Spilaði landsleik fyrir sjö dögum en er núna hætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2023 08:31 Helena Sverrisdóttir fagnar titli með dætrum sínum tveimur. Vísir/Hulda Margrét Ein besta körfuboltakona Íslandssögunnar er hætt. Helena Sverrisdóttir ætlaði sér alltaf að verða best. Stefán Árni Pálsson ræddi við hana. Helena tilkynnti um helgina að hún verði að setja skóna upp á hillu vegna meiðsla. Hún hefur verið óheppin með meiðsli síðustu tímabil og það voru á endanum hnémeiðsli sem þvinguðu hana í að taka þessa erfiðu ákvörðun. „Þetta snýst bara um það að ég vil geta lifað lífinu áfram á einhvern þokkalegan máta. Það sem ég er að gera með hnéð er hægt og rólega er ég að skemma allt brjóskið sem er til staðar. Þetta er eitthvað, sem ég er búin að vita af í einhvern tíma, að gæti gerst eftir að ég meiðist þarna fyrir tveimur árum,“ sagði Helena Sverrisdóttir. Myndataka í síðustu viku „Svo þegar ég fer í myndatökuna í síðustu viku þá kemur það í ljós. Þá var þetta komið það langt að það þýðir ekkert annað,“ sagði Helena. Ferillinn hennar er einstakur fyrir íslenska körfuboltakonu en á honum hefur hún margoft skrifað nýjan kafla í sögu kvennakörfunnar hér á landi. Hún hefur orðið fimm sinnum Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. En er Helena ekki stolt af ferli sínum? „Jú ég er mjög stolt. Allir segja að þú vilt enda þetta á þínum forsendum en ég er ánægð með það sem ég er búin að gera. Ég er búin að spila mjög lengi og flestar konur hafa verið að hætta kannski fyrr. Ég er búin að koma til baka eftir að ég átti börnin mín og bara búin að eiga mjög góðan feril,“ sagði Helena. Ætlaði sér að verða best Flestir tala um Helenu sem bestu körfuboltakonu Íslandssögunnar og Stefán Árni vildi vita hvort hún væri stolt af því að heyra slíka umræðu. „Já að sjálfsögðu. Ég man bara þegar ég var ung stelpa þá var þetta mitt markmið. Ég ætlaði bara að verða best og var tilbúin að gera allt til þess að ná því. Þetta er fúlt núna af því að þetta er nýskeð. Ég spilaði landsleik fyrir sjö dögum og hélt að ég væri að fara að klára tímabilið. Þegar maður sest niður og byrjar að skoða þetta aðeins og hugsar til baka þá er maður búin að ganga í gegnum alls konar og gera fullt af geggjuðum hlutum,“ sagði Helena. Besti titillinn með Haukaliðinu Toppurinn á ferlinum. Hverjar eru hennar bestu stundir og hverju eru hún stoltust af? „Ég er stoltust af því að vinna titlana hérna heima. Besti titillinn er þegar ég vinn með Haukaliðinu mínu. Síðan þegar ég fór yfir í Val og var partur af því að byggja það upp og vinna fyrsta titilinn með þeim,“ sagði Helena. „Síðan auðvitað spilaði ég náttúrulega í Final 4 í Euroleague og var að spila á móti öllum bestu konum í heimi. Það var líka geggjað,“ sagði Helena. Hún spilaði með Haukum og Val hér heima en var einnig atvinnumaður í Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi. Er ekkert að yfirgefa körfuboltann Helena segist ekki vera tilbúin að kveðja körfuboltann fyrir fullt og allt. „Þetta er búið að vera í blóðinu á manni síðan maður fæddist. Ég er ekkert að fara. Mér finnst mjög gaman að þjálfa og hef verið að þjálfa mikið. Ég er að þjálfa núna 9. flokk kvenna í Haukum og ætla að vera með þær áfram. Hver veit hvað gerðist í framtíðinni? Ég hef verið að mennta mig sem þjálfari og sé alveg fyrir mér að þetta verði partur af lífinu áfram,“ sagði Helena. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan. Subway-deild kvenna Haukar Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Helena tilkynnti um helgina að hún verði að setja skóna upp á hillu vegna meiðsla. Hún hefur verið óheppin með meiðsli síðustu tímabil og það voru á endanum hnémeiðsli sem þvinguðu hana í að taka þessa erfiðu ákvörðun. „Þetta snýst bara um það að ég vil geta lifað lífinu áfram á einhvern þokkalegan máta. Það sem ég er að gera með hnéð er hægt og rólega er ég að skemma allt brjóskið sem er til staðar. Þetta er eitthvað, sem ég er búin að vita af í einhvern tíma, að gæti gerst eftir að ég meiðist þarna fyrir tveimur árum,“ sagði Helena Sverrisdóttir. Myndataka í síðustu viku „Svo þegar ég fer í myndatökuna í síðustu viku þá kemur það í ljós. Þá var þetta komið það langt að það þýðir ekkert annað,“ sagði Helena. Ferillinn hennar er einstakur fyrir íslenska körfuboltakonu en á honum hefur hún margoft skrifað nýjan kafla í sögu kvennakörfunnar hér á landi. Hún hefur orðið fimm sinnum Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. En er Helena ekki stolt af ferli sínum? „Jú ég er mjög stolt. Allir segja að þú vilt enda þetta á þínum forsendum en ég er ánægð með það sem ég er búin að gera. Ég er búin að spila mjög lengi og flestar konur hafa verið að hætta kannski fyrr. Ég er búin að koma til baka eftir að ég átti börnin mín og bara búin að eiga mjög góðan feril,“ sagði Helena. Ætlaði sér að verða best Flestir tala um Helenu sem bestu körfuboltakonu Íslandssögunnar og Stefán Árni vildi vita hvort hún væri stolt af því að heyra slíka umræðu. „Já að sjálfsögðu. Ég man bara þegar ég var ung stelpa þá var þetta mitt markmið. Ég ætlaði bara að verða best og var tilbúin að gera allt til þess að ná því. Þetta er fúlt núna af því að þetta er nýskeð. Ég spilaði landsleik fyrir sjö dögum og hélt að ég væri að fara að klára tímabilið. Þegar maður sest niður og byrjar að skoða þetta aðeins og hugsar til baka þá er maður búin að ganga í gegnum alls konar og gera fullt af geggjuðum hlutum,“ sagði Helena. Besti titillinn með Haukaliðinu Toppurinn á ferlinum. Hverjar eru hennar bestu stundir og hverju eru hún stoltust af? „Ég er stoltust af því að vinna titlana hérna heima. Besti titillinn er þegar ég vinn með Haukaliðinu mínu. Síðan þegar ég fór yfir í Val og var partur af því að byggja það upp og vinna fyrsta titilinn með þeim,“ sagði Helena. „Síðan auðvitað spilaði ég náttúrulega í Final 4 í Euroleague og var að spila á móti öllum bestu konum í heimi. Það var líka geggjað,“ sagði Helena. Hún spilaði með Haukum og Val hér heima en var einnig atvinnumaður í Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi. Er ekkert að yfirgefa körfuboltann Helena segist ekki vera tilbúin að kveðja körfuboltann fyrir fullt og allt. „Þetta er búið að vera í blóðinu á manni síðan maður fæddist. Ég er ekkert að fara. Mér finnst mjög gaman að þjálfa og hef verið að þjálfa mikið. Ég er að þjálfa núna 9. flokk kvenna í Haukum og ætla að vera með þær áfram. Hver veit hvað gerðist í framtíðinni? Ég hef verið að mennta mig sem þjálfari og sé alveg fyrir mér að þetta verði partur af lífinu áfram,“ sagði Helena. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan.
Subway-deild kvenna Haukar Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira