Lífið

Selena Gomez sögð í sam­bandi með vini Justin Bieber

Bjarki Sigurðsson skrifar
Selena Gomez er ein vinsælasta söng- og leikkona heims.
Selena Gomez er ein vinsælasta söng- og leikkona heims. Getty/Kevin Winter

Söng- og leikkonan Selena Gomez er sögð hafa staðfest samband sitt við tónlistarmanninn Benny Blanco á samfélagsmiðlum í vikunni. Blanco er góður vinur fyrrverandi kærasta Gomez, Justin Bieber, og hafa þeir nokkrum sinnum gert tónlist saman. 

Page Six greinir frá því að Gomez hafi birt ummæli við færslu á Instagram þar sem aðdáendur hennar velta fyrir sér hvort hún sé komin í samband. Undir færsluna skrifaði hún „facts“ eða „staðreyndir“. Þá „like-aði“ hún færslu frá slúðursíðu sem sló því upp að hún væri mögulega í sambandi með Blanco. 

Gomez birti fleiri ummæli þar sem hún virtist staðfesta samband sitt og Blanco áður en hún birti mynd af sér og manni sem er sagður vera Blanco en það sést einungis í hluta andlits hans. 

Skjáskot af færslunni sem Gomez birti í gær.

Blanco og Gomez unnu saman að laginu I Can't Get Enough árið 2021 og hafa verið náin síðan þá. Hann hefur framleitt marga af helstu slögurum heims, til að mynda Eastside með Halsey og Khalid og Lonely með Justin Bieber. Þá hefur hann komið að gerð enn fleiri laga, eins og Diamonds með Rihönnu og California Gurls með Katy Perry. 

Blanco er góður vinur Justin Bieber sem er fyrrverandi kærasti Gomez. Þau byrjuðu fyrst saman árið 2010 og áttu eftir að vera sundur og saman næstu átta árin áður en Bieber giftist eiginkonu sinni, Haily Baldwin.

Benny Blanco er einn vinsælasti tónlistarframleiðandi heims. Getty/Matt Winkelmeyer

Fleiri fréttir

Sjá meira


×