Þreföld rangstaða flugumferðarstjóra Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 16. desember 2023 16:01 Stór hluti þjóðarinnar horfir nú í forundran á framgöngu lítillar hálaunastéttar, sem hefur það á valdi sínu að loka landinu, eyjunni norður í höfum - þaðan og þangað sem fólk hefur nánast enga möguleika að ferðast, öðruvísi en með flugi. Flugið er einnig mjög mikilvægt í tengslum við annan útflutning en ferðaþjónustu, til dæmis á ferskum fiski - sem er stór þáttur í verðmætasköpun þjóðarinnar. Rangstaða eitt Kjarasamningur við flugumferðarstjóra er sá síðasti í samningalotunni sem lauk hjá stærstum hluta vinnumarkaðarins fyrir um ári síðan. Þar var vegna óstöðugs efnahagsástands samið um tiltölulega hóflega launahækkun til skamms tíma. Það hefur síðan komið á daginn að sú almenna launahækkun sem varð þá var of rífleg til að vinna gegn verðbólgu og þar með háum vöxtum. Eins og alþjóð veit, þá hafa bæði vextir og verðbólga hækkað síðastliðið ár. Flugumferðarstjórum stendur sama launahækkun til boða og allir aðrir fengu, en launakröfur þeirra eru óaðgengilegar fyrir viðsemjendur. Nú standa yfir kjarasamningsviðræður Samtaka atvinnulífsins við allan almennan vinnumarkað, þar sem markmiðið er að ganga frá langtímasamningi til að auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu. Allir eru eru sammála um það yfirmarkmið að nauðsynlegt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum, þar sem þannig eru mestar líkur á að auka kaupmátt að nýju, svo um munar. Þar þurfa allir að taka ábyrgð og gangast við henni. Flugumferðarstjórar láta sér þetta í léttu rúmi liggja og víkja sér þar með undan samstöðu og ábyrgð. Rangstaða tvö Ferðaþjónusta á Íslandi nálgast það nú aftur að verða langstærsta útflutningsgrein okkar Íslendinga. Hún hefur gengið í gegnum ótrúlegar hremmingar síðastliðin ár. Það var sameiginleg sýn flestra, að það væri mikilvægt að halda atvinnugreininni á lífi í gegnum faraldurinn og það hefur sýnt sig svo um munar að það var skynsamlegt fyrir þjóðarhag. Það stefndi allt í það að árið 2023 yrði fyrsta stóráfallalausa árið fyrir ferðaþjónustuna síðan árið 2018, þegar jarðhræringarnar hófust á Reykjanesi í nóvember síðastliðnum. Til að gera langa sögu stutta og einfalda, þá hafa þær haft þau áhrif að eitt stærsta og öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins hefur verið lokað í margar vikur, eftirspurn eftir ferðum til Íslands hefur dregist saman og töluverður fjöldi hefur afbókað ferðir til Íslands. Þetta þýðir að verðmætasköpun greinarinnar dregst saman og skatttekjur ríkissjóðs lækka, sem því nemur. Stjórnvöld hafa nú ákveðið að veita 100 milljónum króna í sérstakt markaðsátak til að vinna gegn þessum áhrifum og er það vel. Hins vegar má færa fyrir því sterk rök að máttur þessa átaks verði minni, ef yfir vofa stöðugar skærur og vinnustöðvanir flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar hafa nú þegar valdið miklu tjóni. Beinu fjárhagslegu tjóni til dæmis flugfélaganna Icelandair og Play og farþega þeirra, sem reikna má með að hlaupi á milljörðum nú þegar. Samkvæmt áætlunum Icelandair kostar hver dagur sem aðgerðir standa yfir félagið um 250 milljónir króna og er þá tjón annarra ótalið. Þá er ómælt orðsporstjónið sem fer vaxandi í réttu hlutfalli við tímann sem þessar aðgerðir standa. Framundan eru áramótin, sem eru stór fyrir íslenska ferðaþjónustu, þegar erlendir gestir streyma til landsins til að halda upp á tímamótin. Sú búbót fyrir íslensk ferðaþjónustu og ríkissjóð er í stórhættu, verði ekki bundinn endi á aðgerðir flugumferðarstjóra. Framundan er sömuleiðis aðalbókunartímabilið fyrir næsta sumar og fréttir af átökum á vinnumarkaði á Íslandi, geta leitt til þess að fólk hugsi sig tvisvar um, áður en það kaupir ferð til Íslands. Íslensk ferðaþjónusta er búin að fá nóg af áföllum og fordæmir aðgerðir flugumferðarstjóra, sem þarna enn og aftur er úr öllum takti við umhverfið og það uppbyggingarstarf sem nú stendur yfir. Rangstaða þrjú Aðgerðir flugumferðarstjóra eru tímasettar þannig að þær hafa áhrif á ferðalög í kringum jólin - hátíð ljóss og friðar. Ef svo fer fram sem horfir, þá er stór hætta á því að þúsundir manna nái ekki á sinn áfangastað í tíma, til að eyða jólahátíðinni með ættingjum og vinum. Því gæti - ofan á fjárhagstjónið sem óhjákvæmilega verður - bæst við tilfinningalegt tjón, sem eins og við vitum, er ómögulegt að meta í krónum og aurum. Lög á flugumferðarstjóra strax Það er ljóst að umburðarlyndi og samúð með kröfum og aðgerðum flugumferðarstjóra eru engin. Ríkissáttasemjari hefur ekki heimildir til þess að tryggja að markaðri launastefnu sé fylgt. Ef við viljum ekki að frekara tjón og truflanir verði á verðmætasköpun og þar með þjóðarhag, þá er nauðsynlegt að stjórnvöld grípi inn í þessar aðgerðir með lagasetningu. Það er algjörlega ástæðulaust og órökrétt að bíða með það. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stór hluti þjóðarinnar horfir nú í forundran á framgöngu lítillar hálaunastéttar, sem hefur það á valdi sínu að loka landinu, eyjunni norður í höfum - þaðan og þangað sem fólk hefur nánast enga möguleika að ferðast, öðruvísi en með flugi. Flugið er einnig mjög mikilvægt í tengslum við annan útflutning en ferðaþjónustu, til dæmis á ferskum fiski - sem er stór þáttur í verðmætasköpun þjóðarinnar. Rangstaða eitt Kjarasamningur við flugumferðarstjóra er sá síðasti í samningalotunni sem lauk hjá stærstum hluta vinnumarkaðarins fyrir um ári síðan. Þar var vegna óstöðugs efnahagsástands samið um tiltölulega hóflega launahækkun til skamms tíma. Það hefur síðan komið á daginn að sú almenna launahækkun sem varð þá var of rífleg til að vinna gegn verðbólgu og þar með háum vöxtum. Eins og alþjóð veit, þá hafa bæði vextir og verðbólga hækkað síðastliðið ár. Flugumferðarstjórum stendur sama launahækkun til boða og allir aðrir fengu, en launakröfur þeirra eru óaðgengilegar fyrir viðsemjendur. Nú standa yfir kjarasamningsviðræður Samtaka atvinnulífsins við allan almennan vinnumarkað, þar sem markmiðið er að ganga frá langtímasamningi til að auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu. Allir eru eru sammála um það yfirmarkmið að nauðsynlegt sé að ná niður verðbólgu og vöxtum, þar sem þannig eru mestar líkur á að auka kaupmátt að nýju, svo um munar. Þar þurfa allir að taka ábyrgð og gangast við henni. Flugumferðarstjórar láta sér þetta í léttu rúmi liggja og víkja sér þar með undan samstöðu og ábyrgð. Rangstaða tvö Ferðaþjónusta á Íslandi nálgast það nú aftur að verða langstærsta útflutningsgrein okkar Íslendinga. Hún hefur gengið í gegnum ótrúlegar hremmingar síðastliðin ár. Það var sameiginleg sýn flestra, að það væri mikilvægt að halda atvinnugreininni á lífi í gegnum faraldurinn og það hefur sýnt sig svo um munar að það var skynsamlegt fyrir þjóðarhag. Það stefndi allt í það að árið 2023 yrði fyrsta stóráfallalausa árið fyrir ferðaþjónustuna síðan árið 2018, þegar jarðhræringarnar hófust á Reykjanesi í nóvember síðastliðnum. Til að gera langa sögu stutta og einfalda, þá hafa þær haft þau áhrif að eitt stærsta og öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins hefur verið lokað í margar vikur, eftirspurn eftir ferðum til Íslands hefur dregist saman og töluverður fjöldi hefur afbókað ferðir til Íslands. Þetta þýðir að verðmætasköpun greinarinnar dregst saman og skatttekjur ríkissjóðs lækka, sem því nemur. Stjórnvöld hafa nú ákveðið að veita 100 milljónum króna í sérstakt markaðsátak til að vinna gegn þessum áhrifum og er það vel. Hins vegar má færa fyrir því sterk rök að máttur þessa átaks verði minni, ef yfir vofa stöðugar skærur og vinnustöðvanir flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar hafa nú þegar valdið miklu tjóni. Beinu fjárhagslegu tjóni til dæmis flugfélaganna Icelandair og Play og farþega þeirra, sem reikna má með að hlaupi á milljörðum nú þegar. Samkvæmt áætlunum Icelandair kostar hver dagur sem aðgerðir standa yfir félagið um 250 milljónir króna og er þá tjón annarra ótalið. Þá er ómælt orðsporstjónið sem fer vaxandi í réttu hlutfalli við tímann sem þessar aðgerðir standa. Framundan eru áramótin, sem eru stór fyrir íslenska ferðaþjónustu, þegar erlendir gestir streyma til landsins til að halda upp á tímamótin. Sú búbót fyrir íslensk ferðaþjónustu og ríkissjóð er í stórhættu, verði ekki bundinn endi á aðgerðir flugumferðarstjóra. Framundan er sömuleiðis aðalbókunartímabilið fyrir næsta sumar og fréttir af átökum á vinnumarkaði á Íslandi, geta leitt til þess að fólk hugsi sig tvisvar um, áður en það kaupir ferð til Íslands. Íslensk ferðaþjónusta er búin að fá nóg af áföllum og fordæmir aðgerðir flugumferðarstjóra, sem þarna enn og aftur er úr öllum takti við umhverfið og það uppbyggingarstarf sem nú stendur yfir. Rangstaða þrjú Aðgerðir flugumferðarstjóra eru tímasettar þannig að þær hafa áhrif á ferðalög í kringum jólin - hátíð ljóss og friðar. Ef svo fer fram sem horfir, þá er stór hætta á því að þúsundir manna nái ekki á sinn áfangastað í tíma, til að eyða jólahátíðinni með ættingjum og vinum. Því gæti - ofan á fjárhagstjónið sem óhjákvæmilega verður - bæst við tilfinningalegt tjón, sem eins og við vitum, er ómögulegt að meta í krónum og aurum. Lög á flugumferðarstjóra strax Það er ljóst að umburðarlyndi og samúð með kröfum og aðgerðum flugumferðarstjóra eru engin. Ríkissáttasemjari hefur ekki heimildir til þess að tryggja að markaðri launastefnu sé fylgt. Ef við viljum ekki að frekara tjón og truflanir verði á verðmætasköpun og þar með þjóðarhag, þá er nauðsynlegt að stjórnvöld grípi inn í þessar aðgerðir með lagasetningu. Það er algjörlega ástæðulaust og órökrétt að bíða með það. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun