Skoðun

Jólahefðir..... Fyrir hvern?

Anna Claessen skrifar

Það er svo gaman um jólin..... eða hvað?

Ljósin, samverustundin, baksturinn, gjafirnar, jólaþorpin, skautar, snjór

eða peningaáhyggjur, stress, hávaði, grátur, kvíðahnútur, kuldi.

„Svona eru jólin“ sönglar þú og andvarpar

Jóladagatöl

Jólasveinar

Jólahlaðborð

Jólatónleikar

Jólaböll

Jólaþorp

Jóla hitt og þetta.....

Ertu að gera það fyrir þig eða þau?

Ég þurfti að stoppa mig. Ég var ekki að kenna né gigga svo langaði að fara með krakkana í heiðmörk, í hafnarfjörð og kópavog að hitta jólasveina. Já sæll.

Er ég betri manneskja ef ég geri þetta?

Setja aukastress...fyrir hvað?

vilja þau þetta.... eða þú?

Langar þig þetta í raun ...eða bara fyrir myndina á instagram til að sýna hinum?

Barnið mitt er 2 ára. Hann mun ekki muna eftir þessu.

Nenni ég í alvöru að vera út í kuldanum og hafa hann grenjandi.

Fyrir hvað?

Hver er raunverulega þörfin mín?

Búa til minningar?

Ég fór að baka heima, og við föndruðum saman. Allir sáttir. Í hitanum. í kósý.

Þetta þarf ekki að vera flókið.

Þarf desember að vera svona erfiður?

Nei við gerum hann erfiðan

Þarftu að fara á alla jólaviðburðina, jólahlaðborð, jólahittinga, kaupa jólagjafir fyrir svona marga? Þarftu að elda? Baka? Eða geturðu auðveldað þetta?

Keypt tilbúið deig og leyft öllum að skreyta?

Eldað með fjölskyldunni eða keypt tilbúið?

Valið einn viðburð sem hentar öllum? (svo mátt þú fara á annað ef þú vilt)

Leyfa ömmum/öfum eða skyldmennum að taka krakkana þar sem þú vilt ekki fara.

Það fíla ekki allir jólaskemmtanir.

Ljósin, hávaðinn og áreitið fara ekki vel í alla.

Hvað geturðu gert í staðinn?

Hvað myndu börnin njóta meira?

Hvað mynduð þið njóta meira?

Búum til góðar minningar saman.

Finnum hvað hentar okkur.

Þarftu að taka upp pakkana eftir matinn?

Nei...getur byrjað fyrr eða haft hann 25.

Þarftu að taka upp eitt á dag í jóladagatalinu? Nei.

Spurðu þig.....Þarftu þess í alvöru?

Fyrir hvern?

Fyrir hvað?

Hverju ertu að fórna?

Hvað ertu að fá?

Hver er raunveruleg þörf?

Er ekki betri leið að uppfylla hana.

Jólin eru okkar. Búum til gleðileg jól.

Höfundur er einkaþjálfari, kulnunarmarkþjálfi, danskennari og skemmtikraftur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×