Um lögbann á fjölmenningu Freyr Rögnvaldsson og Snærós Sindradóttir skrifa 23. nóvember 2023 11:31 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samþykkti síðastliðinn þriðjudag lögbann á varanlega búsetu í JL húsinu. Þar hafa undanfarna mánuði búið umsækjendur um alþjóðlega vernd á vegum Reykjavíkuborgar, sem og erlendir starfsmenn verktakafyrirtækisins Eyktar sem á hluta húsnæðisins. Í frétt Morgunblaðsins um lögbannið er fullyrt að deilt hafi verið um notkun hússins og látið í það skína að nokkur fyrirtæki hafi hætt starfsemi í húsinu vegna búsetunnar og ónæðis sem af henni stendur. Reykjavíkurborg mótmælti lögbannsúrskurðinum, meðal annars vegna gríðarlegrar húsnæðiseklu á höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmrar stöðu hópsins sem í húsinu býr - en allt kom fyrir ekki. Við undirrituð, hjón með fjögur börn, höfum um sex ára skeið búið í sömu húsalengju og JL húsið. Við fullyrðum að nákvæmlega ekkert ónæði hafi hlotist af nábýlinu við þann hóp umsækjenda um alþjóðlega vernd og/eða þá erlendu verkamenn sem hafa haft búsetu í húsnæðinu. Við fögnuðum því þegar tómar hæðir JL hússins fengu nýtt hlutverk í sumarbyrjun og þá sérstaklega að þar fengi inni hópur sem á ekki í önnur hús að venda. Fámennur hópur venesúelskra karla sást reglulega á vappi um hverfið í leit að flöskum og dósum til að drýgja þær smánarlegu tekjur sem þeir fengu á meðan umsóknir þeirra lágu óhreyfðar í skúffu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Í viðtali við Heimildina í júní síðastliðnum, greindu mennirnir frá því að þeir vinni sér inn 2.500 til 3.000 krónur á dag með dósa- og flöskusöfnuninni og sendi þá peninga til fjölskyldna sinna í Venesúela sem líði þar skort. Við hjón höfðum frumkvæði að því, í þrígang, að gefa þeim þær skilagjaldsumbúðir sem við áttum til að aðstoða þá í þeirri söfnun. Í hvert sinn var okkur mætt af þakklæti og virðingu þrátt fyrir að framlag okkar væri aðeins virði nokkurra hundrað króna. Við óttumst að nú þegar hafi íslenska ríkið sent þessa kurteisu og harðduglegu menn aftur til Suður-Ameríku. Varðandi fyrirtæki í húsinu, en í frétt Morgunblaðsins segir að nokkur slík hafi hætt þar starfsemi á undanförnum mánuðum, er staðan sú að öll þau rúmu sex ár sem við höfum búið í húsalengjunni, hafa fyrirtæki verið að koma og fara í óvenju miklum mæli. Það hafði ekkert að gera með umrædda búsetu hælisleitenda, sökum þess að hún hófst ekki fyrr en í byrjun síðasta sumars. Þegar við fluttum á svæðið var í JL húsinu hostel og glæsiveitingastaður sem lagði upp laupana fljótlega, enda höfðu eigendur og rekstraraðilar farið langt framúr sér bæði með stærð húsnæðisins og íburð í vali á innréttingum og húsgögnum. Það er síendurtekin sorgarsaga íslenskra athafnamanna og hefur ekkert með umsækjendur um alþjóðlega vernd að gera. Þá hafa, á undanförnum sex árum, komið og farið allskyns fyrirtæki í húsalengjunni á borð við pílubari, kosningamiðstöðvar, ísbúðir, pizzakeðjur, BDSM/Yoga-setur og hárgreiðslustofa. Rétt er að benda á það að sá atvinnurekstur sem best hefur gengið í húsalengjunni, fyrir utan Subway sem rekinn hefur verið verið í JL húsinu um áratugaskeið, er veitingastaðurinn Zorbian. Sá er í eigu sýrslenskrar fjölskyldu sem hingað kom í krafti fjölskyldusameiningar innan alþjóðlega verndarkerfisins okkar. Þar tókst því kerfi loksins vel upp. Hver veit, nema við hefðum getað dottið í þann lukkupott að fá jafnframt venesúelskan veitingastað í húsið. Ísland er víðáttumikið land og friðsælt. Það er bæði styrkleiki þess og veikleiki hve fámennt landið er. Þau sem hafa horn í síðu fólks sem kann að tala annað tungumál en þau sjálf, fólks sem ekki hefur augljósa tengingu við þau í Íslendingabók, og ólst ekki upp við að horfa á Spaugstofuna, tala ekki fyrir okkur hin. Smásálarháttur þeirra má ekki koma í veg fyrir að við veitum fólki í neyð hjálparhönd. Í fjölmenningarborginni Reykjavík, og í dásamlega Vesturbænum, verður fólk að þola það að hafa annað fólk, af öðrum uppruna, sem nágranna. Höfundar eru hjón og fjölmiðlafólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Fjölmenning Snærós Sindradóttir Innflytjendamál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samþykkti síðastliðinn þriðjudag lögbann á varanlega búsetu í JL húsinu. Þar hafa undanfarna mánuði búið umsækjendur um alþjóðlega vernd á vegum Reykjavíkuborgar, sem og erlendir starfsmenn verktakafyrirtækisins Eyktar sem á hluta húsnæðisins. Í frétt Morgunblaðsins um lögbannið er fullyrt að deilt hafi verið um notkun hússins og látið í það skína að nokkur fyrirtæki hafi hætt starfsemi í húsinu vegna búsetunnar og ónæðis sem af henni stendur. Reykjavíkurborg mótmælti lögbannsúrskurðinum, meðal annars vegna gríðarlegrar húsnæðiseklu á höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmrar stöðu hópsins sem í húsinu býr - en allt kom fyrir ekki. Við undirrituð, hjón með fjögur börn, höfum um sex ára skeið búið í sömu húsalengju og JL húsið. Við fullyrðum að nákvæmlega ekkert ónæði hafi hlotist af nábýlinu við þann hóp umsækjenda um alþjóðlega vernd og/eða þá erlendu verkamenn sem hafa haft búsetu í húsnæðinu. Við fögnuðum því þegar tómar hæðir JL hússins fengu nýtt hlutverk í sumarbyrjun og þá sérstaklega að þar fengi inni hópur sem á ekki í önnur hús að venda. Fámennur hópur venesúelskra karla sást reglulega á vappi um hverfið í leit að flöskum og dósum til að drýgja þær smánarlegu tekjur sem þeir fengu á meðan umsóknir þeirra lágu óhreyfðar í skúffu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Í viðtali við Heimildina í júní síðastliðnum, greindu mennirnir frá því að þeir vinni sér inn 2.500 til 3.000 krónur á dag með dósa- og flöskusöfnuninni og sendi þá peninga til fjölskyldna sinna í Venesúela sem líði þar skort. Við hjón höfðum frumkvæði að því, í þrígang, að gefa þeim þær skilagjaldsumbúðir sem við áttum til að aðstoða þá í þeirri söfnun. Í hvert sinn var okkur mætt af þakklæti og virðingu þrátt fyrir að framlag okkar væri aðeins virði nokkurra hundrað króna. Við óttumst að nú þegar hafi íslenska ríkið sent þessa kurteisu og harðduglegu menn aftur til Suður-Ameríku. Varðandi fyrirtæki í húsinu, en í frétt Morgunblaðsins segir að nokkur slík hafi hætt þar starfsemi á undanförnum mánuðum, er staðan sú að öll þau rúmu sex ár sem við höfum búið í húsalengjunni, hafa fyrirtæki verið að koma og fara í óvenju miklum mæli. Það hafði ekkert að gera með umrædda búsetu hælisleitenda, sökum þess að hún hófst ekki fyrr en í byrjun síðasta sumars. Þegar við fluttum á svæðið var í JL húsinu hostel og glæsiveitingastaður sem lagði upp laupana fljótlega, enda höfðu eigendur og rekstraraðilar farið langt framúr sér bæði með stærð húsnæðisins og íburð í vali á innréttingum og húsgögnum. Það er síendurtekin sorgarsaga íslenskra athafnamanna og hefur ekkert með umsækjendur um alþjóðlega vernd að gera. Þá hafa, á undanförnum sex árum, komið og farið allskyns fyrirtæki í húsalengjunni á borð við pílubari, kosningamiðstöðvar, ísbúðir, pizzakeðjur, BDSM/Yoga-setur og hárgreiðslustofa. Rétt er að benda á það að sá atvinnurekstur sem best hefur gengið í húsalengjunni, fyrir utan Subway sem rekinn hefur verið verið í JL húsinu um áratugaskeið, er veitingastaðurinn Zorbian. Sá er í eigu sýrslenskrar fjölskyldu sem hingað kom í krafti fjölskyldusameiningar innan alþjóðlega verndarkerfisins okkar. Þar tókst því kerfi loksins vel upp. Hver veit, nema við hefðum getað dottið í þann lukkupott að fá jafnframt venesúelskan veitingastað í húsið. Ísland er víðáttumikið land og friðsælt. Það er bæði styrkleiki þess og veikleiki hve fámennt landið er. Þau sem hafa horn í síðu fólks sem kann að tala annað tungumál en þau sjálf, fólks sem ekki hefur augljósa tengingu við þau í Íslendingabók, og ólst ekki upp við að horfa á Spaugstofuna, tala ekki fyrir okkur hin. Smásálarháttur þeirra má ekki koma í veg fyrir að við veitum fólki í neyð hjálparhönd. Í fjölmenningarborginni Reykjavík, og í dásamlega Vesturbænum, verður fólk að þola það að hafa annað fólk, af öðrum uppruna, sem nágranna. Höfundar eru hjón og fjölmiðlafólk.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar