Mikilvægir menningarsamningar í höfn Skúli Helgason skrifar 20. desember 2023 09:00 Við náðum tveimur mikilvægum áföngum í höfn við samþykkt fjárhagsáætlunar 2024 í byrjun desember.Í fyrsta lagi tókst loks eftir fimm ára baráttu að ná fram hækkun á framlögum til almennra menningarstyrkja sem hafa ekki haldið í við verðlag undanfarin ár og því rýrnað að verðgildi um þriðjung. Tillaga meirihluta menningar-,íþrótta- og tómstundaráðs var að hækka styrkina í þremur áföngum um 15 milljónir í hvert sinn og var fyrsti áfanginn samþykktur 5. desember sl. Þessi hækkun þýðir að hægt verður að styrkja fleiri verkefni á komandi ári og hækka styrki til einstakra verkefna. Kvintettinn dafnar Hitt stóra forgangsmálið á menningarsviðinu við undirbúning fjárhagsáætlunar næsta árs var að fá samþykkta hækkun á mikilvægum samningum við fimm sjálfstætt starfandi aðila í menningarborginni sem allir leggja mikið af mörkum til frumsköpunar og miðlunar á menningu. Þar er um að ræða samninga við Kling og Bang og Nýlistasafnið, Tjarnarbíó, Dansverkstæðið og Bíó Paradís. Þessir aðilar eiga það sammerkt að hafa skilað afburða starfi og hafa sýnt ungu kynslóðinni í menningarlífinu sérstaka ræktarsemi. Við fengum samþykkta hækkun til þessara aðila um 18 m.kr. samtals sem léttir verulega róður þeirra við að ná endum saman í sínum rekstri á tímum langvarandi hávaxta og verðbólgu. Kling og Bang og Nýlistasafnið Kling og Bang og Nýlistasafnið eru hvort tveggja listamannarekin sýningarrými í miðborginni sem standa fyrir fjölbreyttu sýningarhaldi, ekki síst á verkum ungs listafólks og þeirra sem ekki eiga endilega samastað í stóru listasöfnunum.Þessi söfn hafa undanfarin ár átt heimili í Marshall húsinu á Granda og vegur þeirra hefur vaxið með sýningum sem hafa vakið athygli innanlands en líka erlendis sbr. sýningu Kling og Bang á verkum Pussy Riot sem var valin ein af 10 bestu listsýningum ársins 2022 í Washington Post og hefur nýlega verið sett upp í hinu fræga Louisiana safni í Danmörku. Kling og Bang fagnaði 20 ára afmæli á árinu og eitt meginmarkmið er að koma á framfæri upprennandi listafólki sem starfar heima eða erlendis í bland við alþjóðlegt listafólk og skapa faglegt, krefjandi og metnaðarfullt umhverfi fyrir listafólk á Íslandi.Nýlistasafnið hefur verið vettvangur nýrra strauma og tilrauna í samtímamyndlist í yfir 40 ár. Safnið er stökkpallur fyrir ungt og upprennandi listafólk en safnið varðveitir líka einstaka safneign og geymir þannig dýrmæta sögu samtímamyndlistar á Íslandi frá árinu 1952 til okkar tíma. Tjarnarbíó Reykjavíkurborg og menningar- og viðskiptaráðuneytið náðu samkomulagi sl. sumar um að styrkja starfsemi Tjarnarbíós með þríhliða samningi sem felur í sér hækkun framlaga til starfseminnar, greiningu á þörfum Tjarnarbíós og sjálfstæðra sviðslista almennt á höfuðborgarsvæðinu fyrir bætta aðstöðu og loks úttekt á leiðum til að styrkja fjárhagsgrundvöll Tjarnarbíós. Nú hefur aukið framlag borgarinnar verið tryggt á næsta ári og senn styttist í að niðurstöður greiningarverkefnanna liggi fyrir sem við hyggjumst svo nýta til að vinna uppbyggingaráætlun til næstu ára. Tjarnarbíó hefur lyft grettistaki sem heimili sjálfstæðra sviðslista og heldur úti gríðarlega metnaðarfullri dagskrá allt árið um kring þar sem boðið er upp á fjölbreytta flóru af leiklist, danslist, uppistandi, gjörningum og tónlistarflutningi sem er bæði nærandi og styrkjandi. Dansverkstæðið Dansverkstæðið er heimili danslistarinnar og heldur uppi fána hennar en er líka mikilvægur vettvangur námskeiða fyrir börn og ungmenni sem vilja kynnast danslistinni af eigin raun.Dansverkstæðið tekur þátt í ýmsum alþjóðlegum verkefnum, tekur virkan þátt í uppbyggingu danslistarinnar og opnar faðminn fyrir Reykjavík Dance Festival, Félagi íslenskra listdansara og hagsmunasamtaka danslistafólks. Dansverkstæðiðhefur án efa átt stóran þátt í því að halda merki dansins á lofti og tryggja endurnýjunarkraft inn í t.d. barnasýningar stóru leikhúsanna og sívinsæla viðburði eins og Skrekk, þar sem grunnskólarnir í borginni hafa sýnt listir sínar við fádæma undirtektir. Bíó Paradís Síðast en ekki síst er svo samningurinn við Heimili kvikmyndanna í Bíó Paradís sem hefur tekið fyrirbærið listrænt bíó og kvikmyndaklúbbur skrefinu lengra og býður upp á afar metnaðarfulla og skemmtilega dagskrá fyrir unga sem aldna, kvikmyndaunnendur og grúskara, en líka fólk sem vill bara hafa gaman og rifja upp skemmtilegar stundir yfir myndum sem nutu vinsælda á sokkabandsárunum. Menningarsamningarnir hafa nú verið endurnýjaðir með hærri framlögum borgarinnar til næstu þriggja ára og þannig eru send skýr skilaboð um að Reykjavík verður áfram kröftug menningarborg með öflugar menningarstofnanir í fremstu röð á borð við Listasafn Reykjavíkur, Borgarbókasafn, Borgarsögusafn, Leikfélag Reykjavíkur og Hörpu en líka sjálfstætt starfandi aðila eins og hina fimm fræknu sem sérstaklega halda merki nýsköpunar og grósku hátt á lofti. Höfundur er formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Menning Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við náðum tveimur mikilvægum áföngum í höfn við samþykkt fjárhagsáætlunar 2024 í byrjun desember.Í fyrsta lagi tókst loks eftir fimm ára baráttu að ná fram hækkun á framlögum til almennra menningarstyrkja sem hafa ekki haldið í við verðlag undanfarin ár og því rýrnað að verðgildi um þriðjung. Tillaga meirihluta menningar-,íþrótta- og tómstundaráðs var að hækka styrkina í þremur áföngum um 15 milljónir í hvert sinn og var fyrsti áfanginn samþykktur 5. desember sl. Þessi hækkun þýðir að hægt verður að styrkja fleiri verkefni á komandi ári og hækka styrki til einstakra verkefna. Kvintettinn dafnar Hitt stóra forgangsmálið á menningarsviðinu við undirbúning fjárhagsáætlunar næsta árs var að fá samþykkta hækkun á mikilvægum samningum við fimm sjálfstætt starfandi aðila í menningarborginni sem allir leggja mikið af mörkum til frumsköpunar og miðlunar á menningu. Þar er um að ræða samninga við Kling og Bang og Nýlistasafnið, Tjarnarbíó, Dansverkstæðið og Bíó Paradís. Þessir aðilar eiga það sammerkt að hafa skilað afburða starfi og hafa sýnt ungu kynslóðinni í menningarlífinu sérstaka ræktarsemi. Við fengum samþykkta hækkun til þessara aðila um 18 m.kr. samtals sem léttir verulega róður þeirra við að ná endum saman í sínum rekstri á tímum langvarandi hávaxta og verðbólgu. Kling og Bang og Nýlistasafnið Kling og Bang og Nýlistasafnið eru hvort tveggja listamannarekin sýningarrými í miðborginni sem standa fyrir fjölbreyttu sýningarhaldi, ekki síst á verkum ungs listafólks og þeirra sem ekki eiga endilega samastað í stóru listasöfnunum.Þessi söfn hafa undanfarin ár átt heimili í Marshall húsinu á Granda og vegur þeirra hefur vaxið með sýningum sem hafa vakið athygli innanlands en líka erlendis sbr. sýningu Kling og Bang á verkum Pussy Riot sem var valin ein af 10 bestu listsýningum ársins 2022 í Washington Post og hefur nýlega verið sett upp í hinu fræga Louisiana safni í Danmörku. Kling og Bang fagnaði 20 ára afmæli á árinu og eitt meginmarkmið er að koma á framfæri upprennandi listafólki sem starfar heima eða erlendis í bland við alþjóðlegt listafólk og skapa faglegt, krefjandi og metnaðarfullt umhverfi fyrir listafólk á Íslandi.Nýlistasafnið hefur verið vettvangur nýrra strauma og tilrauna í samtímamyndlist í yfir 40 ár. Safnið er stökkpallur fyrir ungt og upprennandi listafólk en safnið varðveitir líka einstaka safneign og geymir þannig dýrmæta sögu samtímamyndlistar á Íslandi frá árinu 1952 til okkar tíma. Tjarnarbíó Reykjavíkurborg og menningar- og viðskiptaráðuneytið náðu samkomulagi sl. sumar um að styrkja starfsemi Tjarnarbíós með þríhliða samningi sem felur í sér hækkun framlaga til starfseminnar, greiningu á þörfum Tjarnarbíós og sjálfstæðra sviðslista almennt á höfuðborgarsvæðinu fyrir bætta aðstöðu og loks úttekt á leiðum til að styrkja fjárhagsgrundvöll Tjarnarbíós. Nú hefur aukið framlag borgarinnar verið tryggt á næsta ári og senn styttist í að niðurstöður greiningarverkefnanna liggi fyrir sem við hyggjumst svo nýta til að vinna uppbyggingaráætlun til næstu ára. Tjarnarbíó hefur lyft grettistaki sem heimili sjálfstæðra sviðslista og heldur úti gríðarlega metnaðarfullri dagskrá allt árið um kring þar sem boðið er upp á fjölbreytta flóru af leiklist, danslist, uppistandi, gjörningum og tónlistarflutningi sem er bæði nærandi og styrkjandi. Dansverkstæðið Dansverkstæðið er heimili danslistarinnar og heldur uppi fána hennar en er líka mikilvægur vettvangur námskeiða fyrir börn og ungmenni sem vilja kynnast danslistinni af eigin raun.Dansverkstæðið tekur þátt í ýmsum alþjóðlegum verkefnum, tekur virkan þátt í uppbyggingu danslistarinnar og opnar faðminn fyrir Reykjavík Dance Festival, Félagi íslenskra listdansara og hagsmunasamtaka danslistafólks. Dansverkstæðiðhefur án efa átt stóran þátt í því að halda merki dansins á lofti og tryggja endurnýjunarkraft inn í t.d. barnasýningar stóru leikhúsanna og sívinsæla viðburði eins og Skrekk, þar sem grunnskólarnir í borginni hafa sýnt listir sínar við fádæma undirtektir. Bíó Paradís Síðast en ekki síst er svo samningurinn við Heimili kvikmyndanna í Bíó Paradís sem hefur tekið fyrirbærið listrænt bíó og kvikmyndaklúbbur skrefinu lengra og býður upp á afar metnaðarfulla og skemmtilega dagskrá fyrir unga sem aldna, kvikmyndaunnendur og grúskara, en líka fólk sem vill bara hafa gaman og rifja upp skemmtilegar stundir yfir myndum sem nutu vinsælda á sokkabandsárunum. Menningarsamningarnir hafa nú verið endurnýjaðir með hærri framlögum borgarinnar til næstu þriggja ára og þannig eru send skýr skilaboð um að Reykjavík verður áfram kröftug menningarborg með öflugar menningarstofnanir í fremstu röð á borð við Listasafn Reykjavíkur, Borgarbókasafn, Borgarsögusafn, Leikfélag Reykjavíkur og Hörpu en líka sjálfstætt starfandi aðila eins og hina fimm fræknu sem sérstaklega halda merki nýsköpunar og grósku hátt á lofti. Höfundur er formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun