Vill að Grindavíkurliðin spili sína heimaleiki inn í Grindavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2023 10:31 Grindvíkingar skemmtu sér saman í Smáranum í fyrstu heimaleikjum liðanna en nú væri auðvitað best að komst aftur heim til Grindavíkur. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn fyrir tæpum mánuði síðan vegna jarðhræringa undir bænum. Bærinn nánast rifnaði í sundur og kvikugangurinn lá undir bænum. Það var því ljóst að körfuboltalið bæjarins voru ekkert að fara spila sína heimaleiki í Grindavík. Grindvíkingar fengu aðstöðu í Smáranum og bæði karla- og kvennalið félagsins hefur spilað heimaleiki sína þar síðan. Nú hefur ástandið skánað mikið í Grindavík og þótt að fólkið sé ekki flutt heim þá eru fyrirtækin farin að opna dyrnar aftur og það er aftur líf í bænum. Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, er Grindvíkingur og hún vildi koma einu á framfæri í þættinum í gær. „Pældu í því hvað það væri skemmtileg ef við myndum bara spila inn í Grindavík. Nú eru allir byrjaðir að vinna þarna og öll fyrirtæki eru byrjuð. Bláa lónið er að fara opna,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Ég er á því að Grindavík eigi bara að spila sína leiki inn í Grindavík. Ég sé bara engan mun á þessu,“ sagði Ingibjörg. Klippa: Körfuboltakvöld: Ingibjörg vill að Grindavíkurliðin spili heima í Grindavík „Íþróttahúsið er heilt,“ skaut Hörður Unnsteinsson inn í. „Ef KKÍ myndi bara vinna með Grindavík. Segjum bara að þeir taki bara laugardaga og sunnudaga. Það er opið þarna frá sjö til fimm og spilum bara klukkan tvö og fimm sitt hvorn daginn. Sköpum bara einhverjar nýjar breyttar hefðir í breyttu umhverfi,“ sagði Ingibjörg af mikill ástríðu. „Þetta væri ofboðslega gaman. Það mæta allir og massa stemmning. Búin til þvílíkan heimavöll, allir í börger á undan. Ég held að þetta yrði bara fullt hús af fólki og allir grilla og eitthvað. Ég fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta,“ sagði Ingibjörg. „Við þurfum að fara með þetta til almannavarna og vita hvað þeir segja,“ sagði Hörður. Það má sjá þau ræða þetta hér fyrir ofan. Ingibjörg lék sjálf á sínum tíma 177 deildarleiki með Grindavík og er stoðsendingahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins í efstu deild. Hún er einnig sjöunda leikjahæst og níunda stigahæst hjá Grindavík. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Bærinn nánast rifnaði í sundur og kvikugangurinn lá undir bænum. Það var því ljóst að körfuboltalið bæjarins voru ekkert að fara spila sína heimaleiki í Grindavík. Grindvíkingar fengu aðstöðu í Smáranum og bæði karla- og kvennalið félagsins hefur spilað heimaleiki sína þar síðan. Nú hefur ástandið skánað mikið í Grindavík og þótt að fólkið sé ekki flutt heim þá eru fyrirtækin farin að opna dyrnar aftur og það er aftur líf í bænum. Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, er Grindvíkingur og hún vildi koma einu á framfæri í þættinum í gær. „Pældu í því hvað það væri skemmtileg ef við myndum bara spila inn í Grindavík. Nú eru allir byrjaðir að vinna þarna og öll fyrirtæki eru byrjuð. Bláa lónið er að fara opna,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Ég er á því að Grindavík eigi bara að spila sína leiki inn í Grindavík. Ég sé bara engan mun á þessu,“ sagði Ingibjörg. Klippa: Körfuboltakvöld: Ingibjörg vill að Grindavíkurliðin spili heima í Grindavík „Íþróttahúsið er heilt,“ skaut Hörður Unnsteinsson inn í. „Ef KKÍ myndi bara vinna með Grindavík. Segjum bara að þeir taki bara laugardaga og sunnudaga. Það er opið þarna frá sjö til fimm og spilum bara klukkan tvö og fimm sitt hvorn daginn. Sköpum bara einhverjar nýjar breyttar hefðir í breyttu umhverfi,“ sagði Ingibjörg af mikill ástríðu. „Þetta væri ofboðslega gaman. Það mæta allir og massa stemmning. Búin til þvílíkan heimavöll, allir í börger á undan. Ég held að þetta yrði bara fullt hús af fólki og allir grilla og eitthvað. Ég fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta,“ sagði Ingibjörg. „Við þurfum að fara með þetta til almannavarna og vita hvað þeir segja,“ sagði Hörður. Það má sjá þau ræða þetta hér fyrir ofan. Ingibjörg lék sjálf á sínum tíma 177 deildarleiki með Grindavík og er stoðsendingahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins í efstu deild. Hún er einnig sjöunda leikjahæst og níunda stigahæst hjá Grindavík.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira