Ógn og öryggi í Vesturbæ Halla Helgadóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir og Auður Karítas Ásgeirsdóttir skrifa 5. desember 2023 11:00 Íbúar á Íslandi og í Reykjavík búa við þau miklu, en alls ekki sjálfsögðu, lífsgæði að hér ríkir öryggi, traust, jafnræði, frelsi og ekki síst sakleysi. Þessi gæði eru mikill auður sem við verðum öll að standa vörð um. Bandaríska sendiráðið hefur sótt um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í miklar breytingar á húsi við Sólvallagötu 14 sem fjöldi íbúa í Vesturbæ og víðar í borginni hafa áhyggjur af. Íbúar draga í efa að starfsemin sem fara á fram í húsinu flokkist undir heimilisrekstur í ljósi umfangs og eðlis þeirra öryggisvarna sem fyrirhugaðar eru. Breytingarnar sem sótt er um munu hafa óafturkræf áhrif á hverfisanda, öryggi, traust og jafnræði, auk þess sem þær munu vega að friðhelgi einkalífs nágranna, verði þær samþykktar. Kjarni málsins er að starfsemin sem fara á fram í húsinu fellur alls ekki að friðsælu og þéttbýlu íbúðahverfi. Bandaríska sendiráðið telur þörf á miklum og áberandi öryggisvörnum til að verjast aðsteðjandi vá. Það er í sjálfu sér ógn við aðra íbúa, hverfið allt og fullgild rök til að leyfa alls ekki breytingarnar: Aðstaða fyrir varðmenn við húsið. Sólarhringsviðvera varðmanna á lóð hússins, sem kunna að verða vopnaðir. Hvíldaraðstaða fyrir varðmenn í aukahæð sem byggja á ofan á bílskúr á lóðinni. Framkvæmd sem hefur slæmt fordæmisgildi og yrði aldrei leyfð öðrum íbúum. Hátt öryggisstálgrindverk í kring um lóðina sem mun breyta varanlega ásýnd og anda hverfisins. Yfirgnæfandi líkur á að öryggiskröfur sendiráðsins kalli síðar á frekari mannvirki og öryggisvörslu. Greinilegt er af fyrirhuguðum öryggisviðbúnaði að talið er að sendiherra og bústaðnum sé ógnað á þessum stað, sem er í þéttri, friðsælli íbúðabyggð. Þess vegna er eðlilegast að Reykjavíkurborg aðstoði fulltrúa sendiráðsins við að finna farsæla lausn, sem tryggir sendiherranum öryggi, án þess að skerða öryggi og lífsgæði annarra. Miðað við þessar kröfur til öryggisviðbúnaðar verður það best gert með því að finna stað þar sem almennir borgarar verða hvorki fyrir ónæði né ógn af starfsemi í bústað sendiherrans. Það var íbúum hverfisins ákveðinn léttir að umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um fyrirhugaðar breytingar á húsi og lóð mælir gegn því að heimila byggingu vakthúss fremst á lóð Sólvallagötu 14, enda fjarstæðukennd framkvæmd í íbúðahverfi. En það veldur vonbrigðum að umsögnin er ekki afgerandi gagnvart heildaráhrifum breytinganna. Ekkert mat er lagt á þá ógn og ónæði sem af starfsemi sendiherrabústaðarins getur stafað né alvarleg áhrif á öryggi íbúa, almennra borgara og hverfisanda. Það vekur ugg að ekki sé horft á alvarleika málsins í heild og að skipulagsfulltrúi borgarinnar virðist ekki skoða heildstætt áhrif þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á lóðinni sem tengjast öryggisvörnum. Áformaðar breytingar á húsi og lóð vegna sendiherrabústaðarins eru bæði það umfangsmiklar og þess eðlis að meta þarf hvort starfsemi sem kallar á þennan viðbúnað falli yfir höfuð að íbúðabyggð. Húsið er mjög áberandi og inni í miðju hverfinu þar sem garðurinn snýr fram í götuna og allar breytingar verða mjög sýnilegar. Hverfið er friðsælt íbúðahverfi, þar sem fólk býr mun þéttar en virðist við fyrstu sýn, fjöldi barna er á ferð og úti að leika sér og fjölskyldur telja sig fullkomlega öruggar. Landakotsskóli er steinsnar frá húsinu með hátt í 400 nemendur á aldrinum 5-16 ára af öllum þjóðernum. Hússtjórnarskólinn er við hliðina á húsinu og hjúkrunarheimilið Grund með um 200 íbúa rétt hjá. Verslunin Kjötborg er skammt frá og dregur að sér fólk víða að, oft einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Landakotsspítali er handan túnsins og Landakotskirkja er fjölsótt af fjölþjóðlegum hópi. Það er því fjölmennur og fjölbreyttur hópur fólks sem heldur til og leggur leið sína um hverfið. Reykjavík er friðsæl borg og ásýnd hennar í samræmi við það. Borgaryfirvöld verða að gæta hagsmuna borgarbúa og standa vörð um öryggi þeirra, traust og sakleysi. Fulltrúar íbúa hverfisins, Halla HelgadóttirSigríður MagnúsdóttirÁsdís Hlökk TheodórsdóttirAuður Karítas Ásgeirsdóttir Þann 30. nóvember síðastliðinn var tölvupóstur þessa efnis sendur á alla borgarfulltrúa og embættismenn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar auk Íbúaráðs Vesturbæjar, en um 80 íbúar úr hverfinu skrifuðu undir bréfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Sendiráð á Íslandi Skipulag Reykjavík Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Íbúar á Íslandi og í Reykjavík búa við þau miklu, en alls ekki sjálfsögðu, lífsgæði að hér ríkir öryggi, traust, jafnræði, frelsi og ekki síst sakleysi. Þessi gæði eru mikill auður sem við verðum öll að standa vörð um. Bandaríska sendiráðið hefur sótt um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í miklar breytingar á húsi við Sólvallagötu 14 sem fjöldi íbúa í Vesturbæ og víðar í borginni hafa áhyggjur af. Íbúar draga í efa að starfsemin sem fara á fram í húsinu flokkist undir heimilisrekstur í ljósi umfangs og eðlis þeirra öryggisvarna sem fyrirhugaðar eru. Breytingarnar sem sótt er um munu hafa óafturkræf áhrif á hverfisanda, öryggi, traust og jafnræði, auk þess sem þær munu vega að friðhelgi einkalífs nágranna, verði þær samþykktar. Kjarni málsins er að starfsemin sem fara á fram í húsinu fellur alls ekki að friðsælu og þéttbýlu íbúðahverfi. Bandaríska sendiráðið telur þörf á miklum og áberandi öryggisvörnum til að verjast aðsteðjandi vá. Það er í sjálfu sér ógn við aðra íbúa, hverfið allt og fullgild rök til að leyfa alls ekki breytingarnar: Aðstaða fyrir varðmenn við húsið. Sólarhringsviðvera varðmanna á lóð hússins, sem kunna að verða vopnaðir. Hvíldaraðstaða fyrir varðmenn í aukahæð sem byggja á ofan á bílskúr á lóðinni. Framkvæmd sem hefur slæmt fordæmisgildi og yrði aldrei leyfð öðrum íbúum. Hátt öryggisstálgrindverk í kring um lóðina sem mun breyta varanlega ásýnd og anda hverfisins. Yfirgnæfandi líkur á að öryggiskröfur sendiráðsins kalli síðar á frekari mannvirki og öryggisvörslu. Greinilegt er af fyrirhuguðum öryggisviðbúnaði að talið er að sendiherra og bústaðnum sé ógnað á þessum stað, sem er í þéttri, friðsælli íbúðabyggð. Þess vegna er eðlilegast að Reykjavíkurborg aðstoði fulltrúa sendiráðsins við að finna farsæla lausn, sem tryggir sendiherranum öryggi, án þess að skerða öryggi og lífsgæði annarra. Miðað við þessar kröfur til öryggisviðbúnaðar verður það best gert með því að finna stað þar sem almennir borgarar verða hvorki fyrir ónæði né ógn af starfsemi í bústað sendiherrans. Það var íbúum hverfisins ákveðinn léttir að umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um fyrirhugaðar breytingar á húsi og lóð mælir gegn því að heimila byggingu vakthúss fremst á lóð Sólvallagötu 14, enda fjarstæðukennd framkvæmd í íbúðahverfi. En það veldur vonbrigðum að umsögnin er ekki afgerandi gagnvart heildaráhrifum breytinganna. Ekkert mat er lagt á þá ógn og ónæði sem af starfsemi sendiherrabústaðarins getur stafað né alvarleg áhrif á öryggi íbúa, almennra borgara og hverfisanda. Það vekur ugg að ekki sé horft á alvarleika málsins í heild og að skipulagsfulltrúi borgarinnar virðist ekki skoða heildstætt áhrif þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á lóðinni sem tengjast öryggisvörnum. Áformaðar breytingar á húsi og lóð vegna sendiherrabústaðarins eru bæði það umfangsmiklar og þess eðlis að meta þarf hvort starfsemi sem kallar á þennan viðbúnað falli yfir höfuð að íbúðabyggð. Húsið er mjög áberandi og inni í miðju hverfinu þar sem garðurinn snýr fram í götuna og allar breytingar verða mjög sýnilegar. Hverfið er friðsælt íbúðahverfi, þar sem fólk býr mun þéttar en virðist við fyrstu sýn, fjöldi barna er á ferð og úti að leika sér og fjölskyldur telja sig fullkomlega öruggar. Landakotsskóli er steinsnar frá húsinu með hátt í 400 nemendur á aldrinum 5-16 ára af öllum þjóðernum. Hússtjórnarskólinn er við hliðina á húsinu og hjúkrunarheimilið Grund með um 200 íbúa rétt hjá. Verslunin Kjötborg er skammt frá og dregur að sér fólk víða að, oft einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Landakotsspítali er handan túnsins og Landakotskirkja er fjölsótt af fjölþjóðlegum hópi. Það er því fjölmennur og fjölbreyttur hópur fólks sem heldur til og leggur leið sína um hverfið. Reykjavík er friðsæl borg og ásýnd hennar í samræmi við það. Borgaryfirvöld verða að gæta hagsmuna borgarbúa og standa vörð um öryggi þeirra, traust og sakleysi. Fulltrúar íbúa hverfisins, Halla HelgadóttirSigríður MagnúsdóttirÁsdís Hlökk TheodórsdóttirAuður Karítas Ásgeirsdóttir Þann 30. nóvember síðastliðinn var tölvupóstur þessa efnis sendur á alla borgarfulltrúa og embættismenn umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar auk Íbúaráðs Vesturbæjar, en um 80 íbúar úr hverfinu skrifuðu undir bréfið.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun