Útskúfunarsinfónían Nökkvi Dan Elliðason skrifar 29. nóvember 2023 14:31 Við lifum í heimi sem stjórnast sífellt meira á stafrænum leikvangi. Á þessum áður óþekkta leikvangi hefur forvitnilegt fyrirbæri verið í aðalhlutverki – bergmálshellar. Þessir stafrænu og veraldlegu bergmálshellar mynda liðsheild skoðanasystkina. Í hellunum syngja skoðanasystkini söngva samþykkis og réttlætis. Þeir einir fá aðgöngumiða í bergmálshelli sem eru tilbúnir til að afsala sér sjálfstæðum skoðunum. Engum einstaklingi er hleypt inn í bergmálshelli nema hann syngi sömu falsettu og bergmálshellirinn dæmir hinn eina sanna tón. Þeir sem aðra tóna syngja eru fordæmdir og samstundis vísað á brott. Uppgangur popúlisma á 21. öldinni hefur lagt til hljómsveitarstjóra í hvern bergmálshelli. Hljómsveitarstjórarnir skipuleggja hver sína útskúfunarsinfóníu. Auðvitað í þágu „almúgans“. Grunnstefið eru orðin „við“ og „þau“ sem ýtir ósjálfrátt undir sambandsrof við „þau“ sem þora að hafa sjálfstæða skoðun. Það er þó ekki nóg að syngja sjálfur hina réttu falsettu. Að auki þarf að vera tilbúinn til að styðja algera fordæmingu á öðrum tónum. Vogi sér einhver að nota annan tón skal honum vísað út, og hann jaðarsettur. Fari svo ólíklega að einhver geri athugasemd við það er honum að sjálfsögðu einnig vísað út. Þegar útilokun og einhæfni í skoðunum verður dyggð, eitrar það brunn gagnrýnnar hugsunar. Upplýsingar um rétta og ranga hegðun og skoðun blómstra í bergmálshellum og hylja okkur í myrkri fáfræðinnar, þar sem speki fjölbreyttra radda er óheyrður. Í þessum dularfulla dansi þátttöku og útilokunar stöndum við frammi fyrir vali. Við getum kosið að taka þátt í þessum ljótu útskúfunarsinfóníum eða ákveðið að syngja okkar eigin tón. Það er aðeins með því að brjóta í sundur veggi bergmálshellana sem við getum raunverulega fundið svörin sem við leitum af. Því innan ringulreiðarinnar sem fylgir ólíkum skoðunum gætum við fundið samhljóminn og uppljómunina sem við leitum í örvæntingu eftir. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Við lifum í heimi sem stjórnast sífellt meira á stafrænum leikvangi. Á þessum áður óþekkta leikvangi hefur forvitnilegt fyrirbæri verið í aðalhlutverki – bergmálshellar. Þessir stafrænu og veraldlegu bergmálshellar mynda liðsheild skoðanasystkina. Í hellunum syngja skoðanasystkini söngva samþykkis og réttlætis. Þeir einir fá aðgöngumiða í bergmálshelli sem eru tilbúnir til að afsala sér sjálfstæðum skoðunum. Engum einstaklingi er hleypt inn í bergmálshelli nema hann syngi sömu falsettu og bergmálshellirinn dæmir hinn eina sanna tón. Þeir sem aðra tóna syngja eru fordæmdir og samstundis vísað á brott. Uppgangur popúlisma á 21. öldinni hefur lagt til hljómsveitarstjóra í hvern bergmálshelli. Hljómsveitarstjórarnir skipuleggja hver sína útskúfunarsinfóníu. Auðvitað í þágu „almúgans“. Grunnstefið eru orðin „við“ og „þau“ sem ýtir ósjálfrátt undir sambandsrof við „þau“ sem þora að hafa sjálfstæða skoðun. Það er þó ekki nóg að syngja sjálfur hina réttu falsettu. Að auki þarf að vera tilbúinn til að styðja algera fordæmingu á öðrum tónum. Vogi sér einhver að nota annan tón skal honum vísað út, og hann jaðarsettur. Fari svo ólíklega að einhver geri athugasemd við það er honum að sjálfsögðu einnig vísað út. Þegar útilokun og einhæfni í skoðunum verður dyggð, eitrar það brunn gagnrýnnar hugsunar. Upplýsingar um rétta og ranga hegðun og skoðun blómstra í bergmálshellum og hylja okkur í myrkri fáfræðinnar, þar sem speki fjölbreyttra radda er óheyrður. Í þessum dularfulla dansi þátttöku og útilokunar stöndum við frammi fyrir vali. Við getum kosið að taka þátt í þessum ljótu útskúfunarsinfóníum eða ákveðið að syngja okkar eigin tón. Það er aðeins með því að brjóta í sundur veggi bergmálshellana sem við getum raunverulega fundið svörin sem við leitum af. Því innan ringulreiðarinnar sem fylgir ólíkum skoðunum gætum við fundið samhljóminn og uppljómunina sem við leitum í örvæntingu eftir. Höfundur er stærðfræðingur.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun