Ný og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar 30. nóvember 2023 08:31 Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á morgun, föstudaginn 1. desember. Dagurinn markar einnig önnur tónlistartengd tímamót því á morgun fær Tónlistarmiðstöð Íslands afhent framtíðarheimili sitt við Austurstræti 5, í miðborg Reykjavíkur. Um áramót tekur Tónlistarmiðstöðin svo formlega til starfa en þar sameinast m.a. starfsemi Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og Tónverkamiðtöðvar Íslands. Með stofnun Tónlistarmiðstöðvar er stigið stórt skref í átt að því að veita listgreininni aukið vægi auk þess að hámarka framgang og sýnileika íslenskrar tónlistar, innan lands sem utan. Tónlistarmiðstöðin mun sinna fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistartengd fyrirtæki, styðja við uppbyggingu tónlistariðnaðarins, kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk á heimsvísu og verða nútímaleg nótnaveita fyrir notendur íslenskra tónverka. Tónlistarmiðstöð mun jafnframt styðja við uppbyggingu sprotafyrirtækja í tónlist og hlúa að ferlum listafólks. Sérstök áherslaverður verður lögð á að tryggja fjölbreytni og grósku og að starfsumhverfið verði í senn nútímalegt og hvetjandi fyrir íslenskt tónlistarlíf, en hér er um að ræða atvinnugrein sem þúsundir starfa við. Frá því um sl. aldamót, er undirritaður hóf þátttöku í félagsstarfi og hagsmunabaráttu á vettvangi tónlistarinnar, hefur verið barist fyrir því að stofnun sem þessi yrði að veruleika. Það var sá öflugi núverandi Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir sem ákvað að stíga þetta þýðingarmikla skref og sl. vor voru lög um Tónlistarmiðstöð samþykkt og samningur um stofnun hennar undirritaður í ágúst sl. með samhljóma stuðningi ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Jafnframt var þá undirbúin og samþykkt ný tónlistarstefna sem nú hefur tekið gildi. Tónlistarmiðstöð er stofnuð með það að markmiði að verða einn af helstu hornsteinum íslensks tónlistarlífs. Á árunum 2023-2025 er ráðgert að samtals 600 milljónir renni af fjárlögum til stofnunar Tónlistarmiðstöðvar og til eflingar sjóða tónlistarlífsins. Tónlistarmiðstöð er sjálfseignarstofnun sem rekin er á einkaréttarlegum grunni með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð og starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá sem stjórn setur og staðfestir. Á morgun stígum við inn í nýja og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar, listgreinar sem borið hefur hefur hróður Íslands um víða veröld undanfarna áratugi. Vert er að óska íslensku tónlistarþjóðinni hjartanlega til hamingju með daginn! Höfundur er stjórnarformaður Tónlistarmiðstöðvar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Dagur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur á morgun, föstudaginn 1. desember. Dagurinn markar einnig önnur tónlistartengd tímamót því á morgun fær Tónlistarmiðstöð Íslands afhent framtíðarheimili sitt við Austurstræti 5, í miðborg Reykjavíkur. Um áramót tekur Tónlistarmiðstöðin svo formlega til starfa en þar sameinast m.a. starfsemi Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og Tónverkamiðtöðvar Íslands. Með stofnun Tónlistarmiðstöðvar er stigið stórt skref í átt að því að veita listgreininni aukið vægi auk þess að hámarka framgang og sýnileika íslenskrar tónlistar, innan lands sem utan. Tónlistarmiðstöðin mun sinna fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistartengd fyrirtæki, styðja við uppbyggingu tónlistariðnaðarins, kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk á heimsvísu og verða nútímaleg nótnaveita fyrir notendur íslenskra tónverka. Tónlistarmiðstöð mun jafnframt styðja við uppbyggingu sprotafyrirtækja í tónlist og hlúa að ferlum listafólks. Sérstök áherslaverður verður lögð á að tryggja fjölbreytni og grósku og að starfsumhverfið verði í senn nútímalegt og hvetjandi fyrir íslenskt tónlistarlíf, en hér er um að ræða atvinnugrein sem þúsundir starfa við. Frá því um sl. aldamót, er undirritaður hóf þátttöku í félagsstarfi og hagsmunabaráttu á vettvangi tónlistarinnar, hefur verið barist fyrir því að stofnun sem þessi yrði að veruleika. Það var sá öflugi núverandi Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir sem ákvað að stíga þetta þýðingarmikla skref og sl. vor voru lög um Tónlistarmiðstöð samþykkt og samningur um stofnun hennar undirritaður í ágúst sl. með samhljóma stuðningi ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Jafnframt var þá undirbúin og samþykkt ný tónlistarstefna sem nú hefur tekið gildi. Tónlistarmiðstöð er stofnuð með það að markmiði að verða einn af helstu hornsteinum íslensks tónlistarlífs. Á árunum 2023-2025 er ráðgert að samtals 600 milljónir renni af fjárlögum til stofnunar Tónlistarmiðstöðvar og til eflingar sjóða tónlistarlífsins. Tónlistarmiðstöð er sjálfseignarstofnun sem rekin er á einkaréttarlegum grunni með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð og starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá sem stjórn setur og staðfestir. Á morgun stígum við inn í nýja og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar, listgreinar sem borið hefur hefur hróður Íslands um víða veröld undanfarna áratugi. Vert er að óska íslensku tónlistarþjóðinni hjartanlega til hamingju með daginn! Höfundur er stjórnarformaður Tónlistarmiðstöðvar Íslands.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar