Íþróttaþvottur á landsliðstreyjum Elvar Örn Friðriksson skrifar 23. nóvember 2023 08:01 Í gær birtust fréttir af því að HSÍ væri komið með nýjan bakhjarl. Þar er um að ræða Arnarlax, stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins. Það er auðvitað dæmigert að óvinsælt fyrirtæki í rekstri sem 70% þjóðarinnar eru mótfallin samkvæmt nýrri könnun sækist eftir að baða sig í ljósi vinsælda þjóðaríþróttarinnar. Þetta er ekki beint grænþvottur, ekki beint hvítþvottur, kannski íþróttaþvottur? Eins og alþjóð veit stafa óvinsældirnar af ítrekuðum og alvarlegum umhverfisspjöllum í sjókvíaeldi undanfarna mánuði og ár. Sjókvíaeldisiðnaðurinn hefur náð á skömmum tíma þeim merka árangri að láta milljónir eldislaxa drepast í kvíum sínum, leyfa hundruðum þúsunda eldislaxa að sleppa út í náttúruna, dreifa frjóum norskum eldislaxi í íslenskar ár og nú nýlega að valda versta lúsafaraldri sem sést hefur í þessum bransa. Arnarlax fékk einnig nýverið 120 milljóna sekt á sig vegna vítaverðs aðgæsluleysis þegar meira en 80.000 eldislaxar sluppu úr kvíum þeirra. Þetta er ekki gott fyrir ímyndina....hvað gerir maður þá? Nú auvitað að kaupa sig inn í sameiningartákn þjóðarinnar, íslenska landsliðið. Sennilega er þetta fyrsti bakhjarl íslenska landsliðsins sem er af norskum uppruna. Hins vegar hef ég meiri áhyggjur af árangri íslenska landsliðsins á komandi handboltamótum. Ef vörnin hjá þeim verður jafn lek og netin hjá Arnarlaxi, veit það ekki á gott. Hins vegar er vonarglæta fyrir sóknina, þar sem að nýi bakhjarlinn hefur mikla reynslu af því að komast framhjá öllum vörnum og troða sér áfram þvert á vilja fólks. Ímynd Íslands Eins og kom fram hér fyrir ofan er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar andvígur sjókvíaeldi. Þeir hörmungaratburðir sem hafa einkennt iðnaðinn undanfarið hafa ekki aðeins fengið athygli hér á landi, heldur út um allan heim. Stórir erlendir miðlar fjalla um sleppingar, erfðablöndun og lúsafaraldra og allt hefur þetta áhrif á þá hreinu ímynd sem Ísland treystir á. Nýlega birti Vísir grein með fyrirsögninni „Ísland á kortið sem dýraníðingar og umhverfissóðar“. Heimurinn er orðinn meðvitaður um það að ekki er allt með felldu í þessum iðnaði þar sem orðið „sjálfbærni“ er notað óspart án nokkurrar innistæðu. Vill HSÍ virkilega vera með merki þessa iðnaðar á baki sínu og þannig kynna land og þjóð? Fólkið vill breytingar Það er alveg ljóst að Íslendingar vilja ekki þennan iðnað. Allt það sem náttúruverndarsamtök spáðu fyrir um hefur raungerst á aðeins nokkrum árum. Ísland vill ekki verða þekkt fyrir að vera dýraníðingar og umhverfissóðar og nú nýlega mættu 3.000 manns á Austurvöll og kröfðust þess að iðnaðurinn yrði bannaður. Sjókvíeldi ógnar villtum laxi, íslenskri náttúru og lífsviðurværi allra þeirra fjölskyldna sem treysta á veiðihlunnindi í laxveiðiám. Hvort vill HSÍ vera fulltrúi íslensku þjóðarinnar eða norskrar mengandi stóriðju? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF á Íslandi). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HSÍ Elvar Örn Friðriksson Fiskeldi Landslið karla í handbolta Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. 22. nóvember 2023 17:54 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í gær birtust fréttir af því að HSÍ væri komið með nýjan bakhjarl. Þar er um að ræða Arnarlax, stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins. Það er auðvitað dæmigert að óvinsælt fyrirtæki í rekstri sem 70% þjóðarinnar eru mótfallin samkvæmt nýrri könnun sækist eftir að baða sig í ljósi vinsælda þjóðaríþróttarinnar. Þetta er ekki beint grænþvottur, ekki beint hvítþvottur, kannski íþróttaþvottur? Eins og alþjóð veit stafa óvinsældirnar af ítrekuðum og alvarlegum umhverfisspjöllum í sjókvíaeldi undanfarna mánuði og ár. Sjókvíaeldisiðnaðurinn hefur náð á skömmum tíma þeim merka árangri að láta milljónir eldislaxa drepast í kvíum sínum, leyfa hundruðum þúsunda eldislaxa að sleppa út í náttúruna, dreifa frjóum norskum eldislaxi í íslenskar ár og nú nýlega að valda versta lúsafaraldri sem sést hefur í þessum bransa. Arnarlax fékk einnig nýverið 120 milljóna sekt á sig vegna vítaverðs aðgæsluleysis þegar meira en 80.000 eldislaxar sluppu úr kvíum þeirra. Þetta er ekki gott fyrir ímyndina....hvað gerir maður þá? Nú auvitað að kaupa sig inn í sameiningartákn þjóðarinnar, íslenska landsliðið. Sennilega er þetta fyrsti bakhjarl íslenska landsliðsins sem er af norskum uppruna. Hins vegar hef ég meiri áhyggjur af árangri íslenska landsliðsins á komandi handboltamótum. Ef vörnin hjá þeim verður jafn lek og netin hjá Arnarlaxi, veit það ekki á gott. Hins vegar er vonarglæta fyrir sóknina, þar sem að nýi bakhjarlinn hefur mikla reynslu af því að komast framhjá öllum vörnum og troða sér áfram þvert á vilja fólks. Ímynd Íslands Eins og kom fram hér fyrir ofan er yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar andvígur sjókvíaeldi. Þeir hörmungaratburðir sem hafa einkennt iðnaðinn undanfarið hafa ekki aðeins fengið athygli hér á landi, heldur út um allan heim. Stórir erlendir miðlar fjalla um sleppingar, erfðablöndun og lúsafaraldra og allt hefur þetta áhrif á þá hreinu ímynd sem Ísland treystir á. Nýlega birti Vísir grein með fyrirsögninni „Ísland á kortið sem dýraníðingar og umhverfissóðar“. Heimurinn er orðinn meðvitaður um það að ekki er allt með felldu í þessum iðnaði þar sem orðið „sjálfbærni“ er notað óspart án nokkurrar innistæðu. Vill HSÍ virkilega vera með merki þessa iðnaðar á baki sínu og þannig kynna land og þjóð? Fólkið vill breytingar Það er alveg ljóst að Íslendingar vilja ekki þennan iðnað. Allt það sem náttúruverndarsamtök spáðu fyrir um hefur raungerst á aðeins nokkrum árum. Ísland vill ekki verða þekkt fyrir að vera dýraníðingar og umhverfissóðar og nú nýlega mættu 3.000 manns á Austurvöll og kröfðust þess að iðnaðurinn yrði bannaður. Sjókvíeldi ógnar villtum laxi, íslenskri náttúru og lífsviðurværi allra þeirra fjölskyldna sem treysta á veiðihlunnindi í laxveiðiám. Hvort vill HSÍ vera fulltrúi íslensku þjóðarinnar eða norskrar mengandi stóriðju? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF á Íslandi).
Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. 22. nóvember 2023 17:54
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar