Lið Kolstad hefur farið ágætlega af stað í Meistaradeildinni í handknattleik eftir nokkuð brösuga byrjun á tímabilinu. Fyrir leikinn gegn PSG í kvöld var liðið með þrjá sigra eftir fyrstu sex umferðirnar og gat jafnað PSG að stigum með sigri.
Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Staðan að honum loknum var 16-14 franska liðinu í vil en í seinni hálfleik fóru leikmenn Kolstad á kostum.
Norska liðið skoraði tuttugu og tvö mörk í síðari hálfleiknum og var Magnus Röd í aðalhlutverki en hann skoraði tólf mörk í leiknum. Röd hefur átt við meiðsli að stríða en er augljóslega að finna sitt gamla form.
Magnus Rød
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) November 15, 2023
Great to witness him back on his top level.
Impressive second half by Kolstad. That being said, a way too bad second half by PSG with 22 goals conceded!
It s the second 2nd half in a row in the EHF Champions League where they concede +20 goals!#handball #ehfcl
Lokatölur í Noregi í kvöld 36-31 eftir magnaðan síðari hálfleik Kolstad. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk fyrir Kolstad í kvöld. Sander Sagosen skoraði fimm mörk en þeir Kamil Syprzak og Elohim Prandi voru markahæstir hjá PSG með sjö mörk hvor.
Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Veszprem sem gerði góða ferð til Slóveníu. Veszprem vann 40-33 sigur á Celje Lasko eftir að hafa leitt 22-17 í hálfleik.
Hugo Descat skoraði 9 mörk fyrir Veszprem og Tim Cokan 7 fyrir Celje. Bjarki Már nýtti öll skot sín í leiknum en Veszprem er í öðru sæti B-riðils með jafn mörk stig og Barcelona. Bæði lið hafa unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum.