja að hlaupa og gera hlutina hraðar og við sjáum hvernig líkaminn bregst við því.“ segir Elvar Örn. Landslið karla í handbolta Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson tók við stjórnartaumunum af Guðmundi Guðmundssyni fyrr á þessu ári. Liðið hefur farið í eitt verkefni undir hans stjórn í haust en nú fær hann smá tíma til að stilla liðið saman áður en Ísland spilar sinn fyrsta leik þann 12. janúar næst komandi. „Það fylgja þessu allskonar tilfinningar og maður fer fram og til baka með þetta allt. Það er bara partur af þessu og þær eiga eflaust eftir að verða meiri og allskonar eftir því sem nær dregur að þessu. Svo er það bara mitt og liðsins að vinna úr því, það breytist ekkert.“ segir Snorri Steinn um komandi verkefni. Snorri Steinn er á leið á sitt fyrsta stórmót.Vísir/Hulda Margrét En liðið átti í morgun sinn fyrsta fund fyrir komandi mót. Hverju geta strákarnir átt von á frá Snorra á komandi æfingum í aðdraganda mótsins? „Bara hörkuæfingum. Ég legg mikla áherslu á að það sé kraftur og power í æfingunum og við séum ekkert að labba of mikið. Auðvitað fylgir það líka að við séum á teig að fara í gegnum taktíska hluti en til að byrja með vil ég að það sé ákefð og orka á æfingunum. Að við séum að berjast fyrir hlutum sem eiga svo að tikka með okkur í síðasta lagi 12. janúar,“ segir Snorri Steinn. Gísli góður og Elvar á leiðinni Gísli Þorgeir Kristjánsson er nýsnúinn aftur á völlinn eftir að hafa farið úr axlarlið í sumar. Hann meiddist í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er hann fór úr axlarlið í þriðja sinn á ferlinum en tók þrátt fyrir það þátt í úrslitaleiknum degi síðar og hjálpaði Magdeburg að vinna Meistaradeildina. Hann kveðst á réttri leið. „Staðan er bara gríðarlega góð. Það er ekki búið að vera neitt vesen hingað til, engir verkir og staðan er góð,“ „Það er svolítið staðan, auðvitað eru nokkur prósent sem ég hugsa að gæti verið betra en á heildina litið get ég verið gríðarlega ánægður á þeim stað í dag og get verið gríðarlega sáttur.“ segir Gísli Þorgeir. Elvar segist vera að koma til.VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson hefur verið að glíma við meiðsli í kviði en segist á batavegi. „Staðan er ágæt. Ég er að byrja í dag að skjóta og hlaupa. Við sjáum hvernig þetta er eftir þessa æfingu,“ „Ég er búinn að vera og lyfta og hjóla svolítið mikið undanfarnar vikur. Núna er ég að fara aðeins að byrja að hlaupa og gera hlutina hraðar og við sjáum hvernig líkaminn bregst við því.“ segir Elvar Örn.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita