Af hverju háir skattar og rándýr framtíðarstrætó? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 6. desember 2023 07:30 Ég tek gjarnan á móti ungmennum sem vilja heimsækja vinnustaðinn minn, Alþingi. Þessar heimsóknir eru hreinlega með því skemmtilegra sem ég geri. Nýlega tókum við kollegi minn á móti ungmennaráði. Ungmennaráð eru frábær vettvangur fyrir ungt fólk til að hafa áhrif á samfélagið. Samtalið við ungmennin var venju samkvæmt líflegt og hressandi og spurningarnar sem þau beindu til okkar að þessu sinni voru sérstaklega góðar og beinskeyttar. Af hverju borgum við svona háa skatta? Af hverju er ekki hægt að lækka skatta og fara bara betur með peninginn? Af hverju þurfum við að borga skatta en megum svo ekki kjósa? Hvað getur Alþingi gert í leikskólamálum? Og af hverju er verið að eyða peningum í rándýran strætó í framtíðinni í stað þess að bæta strætó núna og gera hann bara gjaldfrjálsan? Ungt fólk hefur oft skýra hugsun og viðhorf og kemur með fersk sjónarmið að borðinu. Ungt fólk sættir sig líka síður við loðin svör og útúrsnúninga – það vill skýr svör við skýrum spurningum. Við borgum alltof háa skatta og ættum að fara betur með peninginn sem við heimtum af skattgreiðendum. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn lækkað skatta og beitt sér fyrir skynsamlegri forgangsröðun almannafjár þótt alltaf megi þar gera betur. Við ættum að treysta ungu fólki betur og fólk getur tekið þátt í prófkjörum á vegum Sjálfstæðisflokksins frá 15 ára aldri. Alþingi hefur nýlega lengt rétt foreldra til fæðingarorlofs. En sum sveitarfélög mættu gera betur þegar kemur að dagvistunarmálum. Ég hef m.a. tekið þau mál upp í þinginu. Mér er það síðan óskiljanlegt hvers vegna við ætlum að eyða peningum í rándýran strætó í framtíðinni í stað þess að bæta kerfið sem við höfum nú þegar og sárafáir nota, en það er svo efni í lengri pistil en þennan. Ungir sjálfstæðismenn hafa lengi barist fyrir því að kosningaaldur verði lækkaður og slík frumvörp eru lögð reglulega fram á Alþingi. Ég hef nú lagt fram frumvarp með annarri nálgun, sem sé um að einstaklingar byrji ekki að greiða tekjuskatt af launatekjum fyrr en við 18 ára aldur. Við bindum kosningarétt við þann aldur og þar með tækifærið til þess að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru, svo sem í skattamálum. Af hverju eiga ungmenni annars að þurfa borga skatta, en ekki kjósa? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skattar og tollar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Ég tek gjarnan á móti ungmennum sem vilja heimsækja vinnustaðinn minn, Alþingi. Þessar heimsóknir eru hreinlega með því skemmtilegra sem ég geri. Nýlega tókum við kollegi minn á móti ungmennaráði. Ungmennaráð eru frábær vettvangur fyrir ungt fólk til að hafa áhrif á samfélagið. Samtalið við ungmennin var venju samkvæmt líflegt og hressandi og spurningarnar sem þau beindu til okkar að þessu sinni voru sérstaklega góðar og beinskeyttar. Af hverju borgum við svona háa skatta? Af hverju er ekki hægt að lækka skatta og fara bara betur með peninginn? Af hverju þurfum við að borga skatta en megum svo ekki kjósa? Hvað getur Alþingi gert í leikskólamálum? Og af hverju er verið að eyða peningum í rándýran strætó í framtíðinni í stað þess að bæta strætó núna og gera hann bara gjaldfrjálsan? Ungt fólk hefur oft skýra hugsun og viðhorf og kemur með fersk sjónarmið að borðinu. Ungt fólk sættir sig líka síður við loðin svör og útúrsnúninga – það vill skýr svör við skýrum spurningum. Við borgum alltof háa skatta og ættum að fara betur með peninginn sem við heimtum af skattgreiðendum. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn lækkað skatta og beitt sér fyrir skynsamlegri forgangsröðun almannafjár þótt alltaf megi þar gera betur. Við ættum að treysta ungu fólki betur og fólk getur tekið þátt í prófkjörum á vegum Sjálfstæðisflokksins frá 15 ára aldri. Alþingi hefur nýlega lengt rétt foreldra til fæðingarorlofs. En sum sveitarfélög mættu gera betur þegar kemur að dagvistunarmálum. Ég hef m.a. tekið þau mál upp í þinginu. Mér er það síðan óskiljanlegt hvers vegna við ætlum að eyða peningum í rándýran strætó í framtíðinni í stað þess að bæta kerfið sem við höfum nú þegar og sárafáir nota, en það er svo efni í lengri pistil en þennan. Ungir sjálfstæðismenn hafa lengi barist fyrir því að kosningaaldur verði lækkaður og slík frumvörp eru lögð reglulega fram á Alþingi. Ég hef nú lagt fram frumvarp með annarri nálgun, sem sé um að einstaklingar byrji ekki að greiða tekjuskatt af launatekjum fyrr en við 18 ára aldur. Við bindum kosningarétt við þann aldur og þar með tækifærið til þess að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru, svo sem í skattamálum. Af hverju eiga ungmenni annars að þurfa borga skatta, en ekki kjósa? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun