Körfubolti

„Rosa­lega vont að sitja hérna og hrauna yfir hann með 42 fram­lag­s­punkta“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Remy Martin í leik með Keflavík.
Remy Martin í leik með Keflavík. Vísir/Bára Dröfn

Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var Remy Martin, leikmaður Keflavíkur, til umræðu. Hann skoraði 36 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum á Breiðabliki.

„Eftir að hann kom til baka úr meiðslunum er annar glampi í augunum á honum. Finnst hann leggja sig meira fram í vörninni, er ekki að segja að hann sé frábær varnarmaður. Eins og hann sé búinn að átta sig á deildinni, meiri harka en menn venjast í háskólaboltanum eða er leyfð í öðrum deildum,“ sagði Ómar Sævarsson, annar af sérfræðingum þáttarins.

Magnús Þór Gunnarsson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, er ekki alveg á sama máli. Hann vill sjá Remy gefa boltann oftar.

„Það standa fjórir og horfa á, hann er með Snorra á sér en gefðu boltann og fáðu hann síðan aftur. Þegar það eru 10 sekúndur eftir máttu gera þetta. Það er rosalega vont að sitja hérna og hrauna yfir hann með 42 framlagspunkta en ég vill sjá hann gefa meira.“

„Í síðustu tveimur leikjum finnst mér hann vera búa til opnari skot fyrir alla. Finnst hann eiga að gefa boltann frekar.“

Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Magnús Þór: Rosalega vont að sitja hérna og hrauna yfir hann með 42 framlagspunkta



Fleiri fréttir

Sjá meira


×