PISA og þróun íslenskunnar Guðmundur Edgarsson skrifar 24. desember 2023 07:01 Seint á níundu öld numu hér land Norðmenn. Töluðu þeir tungumál sem kallast fornnorræna (e. Old Norse). Sú íslenska sem töluð er nú til dags er því í sínu upprunalega formi fornnorræna. Meðal helstu einkenna hennar er flókin málfræði og skringilegur orðaforði sem rekja má til bænda og sjómanna á víkingaöld. Nokkru eftir landnám varð fornnorræna á Íslandi viðskila við þá mállýsku sem Norðmenn töluðu í Noregi því þá fór norska mállýskan ásamt þeirri dönsku og sænsku að þróast yfir í svokallaða miðnorrænu (e. Middle-Norse). Ástæðan var aukin alþjóðavæðing á hinum Norðurlöndunum. Þessi umskipti tóku nokkrar aldir. Ísland einangrast Það sem helst breyttist við þessi umskipti var gífurleg einföldun á málkerfi fornnorrænu. Málfræðileg kyngreining lagðist af og beygingarmyndum fækkaði verulega. Fyrir áhrif endurreisnarinnar tók síðar að bera æ meira á alþjóðlegum orðaforða, aðallega úr latínu og síðar ensku með iðnbyltingunni. Varð þá til ný mállýska, nýnorræna, sem í dag skiptist í norsku, sænsku og dönsku. Á Íslandi hefur hin fornnorræna íslenska hins vegar lítið sem ekkert þróast í átt til einföldunar. Hún hefur heldur ekki opnað faðm sinn fyrir alþjóðlegum orðum. Ástæðan er einangrun landsins í árhundruð. Því er íslenska enn töluð með fornnorrænu sniði með öllu sínu þunglamalega beygingarkerfi og gamalgróna orðaforða. Þetta er hins vegar að breytast. Ástæðan er sú að netið og þá sér í lagi nettengdir snjallsímar hafa opnað slíkar flóðgáttir enskra áhrifa að engin dæmi eru um annað eins í gjörvallri málsögu Íslands. Sakir örsmæðar íslensks málsamfélags skellur þessi flóðbylgja svo á íslenskum ungmennum af mun meiri þunga en á þeim skandínavísku. Á ógnarhraða hefur því orðið sífellt erfiðara fyrir íslenska unglinga að fóta sig í hinu klossaða málkerfi móðurmálsins og hins forneskjulega orðaforða. Íslenska verði ísl-enska Birtingarmynd þessarar þróunar kemur einna skýrast fram í PISA. Þar fá skandinavísku krakkarnir að spreyta sig á textum sem ritaðir eru á vinalegu og léttmeltu nútímamáli þar sem enskublandinn orðaforði vinnur með þeim. Íslensku unglingarnir, hins vegar, þurfa að stauta sig í gegnum forna texta sem skrifaðir eru á stirðbusalegu bændamáli úr takti við alþjóðlega málþróun. Þessi leikur verður tæpast jafnaður fyrr en móðurmál íslenskra ungmenna verður ísl-enska, þ.e. íslenskt afbrigði nýnorrænu, sambærilegt í einfaldleika sínum og alþjóðlegu yfirbragði og nútíma skandínavíska. Höfundur er málfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Íslensk tunga Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Seint á níundu öld numu hér land Norðmenn. Töluðu þeir tungumál sem kallast fornnorræna (e. Old Norse). Sú íslenska sem töluð er nú til dags er því í sínu upprunalega formi fornnorræna. Meðal helstu einkenna hennar er flókin málfræði og skringilegur orðaforði sem rekja má til bænda og sjómanna á víkingaöld. Nokkru eftir landnám varð fornnorræna á Íslandi viðskila við þá mállýsku sem Norðmenn töluðu í Noregi því þá fór norska mállýskan ásamt þeirri dönsku og sænsku að þróast yfir í svokallaða miðnorrænu (e. Middle-Norse). Ástæðan var aukin alþjóðavæðing á hinum Norðurlöndunum. Þessi umskipti tóku nokkrar aldir. Ísland einangrast Það sem helst breyttist við þessi umskipti var gífurleg einföldun á málkerfi fornnorrænu. Málfræðileg kyngreining lagðist af og beygingarmyndum fækkaði verulega. Fyrir áhrif endurreisnarinnar tók síðar að bera æ meira á alþjóðlegum orðaforða, aðallega úr latínu og síðar ensku með iðnbyltingunni. Varð þá til ný mállýska, nýnorræna, sem í dag skiptist í norsku, sænsku og dönsku. Á Íslandi hefur hin fornnorræna íslenska hins vegar lítið sem ekkert þróast í átt til einföldunar. Hún hefur heldur ekki opnað faðm sinn fyrir alþjóðlegum orðum. Ástæðan er einangrun landsins í árhundruð. Því er íslenska enn töluð með fornnorrænu sniði með öllu sínu þunglamalega beygingarkerfi og gamalgróna orðaforða. Þetta er hins vegar að breytast. Ástæðan er sú að netið og þá sér í lagi nettengdir snjallsímar hafa opnað slíkar flóðgáttir enskra áhrifa að engin dæmi eru um annað eins í gjörvallri málsögu Íslands. Sakir örsmæðar íslensks málsamfélags skellur þessi flóðbylgja svo á íslenskum ungmennum af mun meiri þunga en á þeim skandínavísku. Á ógnarhraða hefur því orðið sífellt erfiðara fyrir íslenska unglinga að fóta sig í hinu klossaða málkerfi móðurmálsins og hins forneskjulega orðaforða. Íslenska verði ísl-enska Birtingarmynd þessarar þróunar kemur einna skýrast fram í PISA. Þar fá skandinavísku krakkarnir að spreyta sig á textum sem ritaðir eru á vinalegu og léttmeltu nútímamáli þar sem enskublandinn orðaforði vinnur með þeim. Íslensku unglingarnir, hins vegar, þurfa að stauta sig í gegnum forna texta sem skrifaðir eru á stirðbusalegu bændamáli úr takti við alþjóðlega málþróun. Þessi leikur verður tæpast jafnaður fyrr en móðurmál íslenskra ungmenna verður ísl-enska, þ.e. íslenskt afbrigði nýnorrænu, sambærilegt í einfaldleika sínum og alþjóðlegu yfirbragði og nútíma skandínavíska. Höfundur er málfræðingur
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun