Óútskýranleg mannvonska Inga Sæland skrifar 15. desember 2023 08:31 Í gær felldu ríkisstjórnarflokkarnir tillögu Flokks fólksins um 66.381 kr skatta og skerðingalausan jólabónus handa eldra fólki í sárri neyð. Sambærilegan jólabónus og greiddur er til öryrkja þriðju jólin í röð. Ég á engin orð sem lýsa fyrirlitningu minni gagnvart þessari framkomu stjórnarflokkanna við sárafátækt eldra fólk. Framganga þeirra lýsir engu öðru en stækri mannfyrirlitningu gagnvart sínum minnstu bræðrum og systrum. Við erum að tala um rúmlega 2000 einstaklinga. Um helmingur þessa fólks fer frá því að vera öryrkjar með aldurstengda örorkuuppbót í það að verða 67 ára og komnir á eftirlaun. Við það missa þau aldurstengdu uppbótina og lækka stórlega í launum. Fara úr því að vera mjög fátækir yfir í það að vera komnir í sárafátækt. Þetta eru að stærstum hluta fullorðnar konur sem eiga engan rétt úr lífeyrissjóði þar sem þær unnu alla sína starfsævi sem heimavinnandi húsmæður. Framlagið sem við báðum stjórnarflokkana um (140 millj.) til að geta hjálpað þeim fyrir jólin er svipuð upphæð og þau greiða á rúmum 10 tímum af erlendum skuldum ríkisins. Það var engan bilbug á þeim að finna í atkvæðagreiðslunni þar sem þau kokhraust sögðu NEI! Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Alþingi Félagsmál Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Í gær felldu ríkisstjórnarflokkarnir tillögu Flokks fólksins um 66.381 kr skatta og skerðingalausan jólabónus handa eldra fólki í sárri neyð. Sambærilegan jólabónus og greiddur er til öryrkja þriðju jólin í röð. Ég á engin orð sem lýsa fyrirlitningu minni gagnvart þessari framkomu stjórnarflokkanna við sárafátækt eldra fólk. Framganga þeirra lýsir engu öðru en stækri mannfyrirlitningu gagnvart sínum minnstu bræðrum og systrum. Við erum að tala um rúmlega 2000 einstaklinga. Um helmingur þessa fólks fer frá því að vera öryrkjar með aldurstengda örorkuuppbót í það að verða 67 ára og komnir á eftirlaun. Við það missa þau aldurstengdu uppbótina og lækka stórlega í launum. Fara úr því að vera mjög fátækir yfir í það að vera komnir í sárafátækt. Þetta eru að stærstum hluta fullorðnar konur sem eiga engan rétt úr lífeyrissjóði þar sem þær unnu alla sína starfsævi sem heimavinnandi húsmæður. Framlagið sem við báðum stjórnarflokkana um (140 millj.) til að geta hjálpað þeim fyrir jólin er svipuð upphæð og þau greiða á rúmum 10 tímum af erlendum skuldum ríkisins. Það var engan bilbug á þeim að finna í atkvæðagreiðslunni þar sem þau kokhraust sögðu NEI! Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar