Ef ekki aðgerðir nú þá hvenær? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 12. desember 2023 11:00 Það er með lífsins ólíkindum, að á meðan hér renna, til einskis, þúsundir megawatta til sjávar dag hvern, að á Alþingi Íslendinga sé nú verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu. Orkuskömmtun sem neyðir sjávarútvegsfyrirtæki á Austfjörðum og víðar, sem á umliðnum árum hafa fjárfest fyrir tugi milljarða í nýjum fiskiskipum sem menga minna, til þess að fjárfesta í þúsundum lítra af olíu og í búnaði til þess að brenna olíu til orkuöflunar, til þess að halda dampi í vinnslunni. Orkuskömmtunin gæti svo síðar leitt til þess að álverin þurfi að draga úr framleiðslugetu sinni sem að hafa mun veruleg áhrif á gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Þjóðarbúið mun svo auðvitað líka þurfa að eyða, að óþörfu ómældum gjaldeyri til olíukaupa. Við þetta bætast svo árleg olíukaup Orkubús Vestfjarða til þess að tryggja Vestfirðingum næga raforku yfir veturinn. Á meðan hjalar svo forsætisráðherra þjóðarinnar á ráðstefnu í Dubai um kolefnishlutlaust Ísland 2040 eða 2050. Þessi orkuskortur er auðvitað mannana verk og því auðvitað mannana verk losa okkur úr viðjum orkuskortsins. Það segir sig auðvitað sjálft að viðverandi orkuskortur og árlegar skammtanir á orku draga verulega úr þrótti atvinnu og athafnalífs okkar Íslendinga. Öll áform um aukna atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, sem nauðsynlegt er að ráðast í á næstu misserum og árum, eru í besta falli draumar sem aldrei verða að veruleika við núverandi ástand. Hvernig eigum við annars, án aukinnar verðmætasköpunnar að geta haldið hér úti þokkalegu heilbrigðiskerfi, útskrifað fleiri lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk, haldið hér úti menntakerfi sem mætir þörfum nútíðar og framtíðar og ráðist hér í nauðsynlegar samgöngubætur, ásamt öllu því sem hér þarf að bæta. Í núgildandi rammaáætlun, sem tók heil níu ár, sökum tafaleikja afturhaldsaflana, að koma á koppinn, eru virkjunaráform upp á 1200 megawött í nýtingarflokki. Enginn þessara virkjunakosta væri kominn í nýtingarflokk, ef það væri glapræði eða óðs manns æði að nýta hann. Samþykkt rammaáætlunar er mögulega það eina jákvæða sem hægt er að segja um stöðuna. En áætlunin er samt, engu að síður, gersamlega gagnslaust plagg, ef ekkert er gert með hana og Stóra Stopp í orkuuppbyggingu verður hér viðvarandi eitthvað lengur. Það er útséð með það að núverandi ríkisstjórn muni gera nokkuð svo einhverju nemi til þess að bæta úr því ófremdarástandi, sem ekki bara stefnir í, heldur er viðvarandi og komið til að vera um ókomna tíð, ef menn ætla bara að humma þetta ástand af sér. Þar sem ríkisstjórnin virðist ætla að vera með öllu óhæf til að leiða okkur út úr þessum vanda, þarf hér Alþingi að grípa inn í og setja lög sem grisja verulega þennan gríðarlega reglugerða og leyfisveitingafrumskóg sem mætir þeim er reisa vill virkjun er afkastar meiru en 10 megawöttum. Enda á þessi hamlandi frumskógur sér stoð í lögum sem vel er hægt að breyta eða fella úr gildi, á sama hátt og þeim var komið á, á sínum tíma. Boltinn er hjá Alþingi, þar sem ríkisstjórnin vill ekki sjá hann eða snerta. Víkja þarf með lögum, tímabundið eða til framtíðar, úr vegi öllu því sem hindrar eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Það mætti kalla það neyðaraðgerðir um að auka raforkuframleiðslu í landinu. Tíminn til þess er núna. Það má vel vera að það hrikti í stjórnarsamstarfinu, fari Alþingi í þessa vegferð. Menn fari að tala um að það ábyrgðarhluti að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út af málinu. En það er í sjálfu sér enn meiri ábyrgðarhluti að halda hér úti verklítilli ríkisstjórn, sem vanhæf er með öllu til þess að stuðla að eðlilegri og sjálfsagðri uppbygginu innviða og orkuframleiðslu. Kosti það stjórnarslit að leysa þennan vanda, þá er það gjaldið fyrir lausn hans. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Orkumál Landsvirkjun Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Það er með lífsins ólíkindum, að á meðan hér renna, til einskis, þúsundir megawatta til sjávar dag hvern, að á Alþingi Íslendinga sé nú verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu. Orkuskömmtun sem neyðir sjávarútvegsfyrirtæki á Austfjörðum og víðar, sem á umliðnum árum hafa fjárfest fyrir tugi milljarða í nýjum fiskiskipum sem menga minna, til þess að fjárfesta í þúsundum lítra af olíu og í búnaði til þess að brenna olíu til orkuöflunar, til þess að halda dampi í vinnslunni. Orkuskömmtunin gæti svo síðar leitt til þess að álverin þurfi að draga úr framleiðslugetu sinni sem að hafa mun veruleg áhrif á gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins. Þjóðarbúið mun svo auðvitað líka þurfa að eyða, að óþörfu ómældum gjaldeyri til olíukaupa. Við þetta bætast svo árleg olíukaup Orkubús Vestfjarða til þess að tryggja Vestfirðingum næga raforku yfir veturinn. Á meðan hjalar svo forsætisráðherra þjóðarinnar á ráðstefnu í Dubai um kolefnishlutlaust Ísland 2040 eða 2050. Þessi orkuskortur er auðvitað mannana verk og því auðvitað mannana verk losa okkur úr viðjum orkuskortsins. Það segir sig auðvitað sjálft að viðverandi orkuskortur og árlegar skammtanir á orku draga verulega úr þrótti atvinnu og athafnalífs okkar Íslendinga. Öll áform um aukna atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, sem nauðsynlegt er að ráðast í á næstu misserum og árum, eru í besta falli draumar sem aldrei verða að veruleika við núverandi ástand. Hvernig eigum við annars, án aukinnar verðmætasköpunnar að geta haldið hér úti þokkalegu heilbrigðiskerfi, útskrifað fleiri lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk, haldið hér úti menntakerfi sem mætir þörfum nútíðar og framtíðar og ráðist hér í nauðsynlegar samgöngubætur, ásamt öllu því sem hér þarf að bæta. Í núgildandi rammaáætlun, sem tók heil níu ár, sökum tafaleikja afturhaldsaflana, að koma á koppinn, eru virkjunaráform upp á 1200 megawött í nýtingarflokki. Enginn þessara virkjunakosta væri kominn í nýtingarflokk, ef það væri glapræði eða óðs manns æði að nýta hann. Samþykkt rammaáætlunar er mögulega það eina jákvæða sem hægt er að segja um stöðuna. En áætlunin er samt, engu að síður, gersamlega gagnslaust plagg, ef ekkert er gert með hana og Stóra Stopp í orkuuppbyggingu verður hér viðvarandi eitthvað lengur. Það er útséð með það að núverandi ríkisstjórn muni gera nokkuð svo einhverju nemi til þess að bæta úr því ófremdarástandi, sem ekki bara stefnir í, heldur er viðvarandi og komið til að vera um ókomna tíð, ef menn ætla bara að humma þetta ástand af sér. Þar sem ríkisstjórnin virðist ætla að vera með öllu óhæf til að leiða okkur út úr þessum vanda, þarf hér Alþingi að grípa inn í og setja lög sem grisja verulega þennan gríðarlega reglugerða og leyfisveitingafrumskóg sem mætir þeim er reisa vill virkjun er afkastar meiru en 10 megawöttum. Enda á þessi hamlandi frumskógur sér stoð í lögum sem vel er hægt að breyta eða fella úr gildi, á sama hátt og þeim var komið á, á sínum tíma. Boltinn er hjá Alþingi, þar sem ríkisstjórnin vill ekki sjá hann eða snerta. Víkja þarf með lögum, tímabundið eða til framtíðar, úr vegi öllu því sem hindrar eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Það mætti kalla það neyðaraðgerðir um að auka raforkuframleiðslu í landinu. Tíminn til þess er núna. Það má vel vera að það hrikti í stjórnarsamstarfinu, fari Alþingi í þessa vegferð. Menn fari að tala um að það ábyrgðarhluti að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út af málinu. En það er í sjálfu sér enn meiri ábyrgðarhluti að halda hér úti verklítilli ríkisstjórn, sem vanhæf er með öllu til þess að stuðla að eðlilegri og sjálfsagðri uppbygginu innviða og orkuframleiðslu. Kosti það stjórnarslit að leysa þennan vanda, þá er það gjaldið fyrir lausn hans. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun