Útskúfunarsinfónían Nökkvi Dan Elliðason skrifar 29. nóvember 2023 14:31 Við lifum í heimi sem stjórnast sífellt meira á stafrænum leikvangi. Á þessum áður óþekkta leikvangi hefur forvitnilegt fyrirbæri verið í aðalhlutverki – bergmálshellar. Þessir stafrænu og veraldlegu bergmálshellar mynda liðsheild skoðanasystkina. Í hellunum syngja skoðanasystkini söngva samþykkis og réttlætis. Þeir einir fá aðgöngumiða í bergmálshelli sem eru tilbúnir til að afsala sér sjálfstæðum skoðunum. Engum einstaklingi er hleypt inn í bergmálshelli nema hann syngi sömu falsettu og bergmálshellirinn dæmir hinn eina sanna tón. Þeir sem aðra tóna syngja eru fordæmdir og samstundis vísað á brott. Uppgangur popúlisma á 21. öldinni hefur lagt til hljómsveitarstjóra í hvern bergmálshelli. Hljómsveitarstjórarnir skipuleggja hver sína útskúfunarsinfóníu. Auðvitað í þágu „almúgans“. Grunnstefið eru orðin „við“ og „þau“ sem ýtir ósjálfrátt undir sambandsrof við „þau“ sem þora að hafa sjálfstæða skoðun. Það er þó ekki nóg að syngja sjálfur hina réttu falsettu. Að auki þarf að vera tilbúinn til að styðja algera fordæmingu á öðrum tónum. Vogi sér einhver að nota annan tón skal honum vísað út, og hann jaðarsettur. Fari svo ólíklega að einhver geri athugasemd við það er honum að sjálfsögðu einnig vísað út. Þegar útilokun og einhæfni í skoðunum verður dyggð, eitrar það brunn gagnrýnnar hugsunar. Upplýsingar um rétta og ranga hegðun og skoðun blómstra í bergmálshellum og hylja okkur í myrkri fáfræðinnar, þar sem speki fjölbreyttra radda er óheyrður. Í þessum dularfulla dansi þátttöku og útilokunar stöndum við frammi fyrir vali. Við getum kosið að taka þátt í þessum ljótu útskúfunarsinfóníum eða ákveðið að syngja okkar eigin tón. Það er aðeins með því að brjóta í sundur veggi bergmálshellana sem við getum raunverulega fundið svörin sem við leitum af. Því innan ringulreiðarinnar sem fylgir ólíkum skoðunum gætum við fundið samhljóminn og uppljómunina sem við leitum í örvæntingu eftir. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við lifum í heimi sem stjórnast sífellt meira á stafrænum leikvangi. Á þessum áður óþekkta leikvangi hefur forvitnilegt fyrirbæri verið í aðalhlutverki – bergmálshellar. Þessir stafrænu og veraldlegu bergmálshellar mynda liðsheild skoðanasystkina. Í hellunum syngja skoðanasystkini söngva samþykkis og réttlætis. Þeir einir fá aðgöngumiða í bergmálshelli sem eru tilbúnir til að afsala sér sjálfstæðum skoðunum. Engum einstaklingi er hleypt inn í bergmálshelli nema hann syngi sömu falsettu og bergmálshellirinn dæmir hinn eina sanna tón. Þeir sem aðra tóna syngja eru fordæmdir og samstundis vísað á brott. Uppgangur popúlisma á 21. öldinni hefur lagt til hljómsveitarstjóra í hvern bergmálshelli. Hljómsveitarstjórarnir skipuleggja hver sína útskúfunarsinfóníu. Auðvitað í þágu „almúgans“. Grunnstefið eru orðin „við“ og „þau“ sem ýtir ósjálfrátt undir sambandsrof við „þau“ sem þora að hafa sjálfstæða skoðun. Það er þó ekki nóg að syngja sjálfur hina réttu falsettu. Að auki þarf að vera tilbúinn til að styðja algera fordæmingu á öðrum tónum. Vogi sér einhver að nota annan tón skal honum vísað út, og hann jaðarsettur. Fari svo ólíklega að einhver geri athugasemd við það er honum að sjálfsögðu einnig vísað út. Þegar útilokun og einhæfni í skoðunum verður dyggð, eitrar það brunn gagnrýnnar hugsunar. Upplýsingar um rétta og ranga hegðun og skoðun blómstra í bergmálshellum og hylja okkur í myrkri fáfræðinnar, þar sem speki fjölbreyttra radda er óheyrður. Í þessum dularfulla dansi þátttöku og útilokunar stöndum við frammi fyrir vali. Við getum kosið að taka þátt í þessum ljótu útskúfunarsinfóníum eða ákveðið að syngja okkar eigin tón. Það er aðeins með því að brjóta í sundur veggi bergmálshellana sem við getum raunverulega fundið svörin sem við leitum af. Því innan ringulreiðarinnar sem fylgir ólíkum skoðunum gætum við fundið samhljóminn og uppljómunina sem við leitum í örvæntingu eftir. Höfundur er stærðfræðingur.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun