Hnefarétturinn Sigurður Örn Hilmarsson skrifar 1. desember 2023 12:01 Í morgun voru sagðar fréttir af því að hópur fólks hefði safnast saman við fangelsið á Hólmsheiði og ætlaði að sögn að koma í veg fyrir flutning konu til Noregs „með öllum tiltækum ráðum.“ Þetta tengist forsjárdeilu tveggja einstaklinga sem hefur verið mikið í fréttum undanfarna mánuði. Þessi grein er ekki um deiluna sjálfa enda þekki ég ekki málavexti og ætla ekki að kveða upp neina dóma hvað málið varðar. Þess þarf heldur ekki. Nokkur fjöldi dóma hafa þegar verið kveðnir upp. Ekki af dómstóli götunnar, heldur áfrýjunardómstólum í Noregi og Íslandi. Þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða dómstólanna um að faðir barnanna skuli fara með forsjá þeirra, þýðir það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. Við sem samfélag höfum sett okkur sáttmála. Stjórnarskráin geymir grundvallarreglur okkar, lýðræðislega kjörið Alþingi setur lögin, dómstólar leysa úr ágreiningi um réttindi og skyldur borgaranna og framkvæmdarvaldinu er svo falið að framfylgja niðurstöðum þeirra. Ríkisvaldið hefur einkarétt á valdbeitingu á grundvelli laga og dóma. Á þetta er minnt ekki eingöngu í dómum Hæstaréttar Íslands heldur líka í húsnæði réttarins. Margsinnis hef ég litið glerlistaverk Leifs Breiðfjörð í aðaldómsal Hæstaréttar. Verkið er holl áminning til allra sem í þingsalinn koma, jafnt dómara, málflytjenda og málsaðila. Þar gefur að finna tilvitnanir úr Jónsbók um skyldur dómara og eið málflytjenda, sem og þessi orð Njáls Þorgeirssonar: „Eigi er það sættar rof, að hver hafi lög við annan, því að með lögum skal land vort byggja en með ólögum eyða.” Telji einhver brotið á réttindum sínum er ávallt hægt að leita laganna leiða, en hnefarétturinn getur ekki ráðið för. Við útkljáum deilur okkur fyrir dómstólum, en ekki á vegslóða við Hólmsheiði. Höfundur er formaður Lögmannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Í morgun voru sagðar fréttir af því að hópur fólks hefði safnast saman við fangelsið á Hólmsheiði og ætlaði að sögn að koma í veg fyrir flutning konu til Noregs „með öllum tiltækum ráðum.“ Þetta tengist forsjárdeilu tveggja einstaklinga sem hefur verið mikið í fréttum undanfarna mánuði. Þessi grein er ekki um deiluna sjálfa enda þekki ég ekki málavexti og ætla ekki að kveða upp neina dóma hvað málið varðar. Þess þarf heldur ekki. Nokkur fjöldi dóma hafa þegar verið kveðnir upp. Ekki af dómstóli götunnar, heldur áfrýjunardómstólum í Noregi og Íslandi. Þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða dómstólanna um að faðir barnanna skuli fara með forsjá þeirra, þýðir það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. Við sem samfélag höfum sett okkur sáttmála. Stjórnarskráin geymir grundvallarreglur okkar, lýðræðislega kjörið Alþingi setur lögin, dómstólar leysa úr ágreiningi um réttindi og skyldur borgaranna og framkvæmdarvaldinu er svo falið að framfylgja niðurstöðum þeirra. Ríkisvaldið hefur einkarétt á valdbeitingu á grundvelli laga og dóma. Á þetta er minnt ekki eingöngu í dómum Hæstaréttar Íslands heldur líka í húsnæði réttarins. Margsinnis hef ég litið glerlistaverk Leifs Breiðfjörð í aðaldómsal Hæstaréttar. Verkið er holl áminning til allra sem í þingsalinn koma, jafnt dómara, málflytjenda og málsaðila. Þar gefur að finna tilvitnanir úr Jónsbók um skyldur dómara og eið málflytjenda, sem og þessi orð Njáls Þorgeirssonar: „Eigi er það sættar rof, að hver hafi lög við annan, því að með lögum skal land vort byggja en með ólögum eyða.” Telji einhver brotið á réttindum sínum er ávallt hægt að leita laganna leiða, en hnefarétturinn getur ekki ráðið för. Við útkljáum deilur okkur fyrir dómstólum, en ekki á vegslóða við Hólmsheiði. Höfundur er formaður Lögmannafélags Íslands.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun