Körfubolti

B-liðið gaf leikinn og Kefla­vík fer í átta liða úr­slit: „Enginn sjarmi yfir þessu“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Keflvíkingar eru komnir í átta liða úrslit VÍS-bikars kvenna án þess að spila leik í 16-liða úrslitum.
Keflvíkingar eru komnir í átta liða úrslit VÍS-bikars kvenna án þess að spila leik í 16-liða úrslitum. Vísir/Hulda Margrét

Tvö lið eru komin í átta liða úrslit VÍS-bikars kvenna í körfubolta án þess að spila leik í 16-liða úrslitum.

A- og B-lið Keflavíkur áttu að mætast í 16-liða úrslitum VÍS-Bikars kvenna klukkan 14:00 í dag. Félagið sendi hins vegar frá sér tilkynningu í fær þar sem fram kom að B-liðið hafi ákveðið að gefa leikinn og því fær aðalliðið sæti í átta liða úrslitum án þess að spila í 16-liða úrslitum.

„Af óviðráðanlegum orsökum þá var ákveðið að láta ekki verða af leik Keflavík B og Keflavík A í VÍS bikarnum sem fyrirhugað var að spila á morgun laugardag kl. 14:00,“ segir í tilkynningu Keflvíkinga.

„Niðurstaðan var því að Keflavík B gaf leikinn og Keflavík því komið áfram í 8 liða úrslit. Engin sjarmi yfir þessu en margvíslegar ástæður sem stjórn og þjálfarar tóku í sameiningu sem leiða til þessarar niðurstöðu.“

Þá greinir Karfan.is frá því að ÍR-ingar hafi ákveðið að gefa leik sinn gegn Grindavík í 16-liða úrslitum sem átti að fara fram klukkan 14:00 í dag. Grindvíkingar eru því komnir í átta liða úrslit ásamt Keflvíkingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×