Brúin verður byggð í Árborg Bragi Bjarnason skrifar 24. nóvember 2023 08:01 Það er ekkert nýtt í umræðunni að bæjarstjórn Árborgar standi í erfiðu verkefni við að endurskipuleggja rekstur okkar góða sveitarfélags. Slíkt fær þó á sig aðra mynd þessa dagana þegar við horfum á aðstæður nágranna okkar í Grindavík. Ég hef fulla trú á að við leysum okkar verkefni hér í Árborg en það hljómar léttvægt miðað við þá óvissu sem íbúar Grindavíkur búa við. Aðdáunarvert er að sjá samhug og stuðning Íslendinga í þeim efnum og hefur Sveitarfélagið Árborg, líkt og önnur sveitarfélög, boðið fram alla þá aðstoð sem við getum veitt. Af verkefnum bæjaryfirvalda í Árborg ber hæst þessa dagana gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og gengur það starf vel. Fyrri umræða fer fram í bæjarstjórn miðvikudaginn 29. nóvember. Mig langar að tæpa á því helsta hvað varðar forsendur fjárhagsáætlunar, stöðuna í dag og hverju hefur verið áorkað fram að þessu í fjármálum sveitarfélagsins. Forsendurnar óbreyttar Forsendur endurskipulagningar og hagræðingar í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar eru í grunninn þær sömu og ný bæjarstjórn stóð frammi fyrir í upphafi kjörtímabilsins um mitt ár 2022. Á mynd 1 má sjá heildarniðurstöðu rekstrar sveitarfélagins fyrir A og B hluta frá árinu 2016 og þróunina sem verður samhliða örum íbúavexti, miklum framkvæmdum og auknum útgjöldum. Staða sem veldur því hvernig við höfum þurft að bregðast við. Hallarekstur og mikil skuldsetning eru aldrei af hinu góða og ytri efnahagsaðstæður með verðbólgu og háa vexti gera stöðuna enn erfiðari. Sveitarfélagið hefur enda lítið svigrúm þegar eigið fé bæjarsjóðs er orðið neikvætt, skuldaviðmið komið yfir 150 prósent og heildarskuldir aukist um 16 milljarða, eða yfir 55 prósent á fáeinum árum, líkt og sjá má á mynd 2. Sem dæmi hafa lífeyrisskuldbindingar aukist um 1 milljarð króna, eitt þúsund milljónir! Mynd 1 Mynd 2 Hvað hefur verið gert? Bæjarstjórn Árborgar hefur frá upphafi kjörtímabils um mitt árið 2022 brugðist við erfiðri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins með góðri samvinnu kjörinna fulltrúa og starfsmanna. Góð samvinna sem ég er mjög stoltur að fá að vera hluti af. Sú vinna skilaði okkur sameiginlegum lykilmarkmiðum og áætluninni “Brú til betri vegar” sem kynnt var á fjölmennum íbúafundi sl. vor og er unnið samkvæmt þeirri áætlun og hagræðing í rekstri staðið yfir frá hausti 2022. Meðal verkefna sem ráðist hefur verið í er fækkun stöðugilda og minni yfirbygging á öllum sviðum sveitarfélagsins, forgangsröðun framkvæmda, sala eigna, uppfærsla á þjónustu við íbúa og lækkun annars rekstrarkostnaðar. Hafa þær aðgerðir þegar skilað okkur tæplega tveimur milljörðum milljarði króna í hagræðingu. Bent skal á að hluti aðgerðanna felst í frestun viðhalds- og nýframkvæmda þar til betur árar, en kalla ekki á aukna skuldsetningu þegar í stað. Það er þó ekkert launungarmál að það reynir á okkur öll í þesskonar áhlaupi og þegar ytri aðstæður gera sveitarfélaginu erfitt fyrir að fá lánsfé til að klára fjárfestingar í grunnþjónustu við íbúa. Það er og hefur alls ekki verið sjálfsagt að fá lán undanfarið ár og hvað þá á kjörum sem geta talist hagkvæm til lengri tíma. Með útsjónarsemi og góðri vinnu hefur tekist að tryggja fjármagn til reksturs og nauðsynlegrar fjárfestingar en fyrirséð er að sveitarfélagið fari í nýtt skuldafjárútboð á nýju ári. Horfum björtum augum fram á veginn Strax má þó sjá batamerki í rekstrinum í sex og níu mánaða uppgjöri sveitarfélagsins þar sem bæjarsjóður skilar örlitlum hagnaði af grunnrekstrinum. Ýmis önnur jákvæði teikn eru á lofti. Sveitarfélaginu hefur t.d. tekist að bjóða öllum börnum í kringum 18 mánaða aldur pláss á leikskóla og er það vel. Velferðaþjónustan er nær óbreytt og frístundaþjónustan fundið nýjar leiðir með endurskipulagningu. Íþúaþróun er jákvæð og í takti við húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og útboð á byggingarétti fyrir lóðirhafa auk þess skilað mjög jákvæðri niðurstöðu sem sýnir tiltrú fjárfesta og verktaka á samfélaginu okkar. Þótt við séum ekki komin í gegnum endurskipulagningu fjárhags sveitarfélagins verður áfram haft að leiðarljósi að viðhalda sem bestri grunnþjónustu fyrir íbúa. Mörg tækifæri eru til staðar og í einhverjum tilfellum nýjar leiðir sem geta bætt þjónustuna til framtíðar. Skiljanlega verða aldrei allir á eitt sáttir við aðgerðir bæjaryfirvalda en mikilvægt er að hafa í huga að bæjarstjórn Árborgar verður að bregðast við stöðunni svo sveitarfélagið geti staðið undir þjónustunni sem því ber að veita íbúum til framtíðar. Við munum í sameiningu ná því markmiði. Liður í þeirri vegferð er fjárhagsáætlun 2024 - 2027 sem er á lokametrunum og verður kynnt í bæjarstjórn næstkomandi miðvikudag. Við megum ekki gleyma að við búum í sterku samfélagi með öflugt mannlíf, þróttmikil fyrirtæki og góða þjónustu. Leikfélög eru reist upp aftur, tónleikar og viðburðir hafa aldrei verið fleiri og ungir íþróttaiðkendur vinna glæsta sigra í hverri viku. Þetta og svo miklu meira gerir mig stoltan af því að vera hluti af því lifandi samfélagi sem Sveitarfélagið Árborg er. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er ekkert nýtt í umræðunni að bæjarstjórn Árborgar standi í erfiðu verkefni við að endurskipuleggja rekstur okkar góða sveitarfélags. Slíkt fær þó á sig aðra mynd þessa dagana þegar við horfum á aðstæður nágranna okkar í Grindavík. Ég hef fulla trú á að við leysum okkar verkefni hér í Árborg en það hljómar léttvægt miðað við þá óvissu sem íbúar Grindavíkur búa við. Aðdáunarvert er að sjá samhug og stuðning Íslendinga í þeim efnum og hefur Sveitarfélagið Árborg, líkt og önnur sveitarfélög, boðið fram alla þá aðstoð sem við getum veitt. Af verkefnum bæjaryfirvalda í Árborg ber hæst þessa dagana gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og gengur það starf vel. Fyrri umræða fer fram í bæjarstjórn miðvikudaginn 29. nóvember. Mig langar að tæpa á því helsta hvað varðar forsendur fjárhagsáætlunar, stöðuna í dag og hverju hefur verið áorkað fram að þessu í fjármálum sveitarfélagsins. Forsendurnar óbreyttar Forsendur endurskipulagningar og hagræðingar í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar eru í grunninn þær sömu og ný bæjarstjórn stóð frammi fyrir í upphafi kjörtímabilsins um mitt ár 2022. Á mynd 1 má sjá heildarniðurstöðu rekstrar sveitarfélagins fyrir A og B hluta frá árinu 2016 og þróunina sem verður samhliða örum íbúavexti, miklum framkvæmdum og auknum útgjöldum. Staða sem veldur því hvernig við höfum þurft að bregðast við. Hallarekstur og mikil skuldsetning eru aldrei af hinu góða og ytri efnahagsaðstæður með verðbólgu og háa vexti gera stöðuna enn erfiðari. Sveitarfélagið hefur enda lítið svigrúm þegar eigið fé bæjarsjóðs er orðið neikvætt, skuldaviðmið komið yfir 150 prósent og heildarskuldir aukist um 16 milljarða, eða yfir 55 prósent á fáeinum árum, líkt og sjá má á mynd 2. Sem dæmi hafa lífeyrisskuldbindingar aukist um 1 milljarð króna, eitt þúsund milljónir! Mynd 1 Mynd 2 Hvað hefur verið gert? Bæjarstjórn Árborgar hefur frá upphafi kjörtímabils um mitt árið 2022 brugðist við erfiðri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins með góðri samvinnu kjörinna fulltrúa og starfsmanna. Góð samvinna sem ég er mjög stoltur að fá að vera hluti af. Sú vinna skilaði okkur sameiginlegum lykilmarkmiðum og áætluninni “Brú til betri vegar” sem kynnt var á fjölmennum íbúafundi sl. vor og er unnið samkvæmt þeirri áætlun og hagræðing í rekstri staðið yfir frá hausti 2022. Meðal verkefna sem ráðist hefur verið í er fækkun stöðugilda og minni yfirbygging á öllum sviðum sveitarfélagsins, forgangsröðun framkvæmda, sala eigna, uppfærsla á þjónustu við íbúa og lækkun annars rekstrarkostnaðar. Hafa þær aðgerðir þegar skilað okkur tæplega tveimur milljörðum milljarði króna í hagræðingu. Bent skal á að hluti aðgerðanna felst í frestun viðhalds- og nýframkvæmda þar til betur árar, en kalla ekki á aukna skuldsetningu þegar í stað. Það er þó ekkert launungarmál að það reynir á okkur öll í þesskonar áhlaupi og þegar ytri aðstæður gera sveitarfélaginu erfitt fyrir að fá lánsfé til að klára fjárfestingar í grunnþjónustu við íbúa. Það er og hefur alls ekki verið sjálfsagt að fá lán undanfarið ár og hvað þá á kjörum sem geta talist hagkvæm til lengri tíma. Með útsjónarsemi og góðri vinnu hefur tekist að tryggja fjármagn til reksturs og nauðsynlegrar fjárfestingar en fyrirséð er að sveitarfélagið fari í nýtt skuldafjárútboð á nýju ári. Horfum björtum augum fram á veginn Strax má þó sjá batamerki í rekstrinum í sex og níu mánaða uppgjöri sveitarfélagsins þar sem bæjarsjóður skilar örlitlum hagnaði af grunnrekstrinum. Ýmis önnur jákvæði teikn eru á lofti. Sveitarfélaginu hefur t.d. tekist að bjóða öllum börnum í kringum 18 mánaða aldur pláss á leikskóla og er það vel. Velferðaþjónustan er nær óbreytt og frístundaþjónustan fundið nýjar leiðir með endurskipulagningu. Íþúaþróun er jákvæð og í takti við húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og útboð á byggingarétti fyrir lóðirhafa auk þess skilað mjög jákvæðri niðurstöðu sem sýnir tiltrú fjárfesta og verktaka á samfélaginu okkar. Þótt við séum ekki komin í gegnum endurskipulagningu fjárhags sveitarfélagins verður áfram haft að leiðarljósi að viðhalda sem bestri grunnþjónustu fyrir íbúa. Mörg tækifæri eru til staðar og í einhverjum tilfellum nýjar leiðir sem geta bætt þjónustuna til framtíðar. Skiljanlega verða aldrei allir á eitt sáttir við aðgerðir bæjaryfirvalda en mikilvægt er að hafa í huga að bæjarstjórn Árborgar verður að bregðast við stöðunni svo sveitarfélagið geti staðið undir þjónustunni sem því ber að veita íbúum til framtíðar. Við munum í sameiningu ná því markmiði. Liður í þeirri vegferð er fjárhagsáætlun 2024 - 2027 sem er á lokametrunum og verður kynnt í bæjarstjórn næstkomandi miðvikudag. Við megum ekki gleyma að við búum í sterku samfélagi með öflugt mannlíf, þróttmikil fyrirtæki og góða þjónustu. Leikfélög eru reist upp aftur, tónleikar og viðburðir hafa aldrei verið fleiri og ungir íþróttaiðkendur vinna glæsta sigra í hverri viku. Þetta og svo miklu meira gerir mig stoltan af því að vera hluti af því lifandi samfélagi sem Sveitarfélagið Árborg er. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar