Handbolti

Bjarki Már hjá Veszprém til 2026

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már Elísson í kunnuglegri stöðu.
Bjarki Már Elísson í kunnuglegri stöðu. vísir/hulda margrét

Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við ungverska meistaraliðið Veszprém.

Bjarki verður því hjá Veszprém til allavega ársins 2026. Hann kom til félagsins frá Lemgo sumarið 2022. Á síðasta tímabili varð Bjarki tvöfaldur meistari með Veszprém.

Hinn 33 ára Bjarki hefur leikið sem atvinnumaður frá 2013. Fyrstu tíu árin lék hann í Þýskalandi, með Eisenach, Füchse Berlin og Lemgo.

Bjarki hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og verður væntanlega í lykilhlutverki hjá því á EM í Þýskalandi í janúar.

Veszprém er með fullt hús stiga á toppi ungversku úrvalsdeildarinnar og í 3. sæti síns riðils í Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×