Hált á svellinu Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2023 13:00 Ágæt vinkona mín kom eitt sinn til mín grafalvarleg í bragði og sagðist eiga við vandamál að stríða; hún væri með ofnæmi fyrir áfengi. Mér varð orðavant en hún hélt áfram án þess að bíða eftir viðbrögðum mínum og bætti við: Ég verð full af því. Líklega hafa flestir slíkt áfengisofnæmi og ein af afleiðingum þess er að fólki verður hált á svellinu í tangó sínum við hinn viðsjálverða guð Bakkos. Síkt kom fyrir einn af okkar ágætu þingmönnum fyrir nokkrum dögum síðan og er það ekki í fyrsta sinn sem slíkt kemur fyrir fulltrúa á löggjafarsamkomunni og áreiðanlega ekki í það síðasta. Þingmaðurinn baðst afsökunar á framkomu sinni við dyraverði og eigendur skemmtistaðarins og er ekki annað vitað en því hafi verið ljúfmannlega tekið. Nú skildi maður halda að málið væri úr sögunni en, nei takk. Málinu var haldið vakandi af þeim hópi manna sem ausa úr rotþró sálu sinna á svokölluðu Moggabloggi og fór þar fremstur í flokki kennari í Garðabæ sem hlotið hefur dóm fyrir meiðyrði. Ekki þarf að fjölyrða um það sem þessi söfnuðu lét frá sér fara um málið en segja má að þar hafi sumt verið leiðinlegt en annað óþraft svo vitnað sé til Nobelskáldsins. Ritstjóri Morgunblaðsins tekur svo málið upp á sína arma í leiðara dagsins og fer mikinn. Nú er það svo að ritstjórinn er kominn nokkuð við aldur og má vera að hann sé farinn að gleyma en þegar undirritaður las pistilinn rifjaðist upp fyrir honum atburður sem varð á Keflavíkurflugvelli þegar landslið Íslendinga í bridge kom heim, eftir að hafa gert garðinn frægan erlendis, og hafði meðferðis kristalskál mikla sem kölluð var Bermúdaskálin. Ritstjórinn, sem þá var í öðru starfi og valdameira, fór mikinn á Vellinum og bað menn um að drekka Bermúdaskál. Þessum viðburði var sjónvarpað. Ekki fannst öllum framkoma ritstjórans af þessu tilefni viðeigandi og höfðu orð á því. Ritstjóranum datt hins vegar ekki hug að biðjast afsökunar, af þessu tilefni frekar en öðrum, og sagðist hafa verið veikur. Af því tilefni varð þessi limra til og fór víða. Líf mitt er fjölmiðlaleikur.Langoftast stend ég þó keikur.Samt þó mér bráer ég sá mig á skjáalveg blind, ösku, þreifandi veikur. Höfundur er á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Píratar Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæt vinkona mín kom eitt sinn til mín grafalvarleg í bragði og sagðist eiga við vandamál að stríða; hún væri með ofnæmi fyrir áfengi. Mér varð orðavant en hún hélt áfram án þess að bíða eftir viðbrögðum mínum og bætti við: Ég verð full af því. Líklega hafa flestir slíkt áfengisofnæmi og ein af afleiðingum þess er að fólki verður hált á svellinu í tangó sínum við hinn viðsjálverða guð Bakkos. Síkt kom fyrir einn af okkar ágætu þingmönnum fyrir nokkrum dögum síðan og er það ekki í fyrsta sinn sem slíkt kemur fyrir fulltrúa á löggjafarsamkomunni og áreiðanlega ekki í það síðasta. Þingmaðurinn baðst afsökunar á framkomu sinni við dyraverði og eigendur skemmtistaðarins og er ekki annað vitað en því hafi verið ljúfmannlega tekið. Nú skildi maður halda að málið væri úr sögunni en, nei takk. Málinu var haldið vakandi af þeim hópi manna sem ausa úr rotþró sálu sinna á svokölluðu Moggabloggi og fór þar fremstur í flokki kennari í Garðabæ sem hlotið hefur dóm fyrir meiðyrði. Ekki þarf að fjölyrða um það sem þessi söfnuðu lét frá sér fara um málið en segja má að þar hafi sumt verið leiðinlegt en annað óþraft svo vitnað sé til Nobelskáldsins. Ritstjóri Morgunblaðsins tekur svo málið upp á sína arma í leiðara dagsins og fer mikinn. Nú er það svo að ritstjórinn er kominn nokkuð við aldur og má vera að hann sé farinn að gleyma en þegar undirritaður las pistilinn rifjaðist upp fyrir honum atburður sem varð á Keflavíkurflugvelli þegar landslið Íslendinga í bridge kom heim, eftir að hafa gert garðinn frægan erlendis, og hafði meðferðis kristalskál mikla sem kölluð var Bermúdaskálin. Ritstjórinn, sem þá var í öðru starfi og valdameira, fór mikinn á Vellinum og bað menn um að drekka Bermúdaskál. Þessum viðburði var sjónvarpað. Ekki fannst öllum framkoma ritstjórans af þessu tilefni viðeigandi og höfðu orð á því. Ritstjóranum datt hins vegar ekki hug að biðjast afsökunar, af þessu tilefni frekar en öðrum, og sagðist hafa verið veikur. Af því tilefni varð þessi limra til og fór víða. Líf mitt er fjölmiðlaleikur.Langoftast stend ég þó keikur.Samt þó mér bráer ég sá mig á skjáalveg blind, ösku, þreifandi veikur. Höfundur er á eftirlaunum.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun