Handbolti

Mögnuð Sandra allt í öllu hjá Metzin­gen

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sandra Erlingsdóttir var frábær í kvöld.
Sandra Erlingsdóttir var frábær í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Sandra Erlingsdóttir var hreint út sagt mögnuð í útisigri Metzingen á Wildungen í þýsku úrvalsdeild kvenna í handbolta, lokatölur 32-37. Þá vann Flensborg sannfærandi sigur á Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta, lokatölur 33-25.

Sandra var allt í öllu en hún skoraði hvorki meira né minna en 8 mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu.

Metzingen er í 6. sæti með 10 stig að loknum 8 leikjum.

Flensburg fór létt með Löwen í efstu deild karla. Munurinn var fimm mörk í hálfleik, staðan þá 14-9 en sóknarleikur gestanna var einfaldlega ekki til staðar í fyrri hálfleik. Þó gestirnir hafi spilað örlítið betri sókn í síðari hálfleik þá gerðu heimamenn það einnig og unnu þægilegan sigur.

Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í liði Flensburg. Arnór Snær Gunnarsson skoraði eitt mark í liði Löwen en Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað.

Flensburg er í 4. sæti með 18 stig á meðan Löwen er í 7. sæti með 13 stig.

Óðinn Þór Ríkharðsson var frábær í útisigri Kadetten á Bern í efstu deild í Sviss. Óðinn Þór skoraði níu mörk í sjö marka sigri, lokatölur 34-27.

Kadetten er efst í deildinni með 23 stig eft­ir 13 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×