Mikilvægt samkomulag ríkis og sveitarfélaga í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 18. desember 2023 07:00 Mikilvæg niðurstaða er komin í kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk, en fulltrúar stjórnvalda skrifuðu undir samning þess efnis fyrir helgi. Umfangsmikil greiningarvinna hefur farið fram á tilurð kostnaðarauka sveitarfélaga á undanförnum árum sem liggur að baki þessari niðurstöðu. Að mínu mati er þetta mjög mikilvæg niðurstaða, en ríki og sveitarfélög munu halda vinnunni áfram við fleiri þætti svo bæta megi enn frekar þjónustu við fatlað fólk. Tæp 12 milljarða árleg aukning til sveitarfélaga Samkomulagið felur í sér tæplega 12 milljarða króna aukningu framlaga ríkisins til sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk. Tæpir sex milljarðar komu inn í upphafi þessa árs og aðrir sex bætast við á næsta ári. Þetta eru varanlegar tilfærslur fjármagns og koma verulega til móts við kröfur sveitarfélaganna. Meginástæður aukins kostnaðar sveitarfélaganna sem ríkið mætir hér er vegna ýmissa laga- og reglugerðabreytinga sem gerðar hafa verið á undanförnum árum og leitt hafa til mikilvægra breytinga og aukinnar þjónustu við fatlað fólk. Þar má nefna þjónustu á heimilum fatlaðs fólks vegna aukinnar áherslu á sjálfstæða búsetu, lögfestingu 15 klukkustunda almennrar þjónustu og lögfestingu NPA þjónustu, auk þess sem fjölgun notenda á árunum 2011-2021 umfram það sem áætlað var á sínum tíma skýrir stóran hluta kostnaðaraukans. Börn með fjölþættan vanda og öryggisþjónusta fyrir fullorðið fatlað fólk Starfshópur ríkis og sveitarfélaga mun halda áfram að vinna að mögulegum frekari breytingum á verkaskiptingu og kostnaðarskiptingu í málaflokki fatlaðs fólks. Kannaður verður fýsileiki þess að svokölluð þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda og fullorðið fatlað fólk sem þarf á öryggisþjónustu að halda færist yfir á ábyrgð ríkisins, en sveitarfélögin hafa kallað eftir því. Stefnt að útrýmingu biðlista eftir sértæku húsnæði Samkomulagið gerir einnig ráð fyrir að gerð verði 7-10 ára áætlun um uppbyggingu sértæks húsnæðis fyrir fatlað fólk með auknar stuðningsþarfir. Biðlistar eftir húsnæði hafa lengst á undanförnum árum. Markmiðið er að eyða biðlistum og uppfylla þjónustuþarfir fatlaðs fólks í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og íslensk lög. Aukin samræming og eftirlit með þjónustu Ríki og sveitarfélög eru einnig sammála um að skilgreina fyrirkomulag og ábyrgð á samræmingu og eftirliti með framkvæmd þjónustunnar hjá sveitarfélögum, og einnig viðbrögðum ef þjónusta er ekki í samræmi við lög, reglugerðir og almennar kröfur. Þetta er lykilatriði til að tryggja réttindi fatlaðs fólks. Starfshópur um framtíðar áskoranir Í samkomulaginu felst líka að stofnaður verður starfshópur sem vinnur að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk, meðal annars til að auka gæði og hagkvæmi. Samtökum fatlaðs fólks mun verða boðið að sitja í hópnum. Þessi vinna er sérlega mikilvæg því það hefur vantað skipulagðan vettvang til þess að horfa til framtíðar og vænti ég mikils af vinnunni framundan. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður VG í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Vinstri græn Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Mikilvæg niðurstaða er komin í kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk, en fulltrúar stjórnvalda skrifuðu undir samning þess efnis fyrir helgi. Umfangsmikil greiningarvinna hefur farið fram á tilurð kostnaðarauka sveitarfélaga á undanförnum árum sem liggur að baki þessari niðurstöðu. Að mínu mati er þetta mjög mikilvæg niðurstaða, en ríki og sveitarfélög munu halda vinnunni áfram við fleiri þætti svo bæta megi enn frekar þjónustu við fatlað fólk. Tæp 12 milljarða árleg aukning til sveitarfélaga Samkomulagið felur í sér tæplega 12 milljarða króna aukningu framlaga ríkisins til sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk. Tæpir sex milljarðar komu inn í upphafi þessa árs og aðrir sex bætast við á næsta ári. Þetta eru varanlegar tilfærslur fjármagns og koma verulega til móts við kröfur sveitarfélaganna. Meginástæður aukins kostnaðar sveitarfélaganna sem ríkið mætir hér er vegna ýmissa laga- og reglugerðabreytinga sem gerðar hafa verið á undanförnum árum og leitt hafa til mikilvægra breytinga og aukinnar þjónustu við fatlað fólk. Þar má nefna þjónustu á heimilum fatlaðs fólks vegna aukinnar áherslu á sjálfstæða búsetu, lögfestingu 15 klukkustunda almennrar þjónustu og lögfestingu NPA þjónustu, auk þess sem fjölgun notenda á árunum 2011-2021 umfram það sem áætlað var á sínum tíma skýrir stóran hluta kostnaðaraukans. Börn með fjölþættan vanda og öryggisþjónusta fyrir fullorðið fatlað fólk Starfshópur ríkis og sveitarfélaga mun halda áfram að vinna að mögulegum frekari breytingum á verkaskiptingu og kostnaðarskiptingu í málaflokki fatlaðs fólks. Kannaður verður fýsileiki þess að svokölluð þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda og fullorðið fatlað fólk sem þarf á öryggisþjónustu að halda færist yfir á ábyrgð ríkisins, en sveitarfélögin hafa kallað eftir því. Stefnt að útrýmingu biðlista eftir sértæku húsnæði Samkomulagið gerir einnig ráð fyrir að gerð verði 7-10 ára áætlun um uppbyggingu sértæks húsnæðis fyrir fatlað fólk með auknar stuðningsþarfir. Biðlistar eftir húsnæði hafa lengst á undanförnum árum. Markmiðið er að eyða biðlistum og uppfylla þjónustuþarfir fatlaðs fólks í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og íslensk lög. Aukin samræming og eftirlit með þjónustu Ríki og sveitarfélög eru einnig sammála um að skilgreina fyrirkomulag og ábyrgð á samræmingu og eftirliti með framkvæmd þjónustunnar hjá sveitarfélögum, og einnig viðbrögðum ef þjónusta er ekki í samræmi við lög, reglugerðir og almennar kröfur. Þetta er lykilatriði til að tryggja réttindi fatlaðs fólks. Starfshópur um framtíðar áskoranir Í samkomulaginu felst líka að stofnaður verður starfshópur sem vinnur að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk, meðal annars til að auka gæði og hagkvæmi. Samtökum fatlaðs fólks mun verða boðið að sitja í hópnum. Þessi vinna er sérlega mikilvæg því það hefur vantað skipulagðan vettvang til þess að horfa til framtíðar og vænti ég mikils af vinnunni framundan. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og þingmaður VG í SV-kjördæmi.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun