Leikdagur í Stafangri: Fer leikplanið út um gluggann? Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2023 08:31 Flestir leikmenn íslenska hópsins spila á stórmóti í fyrsta sinn í dag. Vísir/Diego Ísland leikur í dag sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta í tólf ár. Slóvenía er andstæðingurinn og mætast liðin klukkan 17:00 í Stafangri í Noregi. Leikmenn liðsins eru spenntir fyrir verkefninu, og eðlilega. Þetta er stærsta svið sem flestir þeirra hafa spilað á en aðeins tveir leikmenn, þær Þórey Rósa Stefánsdóttir og Sunna Jónsdóttir, hafa áður leikið á stórmóti. Arnar Pétursson mun jafnframt stýra liði á stórmóti í fyrsta sinn og er ánægður með undirbúning liðsins fyrir komandi verkefni. Bæði hann og leikmenn sammælast um að þátttaka í stóru æfingamóti á við Posten Cup í aðdragandanum hafi verkað vel til að hrista mesta skrekkinn úr leikmönnum. Óljóst er hvaða kröfur maður á gera til liðsins, enda ekki spilað á þessu stigi áður. Leikirnir á æfingamótinu töpuðust en þar skipta úrslit auðvitað minna máli en þegar komið er á heimsmeistaramót. Arnar hefur lagt áherslu á vegferðina sem liðið er á, og hafa sannarlega framfaraskref verið tekin síðustu misseri. Að sama skapi er stórt skref að mæta á HM í fyrsta sinn, og má ekki gleymast að Ísland er þar sem boðslið og er í neðsta styrkleikaflokki. Arnar þarf að feta ákveðinn veg að tempra væntingar leikmanna liðsins en á sama tíma gera kröfur. Leikplanið breytt? Í dag hefur þjálfarateymið þó eflaust mestar áhyggjur af því hvort undirbúningur liðsins fyrir þennan sérstaka leik hafi verið með leikmann í huga sem alls ekki verður með. Spurningamerki hafa verið sett við þátttöku Önu Gros, eins besta leikmanns heims og fyrirliða Slóveníu, en fyrir æfingu liðsins í keppnishöllinni í gær kvaðst Arnar þess fullviss að hún tæki þátt og vegna meiðsla í leikstjórnendastöðu slóvenska liðsins myndi sóknarleikur liðsins jafnvel snúast enn meira um Gros. Samkvæmt frétt Peter Zalokar fyrir Slovenske Novice í gær kom Gros hins vegar ekki með liðinu til Stafangurs. Meðan 16 leikmenn flugu norður á bóginn hafi hún farið til Belgrað til frekari rannsókna og endurhæfingar vegna meiðsla í læri sem plagað hafa hana undanfarið. Í fréttinni segir að jafnvel megi ekki gera ráð fyrir Gros fyrr en í leik Slóveníu við Angóla á laugardaginn, 1. desember. Í fyrradag greindi slóvenska handknattleikssambandið frá því á heimasíðu sinni að Gros hefði enn ekki jafnað sig á meiðslunum og færi milli sérfræðinga víða um Evrópu í leit að mein bóta sinna. Hvort að Gros verði svo með í leiknum kemur í ljós síðar í dag þegar Dragan Adzic, þjálfari Slóveníu, tilkynnir hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi. Adzic er afar fær þjálfari og tók þá ákvörðun, ef til vill vegna meiðslavandræðanna, að fara með slóvenska liðið í æfingabúðir síðustu vikuna í stað þess að spila æfingaleiki. „Stelpurnar bíða í ofvæni eftir því að stíga út á völlinn, vegna þess að við spiluðum ekkert í aðdragandanum. Ég held að við séum vel undirbúnar fyrir leikinn við Ísland og svo munum við spila betur leik frá leik eftir því sem líður á keppnina,“ er haft eftir Adzic á vef slóvenska sambandsins í morgun. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 og verður lýst beint á Vísi og gerð góð skil. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Leikmenn liðsins eru spenntir fyrir verkefninu, og eðlilega. Þetta er stærsta svið sem flestir þeirra hafa spilað á en aðeins tveir leikmenn, þær Þórey Rósa Stefánsdóttir og Sunna Jónsdóttir, hafa áður leikið á stórmóti. Arnar Pétursson mun jafnframt stýra liði á stórmóti í fyrsta sinn og er ánægður með undirbúning liðsins fyrir komandi verkefni. Bæði hann og leikmenn sammælast um að þátttaka í stóru æfingamóti á við Posten Cup í aðdragandanum hafi verkað vel til að hrista mesta skrekkinn úr leikmönnum. Óljóst er hvaða kröfur maður á gera til liðsins, enda ekki spilað á þessu stigi áður. Leikirnir á æfingamótinu töpuðust en þar skipta úrslit auðvitað minna máli en þegar komið er á heimsmeistaramót. Arnar hefur lagt áherslu á vegferðina sem liðið er á, og hafa sannarlega framfaraskref verið tekin síðustu misseri. Að sama skapi er stórt skref að mæta á HM í fyrsta sinn, og má ekki gleymast að Ísland er þar sem boðslið og er í neðsta styrkleikaflokki. Arnar þarf að feta ákveðinn veg að tempra væntingar leikmanna liðsins en á sama tíma gera kröfur. Leikplanið breytt? Í dag hefur þjálfarateymið þó eflaust mestar áhyggjur af því hvort undirbúningur liðsins fyrir þennan sérstaka leik hafi verið með leikmann í huga sem alls ekki verður með. Spurningamerki hafa verið sett við þátttöku Önu Gros, eins besta leikmanns heims og fyrirliða Slóveníu, en fyrir æfingu liðsins í keppnishöllinni í gær kvaðst Arnar þess fullviss að hún tæki þátt og vegna meiðsla í leikstjórnendastöðu slóvenska liðsins myndi sóknarleikur liðsins jafnvel snúast enn meira um Gros. Samkvæmt frétt Peter Zalokar fyrir Slovenske Novice í gær kom Gros hins vegar ekki með liðinu til Stafangurs. Meðan 16 leikmenn flugu norður á bóginn hafi hún farið til Belgrað til frekari rannsókna og endurhæfingar vegna meiðsla í læri sem plagað hafa hana undanfarið. Í fréttinni segir að jafnvel megi ekki gera ráð fyrir Gros fyrr en í leik Slóveníu við Angóla á laugardaginn, 1. desember. Í fyrradag greindi slóvenska handknattleikssambandið frá því á heimasíðu sinni að Gros hefði enn ekki jafnað sig á meiðslunum og færi milli sérfræðinga víða um Evrópu í leit að mein bóta sinna. Hvort að Gros verði svo með í leiknum kemur í ljós síðar í dag þegar Dragan Adzic, þjálfari Slóveníu, tilkynnir hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi. Adzic er afar fær þjálfari og tók þá ákvörðun, ef til vill vegna meiðslavandræðanna, að fara með slóvenska liðið í æfingabúðir síðustu vikuna í stað þess að spila æfingaleiki. „Stelpurnar bíða í ofvæni eftir því að stíga út á völlinn, vegna þess að við spiluðum ekkert í aðdragandanum. Ég held að við séum vel undirbúnar fyrir leikinn við Ísland og svo munum við spila betur leik frá leik eftir því sem líður á keppnina,“ er haft eftir Adzic á vef slóvenska sambandsins í morgun. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 og verður lýst beint á Vísi og gerð góð skil.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira