Körfubolti

Elsti leik­maður NBA deildarinnar með 37 stig og sigur­stigið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James treður boltanum í körfuna á móti Houston Rockets.
LeBron James treður boltanum í körfuna á móti Houston Rockets. AP/Eric Thayer

LeBron James minnti enn á ný á sig í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann fór fyrir 105-104 sigri Los Angeles Lakers á Houston Rockets.

James, sem heldur upp 39 ára afmælið sitt í næsta mánuði og varð á dögunum elsti leikmaðurinn í deildinni.

James skoraði 37 stig á 40 mínútum í leiknum á móti Houston og komst upp fyrir Kobe Bryant á listanum yfir þá sem hafa átt flesta leiki með 35 stig eða meira. Þetta var 237. leikurinn á ferlinum þar sem LeBron skoraði 35 stig í leik. Kobe náði því 236 sinnum á ferlinum.

Nú eru það bara Wilt Chamberlain (381 leikir) og Michael Jordan (333 leikir) sem eru fyrir ofan hann.

James hitti frábærlega í leiknum eða úr 14 af 19 skotum sínum sem gerir 74 prósent skotnýtingu. Hann er með 59 prósent skotnýtingu á öllu tímabilinu.

James skoraði sigurstigið í leiknum á vítalínunni þegar 1,9 sekúnda var eftir af leiknum. Hann var einnig með 8 stoðsendingar, 6 fráköst og 3 stolna bolta í leiknum.

Anthony Davis var með 27 stig og 10 fráköst en Austin Reaves kom með 17 stig og 6 stoðsendingar af bekknum. Reaves var ánægður með gamla karlinn. „Hann er elsti leikmaður deildarinnar en hegðar sér eins og tvítugur strákur á hverjum degi,“ sagði Reaves.

Það er allt annað að sjá Lakers liðið eftir brösuga byrjun en liðið hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.