Rósum prýdd mótmæli á Austurvelli Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 19. desember 2023 08:00 Á dögunum efndu Samtök aðstandenda og fíknisjúkra til mótmæla á Austurvelli. Með mótmælunum vildu samtökin koma skýrum skilaboðum til stjórnvalda um erfiða stöðu fólks sem glímir við vímuefnavanda. Aðstandendur og fólk með fíknisjúkdóma mótmæla einna helst löngum biðlistum í meðferð og afeitrun. Ég tek þessi mál reglulega upp á Alþingi enda er það óásættanlegt að fólk með lífshættulegan sjúkdóm komi að lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu. Við getum ekki sætt okkur við að fólk, ungt fólk, deyi unnvörpum. Við erum með skelfilegar tölur um það - þetta blasir við okkur á minningarsíðum Morgunblaðsins. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur sannarlega tekið fjölmörg jákvæð skref í málaflokknum á þessu kjörtímabili. Hann hefur lagt áherslu á viðhaldsmeðferðir, sett aukna fjármuni í neyslurými og varnir gegn ofskömmtun. Og við sjáum merki þess í fjárlögum, m.a. með styrkjum til félagasamtaka og áherslunni á baráttunni við ópíóðafíkn. Stjórnvöld verða samt að gera betur. Takmarkaður áhugi samfélagsins á aðstæðum fólk með vímuefnavanda getur bara skýrst af neikvæðu viðhorfi í garð þessa sjúklingahóps. Þetta er bara eitthvað annað fólk, fólk með áfallasögu – fólk sem er ekki viðbjargandi. En í þessu litla samfélagi okkar eru þetta börnin okkar, systkini, foreldrar, frændfólk, vinir, nágrannar. Við þekkjum öll einhvern sem glímir við fíknisjúkdóm. Og við verðum að leggjast á árarnar við að greiða aðgang þeirra að heilbrigðisþjónustu. Samtökin stráðu rósum fyrir framan dyr Alþingis, til að minnast þeirra sem hafa fallið frá í baráttunni við fíkn. Gjörningurinn var áhrifamikill, fallegur og táknrænn. Hann snerti mig inn að hjartarótum og vakti mikla athygli þingmanna á mikilvægri og virðingarverðri baráttu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Fíkn Alþingi Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum efndu Samtök aðstandenda og fíknisjúkra til mótmæla á Austurvelli. Með mótmælunum vildu samtökin koma skýrum skilaboðum til stjórnvalda um erfiða stöðu fólks sem glímir við vímuefnavanda. Aðstandendur og fólk með fíknisjúkdóma mótmæla einna helst löngum biðlistum í meðferð og afeitrun. Ég tek þessi mál reglulega upp á Alþingi enda er það óásættanlegt að fólk með lífshættulegan sjúkdóm komi að lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu. Við getum ekki sætt okkur við að fólk, ungt fólk, deyi unnvörpum. Við erum með skelfilegar tölur um það - þetta blasir við okkur á minningarsíðum Morgunblaðsins. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur sannarlega tekið fjölmörg jákvæð skref í málaflokknum á þessu kjörtímabili. Hann hefur lagt áherslu á viðhaldsmeðferðir, sett aukna fjármuni í neyslurými og varnir gegn ofskömmtun. Og við sjáum merki þess í fjárlögum, m.a. með styrkjum til félagasamtaka og áherslunni á baráttunni við ópíóðafíkn. Stjórnvöld verða samt að gera betur. Takmarkaður áhugi samfélagsins á aðstæðum fólk með vímuefnavanda getur bara skýrst af neikvæðu viðhorfi í garð þessa sjúklingahóps. Þetta er bara eitthvað annað fólk, fólk með áfallasögu – fólk sem er ekki viðbjargandi. En í þessu litla samfélagi okkar eru þetta börnin okkar, systkini, foreldrar, frændfólk, vinir, nágrannar. Við þekkjum öll einhvern sem glímir við fíknisjúkdóm. Og við verðum að leggjast á árarnar við að greiða aðgang þeirra að heilbrigðisþjónustu. Samtökin stráðu rósum fyrir framan dyr Alþingis, til að minnast þeirra sem hafa fallið frá í baráttunni við fíkn. Gjörningurinn var áhrifamikill, fallegur og táknrænn. Hann snerti mig inn að hjartarótum og vakti mikla athygli þingmanna á mikilvægri og virðingarverðri baráttu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun