Um húsnæðismál á Reykjalundi Andrea Hlín Harðardóttir, Edda Björk Skúladóttir og Rúnar Helgi Andrason skrifa 22. desember 2023 10:31 Fagráð Reykjalundar hittist til að ræða þá stöðu sem er komin upp í kjölfar úttektar verkfræðistofunnar Verksýn á húsnæði stofnunarinnar. Í byrjun desember lokaði endurhæfingarstöðin Reykjalundur hluta húsnæðis síns vegna bágs ástands bygginga heilbrigðisstofnunarinnar. Niðurstöðurnar sýna að óheilnæmt er fyrir sjúklinga og starfsfólk að dvelja í umræddum byggingum.Það er ljóst að þetta veldur miklu raski á starfsemi Reykjalundar, bæði þá sem hingað sækja þjónustu, sem og vinnuumhverfi starfsfólks. Fagráðið hefur fyrr á árinu sent frá sér ályktun vegna ástands húsnæðis Reykjalundar. Eins og þar femur fram er Reykjalundur heilbrigðisstofnun og hlýtur að þurfa að gera ákveðnar kröfur og viðmið um það húsnæði sem þjónustan fer fram í. Húsnæðið hefur til langs tíma ekki staðið undir þeim kröfum sem eðlilegt er að gera fyrir þá starfsemi sem þar er starfrækt. Þörf er á uppbyggingu og eflingu þjónustu Reykjalundar við landsmenn þar sem stofnunin á að vera í vexti og framþróun. Mikilvægt er að horft sé til framtíðar og tryggja fé til að viðhalda og þróa þá starfsemi sem Reykjalundi er ætlað að veita. Ekki er hægt að treysta á einkaaðila eða félagasamtök í þessu samhengi, eins og verið hefur, heldur þarf að koma inn regluleg fjármögnun fyrir almennu viðhaldi og uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Brýn þörf er á að finna framtíðarlausn á húsnæðismálum endurhæfingarstofnunarinnar. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) setti á laggirnar nefnd árið 2017 til þess að vinna að stefnumótun varðandi endurhæfingu á heimsvísu. Skýrsla nefndarinnar kom út í janúar á þessu ári (https://www.who.int/news-room/fact-sheets/detail/rehabilitation) og var sérstaklega horft til framtíðar eða hverju ætti að stefna að árið 2030 (https://www.who.int/initiatives/rehabilitation-2030). Í þessari skýrslu er mikilvægi endurhæfingar undirstrikað og færð rök fyrir því að hún eigi að vera hluti af heilbrigðiskerfi nútímans. Endurhæfing á að vera í boði fyrir alla sem þurfa á henni að halda enda megi gera ráð fyrir því að einn af hverjum þremur þurfi á slíku úrræði að halda einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að leggja áherslu á það að endurhæfing er ekki lúxus heilbrigðisþjónusta sem er aðeins í boði fyrir þá sem hafa efni á henni. Svo megi ná fram samfélagslegum, efnahagslegum og heilsufarslegum ávinningi af endurhæfingu þarf þverfaglega endurhæfingu sem byggir á raunvísindalegum grunni. Þar hefur Reykjalundur verið í fararbroddi á Íslandi og mikilvægt að svo verði áfram og starfsemin efld frá því sem verið hefur. Virðingarfyllst, Fagráð ReykjalundarAndrea Hlín Harðardóttir, hjúkrunarfræðingurEdda Björk Skúladóttir, iðjuþjálfiRúnar Helgi Andrason, sálfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Heilbrigðismál Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Fagráð Reykjalundar hittist til að ræða þá stöðu sem er komin upp í kjölfar úttektar verkfræðistofunnar Verksýn á húsnæði stofnunarinnar. Í byrjun desember lokaði endurhæfingarstöðin Reykjalundur hluta húsnæðis síns vegna bágs ástands bygginga heilbrigðisstofnunarinnar. Niðurstöðurnar sýna að óheilnæmt er fyrir sjúklinga og starfsfólk að dvelja í umræddum byggingum.Það er ljóst að þetta veldur miklu raski á starfsemi Reykjalundar, bæði þá sem hingað sækja þjónustu, sem og vinnuumhverfi starfsfólks. Fagráðið hefur fyrr á árinu sent frá sér ályktun vegna ástands húsnæðis Reykjalundar. Eins og þar femur fram er Reykjalundur heilbrigðisstofnun og hlýtur að þurfa að gera ákveðnar kröfur og viðmið um það húsnæði sem þjónustan fer fram í. Húsnæðið hefur til langs tíma ekki staðið undir þeim kröfum sem eðlilegt er að gera fyrir þá starfsemi sem þar er starfrækt. Þörf er á uppbyggingu og eflingu þjónustu Reykjalundar við landsmenn þar sem stofnunin á að vera í vexti og framþróun. Mikilvægt er að horft sé til framtíðar og tryggja fé til að viðhalda og þróa þá starfsemi sem Reykjalundi er ætlað að veita. Ekki er hægt að treysta á einkaaðila eða félagasamtök í þessu samhengi, eins og verið hefur, heldur þarf að koma inn regluleg fjármögnun fyrir almennu viðhaldi og uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Brýn þörf er á að finna framtíðarlausn á húsnæðismálum endurhæfingarstofnunarinnar. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) setti á laggirnar nefnd árið 2017 til þess að vinna að stefnumótun varðandi endurhæfingu á heimsvísu. Skýrsla nefndarinnar kom út í janúar á þessu ári (https://www.who.int/news-room/fact-sheets/detail/rehabilitation) og var sérstaklega horft til framtíðar eða hverju ætti að stefna að árið 2030 (https://www.who.int/initiatives/rehabilitation-2030). Í þessari skýrslu er mikilvægi endurhæfingar undirstrikað og færð rök fyrir því að hún eigi að vera hluti af heilbrigðiskerfi nútímans. Endurhæfing á að vera í boði fyrir alla sem þurfa á henni að halda enda megi gera ráð fyrir því að einn af hverjum þremur þurfi á slíku úrræði að halda einhvern tímann á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að leggja áherslu á það að endurhæfing er ekki lúxus heilbrigðisþjónusta sem er aðeins í boði fyrir þá sem hafa efni á henni. Svo megi ná fram samfélagslegum, efnahagslegum og heilsufarslegum ávinningi af endurhæfingu þarf þverfaglega endurhæfingu sem byggir á raunvísindalegum grunni. Þar hefur Reykjalundur verið í fararbroddi á Íslandi og mikilvægt að svo verði áfram og starfsemin efld frá því sem verið hefur. Virðingarfyllst, Fagráð ReykjalundarAndrea Hlín Harðardóttir, hjúkrunarfræðingurEdda Björk Skúladóttir, iðjuþjálfiRúnar Helgi Andrason, sálfræðingur
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar