Bílastæðum breytt í grænt torg Ævar Harðarson skrifar 16. nóvember 2023 13:02 Hvernig er hægt að gera Háteigshverfi (Holt og Norðurmýri), Hlíðarhverfi og Öskjuhlíðarhverfi enn betri með nýju hverfisskipulagi? Þín ráð, kæri lesandi, geta haft áhrif á hvernig til tekst, ef þú skoðar tillögurnar sem liggja nú frammi til kynningar og skilar inn þínum ábendingum. Skipulagssérfræðingar borgarinnar hafa til dæmis þá skoðun að hægt sé að gera gott hverfi enn betra með því að útbúa nýtt grænt hverfistorg á bílastæði. Það er ein af fjölmörgum hugmyndum okkar sem vinnum við hverfiskipulag og erum nú að kynna fyrir íbúum og hagaðilum í Hlíðum. Við viljum heyra þeirra skoðanir á tillögunum, sem eru hlut af nýju hverfisskipulagi í borgarhluta 3 Hlíðum (Háteigshverfi (Holt og Norðurmýri), Hlíðar og Öskjuhlíðarhverfi). Mikilvægur hluti af vinnu við hverfisskipulag er að eiga samráð og samtal við íbúa um hvernig gera má góð hverfi enn betri. Við vitum að ábendingar íbúa um skipulag í nærumhverfi þeirra eru lykilatriði. Grænt Holtatorg Hugmyndin að nýju Holtatorgi var fyrst kynnt þegar vinnutillögur hverfisskipulags í borgarhluta 3 Hlíðum voru sýndar í nóvember 2021. Tillögurnar fengu góðar móttökur og afar fáar athugasemdir. Meðal annars var lagt til að leggja niður um 40 bílastæði á borgarlandi, en breytingar á bílastæðum hafa stundum kallað fram mikil viðbrögð. Ekki í þetta skiptið. Í þessum hverfum eru nú um 15.000 bílastæði. Þar af eru 9.500 almenningsstæði og 5.500 einkastæði. Íbúar í borgarhlutanum eru rúmlega 14.000. Líklega er þó ástæðan fyrir þessu því að ekki hefur verið kallað eftir að halda þessum 40 bílastæðum að það er almenn ánægja með tillögurnar. Nýtt grænt Holtatorg á mótum Einholts, Skipholts og Stórholts. Teikning: Jakob Jakobsson Mynd af svæðinu eins og það er í dag. Þar eru um 40 bílastæði sem eru nýtt af fjölmörgum aðilum, meðal annars til þess að geyma hjólhýsi. Á meðfylgjandi myndum má sjá annars vegar núverandi aðstæður og hins vegar tillögu að grænu hverfistorgi mitt í Háteigshverfinu á horni Einholts, Skipholts og Stórholts. Þar er gert ráð fyrir gróðursvæðum og aðstöðu fyrir börn og fullorðna til þess að dvelja og leika og njóta samveru úti. Í kringum þetta svæði hefur byggst upp þétt íbúðarbyggð á síðustu árum, með fjölbreyttri þjónustu og mannlífi. Til að gera hverfið enn betra er talið að bæta þurfi við sólríkum og skjólgóðum dvalarsvæðum fyrir íbúa og aðra sem eiga leið um. Mín eign Með nýju hverfisskipulagi fá margir húseigendur auknar heimildir til þess að gera breytingar, byggja við og lagfæra. Samkvæmt tillögunum er þó gert ráð fyrir að ákveðin svæði verði hverfisvernduð til þess að passa upp á hina sérstæðu byggð. Hverfisvernd felur í sér varðveislu á svipmóti byggðarinnar og þeim sameiginlegu einkennum sem móta hana. Meðal annars er lagt til að setja hverfisvernd á byggðina í Norðurmýri og sunnanverðu Rauðarárholti. Þrátt fyrir það eru tillögur um að húseigendur í Norðurmýri fái að lyfta lágreistum valmaþökum, setja kvisti og nýta til íbúðar og jafnvel byggja litlar viðbyggingar. Einnig eru tillögur um að húseigendur á hverfisvernduðu svæði í Rauðarárholti fái að byggja svalir en þar eru mörg lítil fjölbýlishús án svala. Þessi hús voru hönnuð á fjórða áratug tuttugustu aldar, meðal annars af arkitektunum Guðjóni Samúelssyni og Bárði Ísleifssyni, og eru einstakur vitnisburður um byggingarlistararf 20. aldar. Skilyrði fyrir nýtingu á þessum heimildum er að húseigendur noti teikningar sem Reykjavíkurborg hefur látið útbúa og húseigendur geta nýtt án endurgjalds. Meðfylgjandi myndir sýna svalir á fjölbýlishúsum í Rauðarárholti. Húsin í Rauðarárholti með nýjum svölum, meðal annars til að bæta brunaöryggi en líka til útivistar. Teikning: A arkitektar Borgargötur Mikilvægur hluti af hverfisskipulagi er að endurhanna nokkrar mikilvægar götur í borgarhlutanum og gera þær að svokölluðum borgargötum. Borgargötur eru lykilgötur í hverju hverfi og við þær standa gjarnan verslunar- og þjónustukjarnar hverfisins. Borgargötur geta sömuleiðis verið mikilvæg tenging milli hverfa og hverfishluta. Í hverfisskipulagi er lögð sérstök áhersla á að umhverfi borgargatna verði fegrað. Þar er gert ráð fyrir öllum samgöngumátum, almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi og að sjálfsögðu bílum. Lagt er til að Skipholt og Rauðarárstígur í Háteigshverfi auk Lönguhlíðar og Hamrahlíðar í Hlíðahverfi verði gerðar að borgargötum. Mynd sem hér fylgir sýnir snið fyrir dæmigerða borgargötu en aðstæður geta auðvitað verið mismunandi. Við endurhönnun á borgargötum er lögð áhersla á að taka mið af öllum ferðamátum, draga úr umferðarhraða og auka þannig umferðaröryggi og minnka hávaða og mengun til að auka lífsgæði íbúa. Skólar og leikskólar Skólar og leikskólar eru afar mikilvægar stofnanir í hverju hverfi. Í borgarhluta 3 er margir frábærir leikskólar og skólar sem samt getur þurft að breyta og jafnvel stækka. Samhliða vinnu við hverfisskipulag hefur verið gott samstarf við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar við greiningu á húsnæðisþörf leik- og grunnskóla í hverfinu út frá mannfjöldaspám og uppbyggingaráætlunum í hverfunum. Í skilmálum fyrir skóla- og leikskólalóðir eru því rúmar heimildir til viðbygginga og endurbóta á núverandi húsnæði. Hvað er framundan Til þess að kynna nýjar tillögur að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi opnar í dag sýning í þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12–14 sem sendur í átta vikur eða til11. janúar 2024.Þar geta íbúar og hagaðilar komið og rætt við okkur en við aðstoðum þá einnig við að segja sína skoðun og leggja fram ábendingar. Borgarstjóri mun bjóða til íbúafundar 21. nóvember kl. 19.30 á Kjarvalsstöðum þar sem tillögurnar verða sömuleiðis til sýnis dagana 21. til 23. nóvember. Að lokum má benda á að sérstök kynningarsíða með tillögunum er á vef Reykjavíkurborgar, reykjavik.is/hverfisskipulag/hlidar. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Ævar Harðarson Skipulag Bílastæði Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Hvernig er hægt að gera Háteigshverfi (Holt og Norðurmýri), Hlíðarhverfi og Öskjuhlíðarhverfi enn betri með nýju hverfisskipulagi? Þín ráð, kæri lesandi, geta haft áhrif á hvernig til tekst, ef þú skoðar tillögurnar sem liggja nú frammi til kynningar og skilar inn þínum ábendingum. Skipulagssérfræðingar borgarinnar hafa til dæmis þá skoðun að hægt sé að gera gott hverfi enn betra með því að útbúa nýtt grænt hverfistorg á bílastæði. Það er ein af fjölmörgum hugmyndum okkar sem vinnum við hverfiskipulag og erum nú að kynna fyrir íbúum og hagaðilum í Hlíðum. Við viljum heyra þeirra skoðanir á tillögunum, sem eru hlut af nýju hverfisskipulagi í borgarhluta 3 Hlíðum (Háteigshverfi (Holt og Norðurmýri), Hlíðar og Öskjuhlíðarhverfi). Mikilvægur hluti af vinnu við hverfisskipulag er að eiga samráð og samtal við íbúa um hvernig gera má góð hverfi enn betri. Við vitum að ábendingar íbúa um skipulag í nærumhverfi þeirra eru lykilatriði. Grænt Holtatorg Hugmyndin að nýju Holtatorgi var fyrst kynnt þegar vinnutillögur hverfisskipulags í borgarhluta 3 Hlíðum voru sýndar í nóvember 2021. Tillögurnar fengu góðar móttökur og afar fáar athugasemdir. Meðal annars var lagt til að leggja niður um 40 bílastæði á borgarlandi, en breytingar á bílastæðum hafa stundum kallað fram mikil viðbrögð. Ekki í þetta skiptið. Í þessum hverfum eru nú um 15.000 bílastæði. Þar af eru 9.500 almenningsstæði og 5.500 einkastæði. Íbúar í borgarhlutanum eru rúmlega 14.000. Líklega er þó ástæðan fyrir þessu því að ekki hefur verið kallað eftir að halda þessum 40 bílastæðum að það er almenn ánægja með tillögurnar. Nýtt grænt Holtatorg á mótum Einholts, Skipholts og Stórholts. Teikning: Jakob Jakobsson Mynd af svæðinu eins og það er í dag. Þar eru um 40 bílastæði sem eru nýtt af fjölmörgum aðilum, meðal annars til þess að geyma hjólhýsi. Á meðfylgjandi myndum má sjá annars vegar núverandi aðstæður og hins vegar tillögu að grænu hverfistorgi mitt í Háteigshverfinu á horni Einholts, Skipholts og Stórholts. Þar er gert ráð fyrir gróðursvæðum og aðstöðu fyrir börn og fullorðna til þess að dvelja og leika og njóta samveru úti. Í kringum þetta svæði hefur byggst upp þétt íbúðarbyggð á síðustu árum, með fjölbreyttri þjónustu og mannlífi. Til að gera hverfið enn betra er talið að bæta þurfi við sólríkum og skjólgóðum dvalarsvæðum fyrir íbúa og aðra sem eiga leið um. Mín eign Með nýju hverfisskipulagi fá margir húseigendur auknar heimildir til þess að gera breytingar, byggja við og lagfæra. Samkvæmt tillögunum er þó gert ráð fyrir að ákveðin svæði verði hverfisvernduð til þess að passa upp á hina sérstæðu byggð. Hverfisvernd felur í sér varðveislu á svipmóti byggðarinnar og þeim sameiginlegu einkennum sem móta hana. Meðal annars er lagt til að setja hverfisvernd á byggðina í Norðurmýri og sunnanverðu Rauðarárholti. Þrátt fyrir það eru tillögur um að húseigendur í Norðurmýri fái að lyfta lágreistum valmaþökum, setja kvisti og nýta til íbúðar og jafnvel byggja litlar viðbyggingar. Einnig eru tillögur um að húseigendur á hverfisvernduðu svæði í Rauðarárholti fái að byggja svalir en þar eru mörg lítil fjölbýlishús án svala. Þessi hús voru hönnuð á fjórða áratug tuttugustu aldar, meðal annars af arkitektunum Guðjóni Samúelssyni og Bárði Ísleifssyni, og eru einstakur vitnisburður um byggingarlistararf 20. aldar. Skilyrði fyrir nýtingu á þessum heimildum er að húseigendur noti teikningar sem Reykjavíkurborg hefur látið útbúa og húseigendur geta nýtt án endurgjalds. Meðfylgjandi myndir sýna svalir á fjölbýlishúsum í Rauðarárholti. Húsin í Rauðarárholti með nýjum svölum, meðal annars til að bæta brunaöryggi en líka til útivistar. Teikning: A arkitektar Borgargötur Mikilvægur hluti af hverfisskipulagi er að endurhanna nokkrar mikilvægar götur í borgarhlutanum og gera þær að svokölluðum borgargötum. Borgargötur eru lykilgötur í hverju hverfi og við þær standa gjarnan verslunar- og þjónustukjarnar hverfisins. Borgargötur geta sömuleiðis verið mikilvæg tenging milli hverfa og hverfishluta. Í hverfisskipulagi er lögð sérstök áhersla á að umhverfi borgargatna verði fegrað. Þar er gert ráð fyrir öllum samgöngumátum, almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi og að sjálfsögðu bílum. Lagt er til að Skipholt og Rauðarárstígur í Háteigshverfi auk Lönguhlíðar og Hamrahlíðar í Hlíðahverfi verði gerðar að borgargötum. Mynd sem hér fylgir sýnir snið fyrir dæmigerða borgargötu en aðstæður geta auðvitað verið mismunandi. Við endurhönnun á borgargötum er lögð áhersla á að taka mið af öllum ferðamátum, draga úr umferðarhraða og auka þannig umferðaröryggi og minnka hávaða og mengun til að auka lífsgæði íbúa. Skólar og leikskólar Skólar og leikskólar eru afar mikilvægar stofnanir í hverju hverfi. Í borgarhluta 3 er margir frábærir leikskólar og skólar sem samt getur þurft að breyta og jafnvel stækka. Samhliða vinnu við hverfisskipulag hefur verið gott samstarf við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar við greiningu á húsnæðisþörf leik- og grunnskóla í hverfinu út frá mannfjöldaspám og uppbyggingaráætlunum í hverfunum. Í skilmálum fyrir skóla- og leikskólalóðir eru því rúmar heimildir til viðbygginga og endurbóta á núverandi húsnæði. Hvað er framundan Til þess að kynna nýjar tillögur að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi opnar í dag sýning í þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12–14 sem sendur í átta vikur eða til11. janúar 2024.Þar geta íbúar og hagaðilar komið og rætt við okkur en við aðstoðum þá einnig við að segja sína skoðun og leggja fram ábendingar. Borgarstjóri mun bjóða til íbúafundar 21. nóvember kl. 19.30 á Kjarvalsstöðum þar sem tillögurnar verða sömuleiðis til sýnis dagana 21. til 23. nóvember. Að lokum má benda á að sérstök kynningarsíða með tillögunum er á vef Reykjavíkurborgar, reykjavik.is/hverfisskipulag/hlidar. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun