Ný og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar 30. nóvember 2023 08:31 Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á morgun, föstudaginn 1. desember. Dagurinn markar einnig önnur tónlistartengd tímamót því á morgun fær Tónlistarmiðstöð Íslands afhent framtíðarheimili sitt við Austurstræti 5, í miðborg Reykjavíkur. Um áramót tekur Tónlistarmiðstöðin svo formlega til starfa en þar sameinast m.a. starfsemi Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og Tónverkamiðtöðvar Íslands. Með stofnun Tónlistarmiðstöðvar er stigið stórt skref í átt að því að veita listgreininni aukið vægi auk þess að hámarka framgang og sýnileika íslenskrar tónlistar, innan lands sem utan. Tónlistarmiðstöðin mun sinna fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistartengd fyrirtæki, styðja við uppbyggingu tónlistariðnaðarins, kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk á heimsvísu og verða nútímaleg nótnaveita fyrir notendur íslenskra tónverka. Tónlistarmiðstöð mun jafnframt styðja við uppbyggingu sprotafyrirtækja í tónlist og hlúa að ferlum listafólks. Sérstök áherslaverður verður lögð á að tryggja fjölbreytni og grósku og að starfsumhverfið verði í senn nútímalegt og hvetjandi fyrir íslenskt tónlistarlíf, en hér er um að ræða atvinnugrein sem þúsundir starfa við. Frá því um sl. aldamót, er undirritaður hóf þátttöku í félagsstarfi og hagsmunabaráttu á vettvangi tónlistarinnar, hefur verið barist fyrir því að stofnun sem þessi yrði að veruleika. Það var sá öflugi núverandi Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir sem ákvað að stíga þetta þýðingarmikla skref og sl. vor voru lög um Tónlistarmiðstöð samþykkt og samningur um stofnun hennar undirritaður í ágúst sl. með samhljóma stuðningi ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Jafnframt var þá undirbúin og samþykkt ný tónlistarstefna sem nú hefur tekið gildi. Tónlistarmiðstöð er stofnuð með það að markmiði að verða einn af helstu hornsteinum íslensks tónlistarlífs. Á árunum 2023-2025 er ráðgert að samtals 600 milljónir renni af fjárlögum til stofnunar Tónlistarmiðstöðvar og til eflingar sjóða tónlistarlífsins. Tónlistarmiðstöð er sjálfseignarstofnun sem rekin er á einkaréttarlegum grunni með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð og starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá sem stjórn setur og staðfestir. Á morgun stígum við inn í nýja og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar, listgreinar sem borið hefur hefur hróður Íslands um víða veröld undanfarna áratugi. Vert er að óska íslensku tónlistarþjóðinni hjartanlega til hamingju með daginn! Höfundur er stjórnarformaður Tónlistarmiðstöðvar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson Mest lesið Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Halldór 08.02.2025 Halldór Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á morgun, föstudaginn 1. desember. Dagurinn markar einnig önnur tónlistartengd tímamót því á morgun fær Tónlistarmiðstöð Íslands afhent framtíðarheimili sitt við Austurstræti 5, í miðborg Reykjavíkur. Um áramót tekur Tónlistarmiðstöðin svo formlega til starfa en þar sameinast m.a. starfsemi Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og Tónverkamiðtöðvar Íslands. Með stofnun Tónlistarmiðstöðvar er stigið stórt skref í átt að því að veita listgreininni aukið vægi auk þess að hámarka framgang og sýnileika íslenskrar tónlistar, innan lands sem utan. Tónlistarmiðstöðin mun sinna fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistartengd fyrirtæki, styðja við uppbyggingu tónlistariðnaðarins, kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk á heimsvísu og verða nútímaleg nótnaveita fyrir notendur íslenskra tónverka. Tónlistarmiðstöð mun jafnframt styðja við uppbyggingu sprotafyrirtækja í tónlist og hlúa að ferlum listafólks. Sérstök áherslaverður verður lögð á að tryggja fjölbreytni og grósku og að starfsumhverfið verði í senn nútímalegt og hvetjandi fyrir íslenskt tónlistarlíf, en hér er um að ræða atvinnugrein sem þúsundir starfa við. Frá því um sl. aldamót, er undirritaður hóf þátttöku í félagsstarfi og hagsmunabaráttu á vettvangi tónlistarinnar, hefur verið barist fyrir því að stofnun sem þessi yrði að veruleika. Það var sá öflugi núverandi Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir sem ákvað að stíga þetta þýðingarmikla skref og sl. vor voru lög um Tónlistarmiðstöð samþykkt og samningur um stofnun hennar undirritaður í ágúst sl. með samhljóma stuðningi ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Jafnframt var þá undirbúin og samþykkt ný tónlistarstefna sem nú hefur tekið gildi. Tónlistarmiðstöð er stofnuð með það að markmiði að verða einn af helstu hornsteinum íslensks tónlistarlífs. Á árunum 2023-2025 er ráðgert að samtals 600 milljónir renni af fjárlögum til stofnunar Tónlistarmiðstöðvar og til eflingar sjóða tónlistarlífsins. Tónlistarmiðstöð er sjálfseignarstofnun sem rekin er á einkaréttarlegum grunni með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð og starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá sem stjórn setur og staðfestir. Á morgun stígum við inn í nýja og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar, listgreinar sem borið hefur hefur hróður Íslands um víða veröld undanfarna áratugi. Vert er að óska íslensku tónlistarþjóðinni hjartanlega til hamingju með daginn! Höfundur er stjórnarformaður Tónlistarmiðstöðvar Íslands.
Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson Skoðun
Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir Skoðun
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson Skoðun
Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir Skoðun
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun