Börnin frá Grindavík Orri Páll Jóhannsson skrifar 16. nóvember 2023 22:40 Í nígerískum málshætti segir: „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“. Í flestum samfélögum Afríku er til hugtakið Ubuntu sem þýðir ýmist mennska, mannleg reisn, samhjálp eða samfélag og þessi málsháttur er sprottinn úr þeim hugsunarhætti. Þeir Grindvíkingar sem við höfum séð í viðtölum í fjölmiðlum hafa sýnt mikið æðruleysi þar sem þau standa frammi fyrir skelfilegri þrekraun. Samfélag Grindvíkinga er augljóslega samheldið en það er hverjum ljóst sem á horfir hversu óskaplega þungbært það er að þurfa að yfirgefa heimili sín og jarðtengingu í flýti og sjá ekki hvenær eða hvort hægt verður að snúa aftur og þá í hvaða aðstæður. Fólkið frá Grindavík sem flúið hefur heimili sín dreifist nú um allt land. Í hópi þeirra eru tæplega þúsund börn sem þurfa að horfast í augu við breyttan veruleika. Börn ráða yfirleitt ekki sjálf hvað þau gera og hvert þau fara. Lykilatriði í aðlögun þeirra að breyttum aðstæðum er að þau upplifi öryggi og að þau geti treyst því að um þau og þarfir þeirra sem barna í þessum aðstæðum verði hugsað. Mikilvægt er fyrir börn að búa við festu, að þau komist í skóla og geti sinnt tómstundum en þó jafnvel enn frekar að börnin frá Grindavík haldi sínum tengslum, að bekkjardeildir finni leiðir til að hittast reglulega, kannski á netinu undir handleiðslu kennarans síns. Hér er mikilvægt að við hlustum á vilja Grindvíkinga sjálfra. Þó má ekki gleyma því að kennarar og starfsfólk skólanna í Grindavík hafa líka orðið fyrir áfalli, þurft að yfirgefa heimilin sín og horfa upp á samfélagið sitt tvístrast. Og foreldrar og aðstandendur þessara barna þurfa áfallahjálp, það þarf að létta á efnahagsáhyggjum þeirra, þau þurfa að fá ráðrúm til að setja súrefnisgrímuna fyrst á sig sjálf. Börnin í Grindavík eru núna börnin frá Grindavík, vonandi samt bara í bili, og vonandi sjáum við aftur iðandi mannlíf í þessum fallega bæ. En í bili er enginn í Grindavík og Grindvíkingar verða að fóta sig í nýrri tilveru. Og þá kemur röðin að okkur hinum. Stjórnvöld eru vakin og sofin yfir stöðu og framvindu mála í Grindavík og hafa lagt nótt við dag. Bráðlega verður frumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra um tímabundinn stuðning við launafólk í Grindavík tekið fyrir á Alþingi. Markmið frumvarpsins er að tryggja afkomu starfsfólks þeirra fyrirtækja í Grindavík sem hafa þurft loka vegna ástandsins. Mikið hefur verið kallað eftir miðstöð fyrir Grindvíkinga til að hittast og styrkja böndin. Viðbragðsflýtir stjórnvalda gerir það að verkum að í gær var þjónustumiðstöð tekin í gagnið í Tollhúsinu þar sem fólkið frá Grindavík getur komið saman og notið stuðnings, ráðgjafar og fræðslu. Þá má ekki gleyma því að Grindvíkingar eru af ýmsum þjóðernum og mikilvægt að halda vel utan um fólk með lítið bakland á Íslandi. Það þarf heilt þorp til að ala upp og annast barn. Nú er þorpið dreift um allt en engu að síður til staðar. Og nú þurfum við öll að vera þorpið sem heldur utan um börnin frá Grindavík og fjölskyldur þeirra. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Orri Páll Jóhannsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í nígerískum málshætti segir: „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“. Í flestum samfélögum Afríku er til hugtakið Ubuntu sem þýðir ýmist mennska, mannleg reisn, samhjálp eða samfélag og þessi málsháttur er sprottinn úr þeim hugsunarhætti. Þeir Grindvíkingar sem við höfum séð í viðtölum í fjölmiðlum hafa sýnt mikið æðruleysi þar sem þau standa frammi fyrir skelfilegri þrekraun. Samfélag Grindvíkinga er augljóslega samheldið en það er hverjum ljóst sem á horfir hversu óskaplega þungbært það er að þurfa að yfirgefa heimili sín og jarðtengingu í flýti og sjá ekki hvenær eða hvort hægt verður að snúa aftur og þá í hvaða aðstæður. Fólkið frá Grindavík sem flúið hefur heimili sín dreifist nú um allt land. Í hópi þeirra eru tæplega þúsund börn sem þurfa að horfast í augu við breyttan veruleika. Börn ráða yfirleitt ekki sjálf hvað þau gera og hvert þau fara. Lykilatriði í aðlögun þeirra að breyttum aðstæðum er að þau upplifi öryggi og að þau geti treyst því að um þau og þarfir þeirra sem barna í þessum aðstæðum verði hugsað. Mikilvægt er fyrir börn að búa við festu, að þau komist í skóla og geti sinnt tómstundum en þó jafnvel enn frekar að börnin frá Grindavík haldi sínum tengslum, að bekkjardeildir finni leiðir til að hittast reglulega, kannski á netinu undir handleiðslu kennarans síns. Hér er mikilvægt að við hlustum á vilja Grindvíkinga sjálfra. Þó má ekki gleyma því að kennarar og starfsfólk skólanna í Grindavík hafa líka orðið fyrir áfalli, þurft að yfirgefa heimilin sín og horfa upp á samfélagið sitt tvístrast. Og foreldrar og aðstandendur þessara barna þurfa áfallahjálp, það þarf að létta á efnahagsáhyggjum þeirra, þau þurfa að fá ráðrúm til að setja súrefnisgrímuna fyrst á sig sjálf. Börnin í Grindavík eru núna börnin frá Grindavík, vonandi samt bara í bili, og vonandi sjáum við aftur iðandi mannlíf í þessum fallega bæ. En í bili er enginn í Grindavík og Grindvíkingar verða að fóta sig í nýrri tilveru. Og þá kemur röðin að okkur hinum. Stjórnvöld eru vakin og sofin yfir stöðu og framvindu mála í Grindavík og hafa lagt nótt við dag. Bráðlega verður frumvarp félags- og vinnumarkaðsráðherra um tímabundinn stuðning við launafólk í Grindavík tekið fyrir á Alþingi. Markmið frumvarpsins er að tryggja afkomu starfsfólks þeirra fyrirtækja í Grindavík sem hafa þurft loka vegna ástandsins. Mikið hefur verið kallað eftir miðstöð fyrir Grindvíkinga til að hittast og styrkja böndin. Viðbragðsflýtir stjórnvalda gerir það að verkum að í gær var þjónustumiðstöð tekin í gagnið í Tollhúsinu þar sem fólkið frá Grindavík getur komið saman og notið stuðnings, ráðgjafar og fræðslu. Þá má ekki gleyma því að Grindvíkingar eru af ýmsum þjóðernum og mikilvægt að halda vel utan um fólk með lítið bakland á Íslandi. Það þarf heilt þorp til að ala upp og annast barn. Nú er þorpið dreift um allt en engu að síður til staðar. Og nú þurfum við öll að vera þorpið sem heldur utan um börnin frá Grindavík og fjölskyldur þeirra. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun