Lítum ekki undan Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 25. nóvember 2023 14:00 Þegar ég var barn og las um helförina velti ég því margoft fyrir mér hvernig fólk gat leyft því að gerast að annað fólk, góðhjartað og velviljað og saklaust, væri myrt með köldu blóði. Ég gat ekki með nokkru móti skilið hvernig það gat gerst. Ætli börnin á Gaza hugsi ekki það sama núna? Af hverju reynir enginn að bjarga okkur? Við missum smátt og smátt næmni fyrir hryllingi heimsins. Þetta er varnarviðbragð, leið til að lifa af. Mannréttindi fólksins sem býr á Gaza hafa nú verið brotin svo oft og svo hræðilega og svo opinberlega að við getum varla horft lengur. En við megum ekki líta undan. Ég hélt sem barn að fólkið sem leit undan hlyti að vera vont fólk. Ég veit núna að það var fólk sem búið var að sannfæra um að líf eins hóps væri ekki jafn mikils virði og þeirra. Tilfinningin fyrir réttu og röngu getur beyglast þegar okkur er talin trú um að samkennd sé flókin. Staðreyndin er sú að góðhjartað og velviljað fólk leyfði fjöldamorð með aðgerðarleysi sínu. Ef morð á saklausu fólki í Ísrael hreyfa meira við okkur en morð á saklausu fólki í Palestínu, þá þýðir það einfaldlega að afmennskunaráróður ísraelskra stjórnvalda undanfarinna áratuga hefur borið árangur. Fólkið á Gaza býr nú um lífvana líkama barna sinna í fjöldagröfum og vestræn ríki gera ekki neitt. Þetta er ekki flókið. Ísraelsher er að murka lífið úr saklausu fólki. Ef við lítum undan og gerum ekkert erum við samsek. Slit á stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael er það sem við getum gert núna. Við verðum að gera það, svo börnin okkar þurfi ekki að velta því fyrir sér af hverju við gerðum ekkert þegar þjóðarmorð var framið. Höfundur er verkefnastjóri og bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var barn og las um helförina velti ég því margoft fyrir mér hvernig fólk gat leyft því að gerast að annað fólk, góðhjartað og velviljað og saklaust, væri myrt með köldu blóði. Ég gat ekki með nokkru móti skilið hvernig það gat gerst. Ætli börnin á Gaza hugsi ekki það sama núna? Af hverju reynir enginn að bjarga okkur? Við missum smátt og smátt næmni fyrir hryllingi heimsins. Þetta er varnarviðbragð, leið til að lifa af. Mannréttindi fólksins sem býr á Gaza hafa nú verið brotin svo oft og svo hræðilega og svo opinberlega að við getum varla horft lengur. En við megum ekki líta undan. Ég hélt sem barn að fólkið sem leit undan hlyti að vera vont fólk. Ég veit núna að það var fólk sem búið var að sannfæra um að líf eins hóps væri ekki jafn mikils virði og þeirra. Tilfinningin fyrir réttu og röngu getur beyglast þegar okkur er talin trú um að samkennd sé flókin. Staðreyndin er sú að góðhjartað og velviljað fólk leyfði fjöldamorð með aðgerðarleysi sínu. Ef morð á saklausu fólki í Ísrael hreyfa meira við okkur en morð á saklausu fólki í Palestínu, þá þýðir það einfaldlega að afmennskunaráróður ísraelskra stjórnvalda undanfarinna áratuga hefur borið árangur. Fólkið á Gaza býr nú um lífvana líkama barna sinna í fjöldagröfum og vestræn ríki gera ekki neitt. Þetta er ekki flókið. Ísraelsher er að murka lífið úr saklausu fólki. Ef við lítum undan og gerum ekkert erum við samsek. Slit á stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael er það sem við getum gert núna. Við verðum að gera það, svo börnin okkar þurfi ekki að velta því fyrir sér af hverju við gerðum ekkert þegar þjóðarmorð var framið. Höfundur er verkefnastjóri og bæjarfulltrúi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar