Brúin verður byggð í Árborg Bragi Bjarnason skrifar 24. nóvember 2023 08:01 Það er ekkert nýtt í umræðunni að bæjarstjórn Árborgar standi í erfiðu verkefni við að endurskipuleggja rekstur okkar góða sveitarfélags. Slíkt fær þó á sig aðra mynd þessa dagana þegar við horfum á aðstæður nágranna okkar í Grindavík. Ég hef fulla trú á að við leysum okkar verkefni hér í Árborg en það hljómar léttvægt miðað við þá óvissu sem íbúar Grindavíkur búa við. Aðdáunarvert er að sjá samhug og stuðning Íslendinga í þeim efnum og hefur Sveitarfélagið Árborg, líkt og önnur sveitarfélög, boðið fram alla þá aðstoð sem við getum veitt. Af verkefnum bæjaryfirvalda í Árborg ber hæst þessa dagana gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og gengur það starf vel. Fyrri umræða fer fram í bæjarstjórn miðvikudaginn 29. nóvember. Mig langar að tæpa á því helsta hvað varðar forsendur fjárhagsáætlunar, stöðuna í dag og hverju hefur verið áorkað fram að þessu í fjármálum sveitarfélagsins. Forsendurnar óbreyttar Forsendur endurskipulagningar og hagræðingar í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar eru í grunninn þær sömu og ný bæjarstjórn stóð frammi fyrir í upphafi kjörtímabilsins um mitt ár 2022. Á mynd 1 má sjá heildarniðurstöðu rekstrar sveitarfélagins fyrir A og B hluta frá árinu 2016 og þróunina sem verður samhliða örum íbúavexti, miklum framkvæmdum og auknum útgjöldum. Staða sem veldur því hvernig við höfum þurft að bregðast við. Hallarekstur og mikil skuldsetning eru aldrei af hinu góða og ytri efnahagsaðstæður með verðbólgu og háa vexti gera stöðuna enn erfiðari. Sveitarfélagið hefur enda lítið svigrúm þegar eigið fé bæjarsjóðs er orðið neikvætt, skuldaviðmið komið yfir 150 prósent og heildarskuldir aukist um 16 milljarða, eða yfir 55 prósent á fáeinum árum, líkt og sjá má á mynd 2. Sem dæmi hafa lífeyrisskuldbindingar aukist um 1 milljarð króna, eitt þúsund milljónir! Mynd 1 Mynd 2 Hvað hefur verið gert? Bæjarstjórn Árborgar hefur frá upphafi kjörtímabils um mitt árið 2022 brugðist við erfiðri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins með góðri samvinnu kjörinna fulltrúa og starfsmanna. Góð samvinna sem ég er mjög stoltur að fá að vera hluti af. Sú vinna skilaði okkur sameiginlegum lykilmarkmiðum og áætluninni “Brú til betri vegar” sem kynnt var á fjölmennum íbúafundi sl. vor og er unnið samkvæmt þeirri áætlun og hagræðing í rekstri staðið yfir frá hausti 2022. Meðal verkefna sem ráðist hefur verið í er fækkun stöðugilda og minni yfirbygging á öllum sviðum sveitarfélagsins, forgangsröðun framkvæmda, sala eigna, uppfærsla á þjónustu við íbúa og lækkun annars rekstrarkostnaðar. Hafa þær aðgerðir þegar skilað okkur tæplega tveimur milljörðum milljarði króna í hagræðingu. Bent skal á að hluti aðgerðanna felst í frestun viðhalds- og nýframkvæmda þar til betur árar, en kalla ekki á aukna skuldsetningu þegar í stað. Það er þó ekkert launungarmál að það reynir á okkur öll í þesskonar áhlaupi og þegar ytri aðstæður gera sveitarfélaginu erfitt fyrir að fá lánsfé til að klára fjárfestingar í grunnþjónustu við íbúa. Það er og hefur alls ekki verið sjálfsagt að fá lán undanfarið ár og hvað þá á kjörum sem geta talist hagkvæm til lengri tíma. Með útsjónarsemi og góðri vinnu hefur tekist að tryggja fjármagn til reksturs og nauðsynlegrar fjárfestingar en fyrirséð er að sveitarfélagið fari í nýtt skuldafjárútboð á nýju ári. Horfum björtum augum fram á veginn Strax má þó sjá batamerki í rekstrinum í sex og níu mánaða uppgjöri sveitarfélagsins þar sem bæjarsjóður skilar örlitlum hagnaði af grunnrekstrinum. Ýmis önnur jákvæði teikn eru á lofti. Sveitarfélaginu hefur t.d. tekist að bjóða öllum börnum í kringum 18 mánaða aldur pláss á leikskóla og er það vel. Velferðaþjónustan er nær óbreytt og frístundaþjónustan fundið nýjar leiðir með endurskipulagningu. Íþúaþróun er jákvæð og í takti við húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og útboð á byggingarétti fyrir lóðirhafa auk þess skilað mjög jákvæðri niðurstöðu sem sýnir tiltrú fjárfesta og verktaka á samfélaginu okkar. Þótt við séum ekki komin í gegnum endurskipulagningu fjárhags sveitarfélagins verður áfram haft að leiðarljósi að viðhalda sem bestri grunnþjónustu fyrir íbúa. Mörg tækifæri eru til staðar og í einhverjum tilfellum nýjar leiðir sem geta bætt þjónustuna til framtíðar. Skiljanlega verða aldrei allir á eitt sáttir við aðgerðir bæjaryfirvalda en mikilvægt er að hafa í huga að bæjarstjórn Árborgar verður að bregðast við stöðunni svo sveitarfélagið geti staðið undir þjónustunni sem því ber að veita íbúum til framtíðar. Við munum í sameiningu ná því markmiði. Liður í þeirri vegferð er fjárhagsáætlun 2024 - 2027 sem er á lokametrunum og verður kynnt í bæjarstjórn næstkomandi miðvikudag. Við megum ekki gleyma að við búum í sterku samfélagi með öflugt mannlíf, þróttmikil fyrirtæki og góða þjónustu. Leikfélög eru reist upp aftur, tónleikar og viðburðir hafa aldrei verið fleiri og ungir íþróttaiðkendur vinna glæsta sigra í hverri viku. Þetta og svo miklu meira gerir mig stoltan af því að vera hluti af því lifandi samfélagi sem Sveitarfélagið Árborg er. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er ekkert nýtt í umræðunni að bæjarstjórn Árborgar standi í erfiðu verkefni við að endurskipuleggja rekstur okkar góða sveitarfélags. Slíkt fær þó á sig aðra mynd þessa dagana þegar við horfum á aðstæður nágranna okkar í Grindavík. Ég hef fulla trú á að við leysum okkar verkefni hér í Árborg en það hljómar léttvægt miðað við þá óvissu sem íbúar Grindavíkur búa við. Aðdáunarvert er að sjá samhug og stuðning Íslendinga í þeim efnum og hefur Sveitarfélagið Árborg, líkt og önnur sveitarfélög, boðið fram alla þá aðstoð sem við getum veitt. Af verkefnum bæjaryfirvalda í Árborg ber hæst þessa dagana gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og gengur það starf vel. Fyrri umræða fer fram í bæjarstjórn miðvikudaginn 29. nóvember. Mig langar að tæpa á því helsta hvað varðar forsendur fjárhagsáætlunar, stöðuna í dag og hverju hefur verið áorkað fram að þessu í fjármálum sveitarfélagsins. Forsendurnar óbreyttar Forsendur endurskipulagningar og hagræðingar í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar eru í grunninn þær sömu og ný bæjarstjórn stóð frammi fyrir í upphafi kjörtímabilsins um mitt ár 2022. Á mynd 1 má sjá heildarniðurstöðu rekstrar sveitarfélagins fyrir A og B hluta frá árinu 2016 og þróunina sem verður samhliða örum íbúavexti, miklum framkvæmdum og auknum útgjöldum. Staða sem veldur því hvernig við höfum þurft að bregðast við. Hallarekstur og mikil skuldsetning eru aldrei af hinu góða og ytri efnahagsaðstæður með verðbólgu og háa vexti gera stöðuna enn erfiðari. Sveitarfélagið hefur enda lítið svigrúm þegar eigið fé bæjarsjóðs er orðið neikvætt, skuldaviðmið komið yfir 150 prósent og heildarskuldir aukist um 16 milljarða, eða yfir 55 prósent á fáeinum árum, líkt og sjá má á mynd 2. Sem dæmi hafa lífeyrisskuldbindingar aukist um 1 milljarð króna, eitt þúsund milljónir! Mynd 1 Mynd 2 Hvað hefur verið gert? Bæjarstjórn Árborgar hefur frá upphafi kjörtímabils um mitt árið 2022 brugðist við erfiðri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins með góðri samvinnu kjörinna fulltrúa og starfsmanna. Góð samvinna sem ég er mjög stoltur að fá að vera hluti af. Sú vinna skilaði okkur sameiginlegum lykilmarkmiðum og áætluninni “Brú til betri vegar” sem kynnt var á fjölmennum íbúafundi sl. vor og er unnið samkvæmt þeirri áætlun og hagræðing í rekstri staðið yfir frá hausti 2022. Meðal verkefna sem ráðist hefur verið í er fækkun stöðugilda og minni yfirbygging á öllum sviðum sveitarfélagsins, forgangsröðun framkvæmda, sala eigna, uppfærsla á þjónustu við íbúa og lækkun annars rekstrarkostnaðar. Hafa þær aðgerðir þegar skilað okkur tæplega tveimur milljörðum milljarði króna í hagræðingu. Bent skal á að hluti aðgerðanna felst í frestun viðhalds- og nýframkvæmda þar til betur árar, en kalla ekki á aukna skuldsetningu þegar í stað. Það er þó ekkert launungarmál að það reynir á okkur öll í þesskonar áhlaupi og þegar ytri aðstæður gera sveitarfélaginu erfitt fyrir að fá lánsfé til að klára fjárfestingar í grunnþjónustu við íbúa. Það er og hefur alls ekki verið sjálfsagt að fá lán undanfarið ár og hvað þá á kjörum sem geta talist hagkvæm til lengri tíma. Með útsjónarsemi og góðri vinnu hefur tekist að tryggja fjármagn til reksturs og nauðsynlegrar fjárfestingar en fyrirséð er að sveitarfélagið fari í nýtt skuldafjárútboð á nýju ári. Horfum björtum augum fram á veginn Strax má þó sjá batamerki í rekstrinum í sex og níu mánaða uppgjöri sveitarfélagsins þar sem bæjarsjóður skilar örlitlum hagnaði af grunnrekstrinum. Ýmis önnur jákvæði teikn eru á lofti. Sveitarfélaginu hefur t.d. tekist að bjóða öllum börnum í kringum 18 mánaða aldur pláss á leikskóla og er það vel. Velferðaþjónustan er nær óbreytt og frístundaþjónustan fundið nýjar leiðir með endurskipulagningu. Íþúaþróun er jákvæð og í takti við húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og útboð á byggingarétti fyrir lóðirhafa auk þess skilað mjög jákvæðri niðurstöðu sem sýnir tiltrú fjárfesta og verktaka á samfélaginu okkar. Þótt við séum ekki komin í gegnum endurskipulagningu fjárhags sveitarfélagins verður áfram haft að leiðarljósi að viðhalda sem bestri grunnþjónustu fyrir íbúa. Mörg tækifæri eru til staðar og í einhverjum tilfellum nýjar leiðir sem geta bætt þjónustuna til framtíðar. Skiljanlega verða aldrei allir á eitt sáttir við aðgerðir bæjaryfirvalda en mikilvægt er að hafa í huga að bæjarstjórn Árborgar verður að bregðast við stöðunni svo sveitarfélagið geti staðið undir þjónustunni sem því ber að veita íbúum til framtíðar. Við munum í sameiningu ná því markmiði. Liður í þeirri vegferð er fjárhagsáætlun 2024 - 2027 sem er á lokametrunum og verður kynnt í bæjarstjórn næstkomandi miðvikudag. Við megum ekki gleyma að við búum í sterku samfélagi með öflugt mannlíf, þróttmikil fyrirtæki og góða þjónustu. Leikfélög eru reist upp aftur, tónleikar og viðburðir hafa aldrei verið fleiri og ungir íþróttaiðkendur vinna glæsta sigra í hverri viku. Þetta og svo miklu meira gerir mig stoltan af því að vera hluti af því lifandi samfélagi sem Sveitarfélagið Árborg er. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun