Dæmdur í þriggja ára bann: Hefur dæmt þrjá leiki Íslands á stórmótum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2023 07:31 Matija Gubica rekur hér Vignir Svavarsson af velli í tvær mínútur í leik Íslands á HM í Katar 2015. EPA/Gjorgji Licovski Króatíski handboltadómarinn Matija Gubica var í gær dæmdur í þriggja ára bann frá dómgæslu af evrópska handboltasambandinu. Gubica er sekur um að hafi brotið gegn bæði siðareglum evrópska handboltasambandsins (EHF Code of Conduct) sem og gegn siðareglum Alþjóða handboltasambandsins (IHF Ethics Code). Það var þó tekið fram í frétt um dóminn, á heimasíðu evrópska sambandsins, að brotin hafi ekkert að gera með mögulega hagræðingu úrslita eða að króatíski dómarinn hafi haft önnur áhrif á úrslit leikja. Now Croatian referee Matija Gubica has been suspended from officiating EHF competitions for three years, guilty of having violated fundamental obligations outlined in the EHF Code of Conduct and the IHF Ethics Code.The case is not related to any allegations of possible match https://t.co/nAUxXd0I8w— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 12, 2023 Matija Gubica dæmdi alltaf með landa sínum Boris Milosevic. Þeir hafa bæði dæmt úrslitaleik á HM og EM á síðustu árum. Gubica og Milosevic dæmdu úrslitaleik Evrópumótsins 2018 á milli Spánar og Svíþjóðar en einnig úrslitaleik heimsmeistaramótsins 2019 milli Danmerkur og Noregs. Þeir dæmdu líka leikinn um þriðja sætið á HM 2021 en hann var á milli Spánar og Frakklands. Gubica og Milosevic hafa enn fremur dæmt þrjá leiki íslenska landsliðsins á stórmótum. Þeir dæmdu fyrst leik Íslands og Noregs á EM 2014 en þann leik vann Ísland 31-26. Næst dæmdu þeir leik Íslands og Alsír á HM 2015 en þann leik vann Ísland 32-24. Íslensku strákarnir töpuðu síðan síðasta leiknum sem þeir Gubica og Milosevic dæmdu hjá þeim en það var tapleikur á móti Svíum á EM 2020. Gubica og Milosevic eru því ekki meðal dómara á EM í Þýskalandi í næsta mánuði en þeir voru búnir að dæma á öllum Evrópumótum frá og með EM 2014 eða fimm mótum í röð. EM 2024 í handbolta Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Gubica er sekur um að hafi brotið gegn bæði siðareglum evrópska handboltasambandsins (EHF Code of Conduct) sem og gegn siðareglum Alþjóða handboltasambandsins (IHF Ethics Code). Það var þó tekið fram í frétt um dóminn, á heimasíðu evrópska sambandsins, að brotin hafi ekkert að gera með mögulega hagræðingu úrslita eða að króatíski dómarinn hafi haft önnur áhrif á úrslit leikja. Now Croatian referee Matija Gubica has been suspended from officiating EHF competitions for three years, guilty of having violated fundamental obligations outlined in the EHF Code of Conduct and the IHF Ethics Code.The case is not related to any allegations of possible match https://t.co/nAUxXd0I8w— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 12, 2023 Matija Gubica dæmdi alltaf með landa sínum Boris Milosevic. Þeir hafa bæði dæmt úrslitaleik á HM og EM á síðustu árum. Gubica og Milosevic dæmdu úrslitaleik Evrópumótsins 2018 á milli Spánar og Svíþjóðar en einnig úrslitaleik heimsmeistaramótsins 2019 milli Danmerkur og Noregs. Þeir dæmdu líka leikinn um þriðja sætið á HM 2021 en hann var á milli Spánar og Frakklands. Gubica og Milosevic hafa enn fremur dæmt þrjá leiki íslenska landsliðsins á stórmótum. Þeir dæmdu fyrst leik Íslands og Noregs á EM 2014 en þann leik vann Ísland 31-26. Næst dæmdu þeir leik Íslands og Alsír á HM 2015 en þann leik vann Ísland 32-24. Íslensku strákarnir töpuðu síðan síðasta leiknum sem þeir Gubica og Milosevic dæmdu hjá þeim en það var tapleikur á móti Svíum á EM 2020. Gubica og Milosevic eru því ekki meðal dómara á EM í Þýskalandi í næsta mánuði en þeir voru búnir að dæma á öllum Evrópumótum frá og með EM 2014 eða fimm mótum í röð.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira