Skoðun

Fæst hamingjan á út­sölu?

Álfheiður Guðmundsdóttir, Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir og Birgitta Steingrímsdóttir skrifa

Hvað lætur okkur líða vel?

Árið 2008 fól breska ríkisstjórnin samtökunum New Economic Foundation að safna saman niðurstöðum úr fjölda rannsókna sem hafa skoðað hvað það er sem eykur lífshamingju og vellíðan fólks um heim allan. Niðurstöðurnar voru að þau fimm atriði sem skipta hvað mestu máli fyrir vellíðan okkar eru að:

Mynda og rækta tengsl við fólkið í kringum okkur

Hreyfa okkur og vera virk í daglegu lífi ánægjunnar vegna

Taka eftir og njóta augnabliksins

Halda áfram að læra

Gefa af okkur

Almennt benda rannsóknir til að eftir því sem við eigum auðveldara með að ná endum saman og færumst fjær því að líða skort, vega peningar og neysla minna fyrir vellíðan okkar og hamingju.

Nú þegar mikil neyslutíð fer í hönd er gott að minna sig á hvað það er sem er líklegast til að veita okkur og okkar nánustu vellíðan og hamingju, hvort sem það er á svörtum föstudegi, netmánudegi, venjulegum fimmtudegi eða um jólin.

Með meðvituðum innkaupum þar sem kaup á óþarfa er sleppt verndum við náttúruna, stuðlum að betri heilsu og vellíðan okkar og annarra og búum betur í haginn fyrir komandi kynslóðir.

5 leiðir að vellíðan

Nægjusamur nóvember

Gjafir sem gefa

Grænn lífsstíll

Höfundar starfa hjá Embætti Landlæknis, Landvernd og Umhverfisstofnun.




Skoðun

Skoðun

Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla

Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar

Skoðun

Enginn á að vera hryggur um jólin

Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar

Sjá meira


×