Virkjum kraft tilhlökkunar Ingrid Kuhlman skrifar 16. nóvember 2023 07:01 Á þýsku er orðatiltæki sem segir: „Vorfreude ist die beste Freude!“, sem þýðir „Jákvæð tilhlökkun (bókstaflega „for-gleði“) er besta tegund af gleði.“ Þó að bæði gleði í núinu og eftirgleði (að ylja sig við góðar minningar) sé mikilvæg, er „forgleði“ eða tilhlökkun vannýtt uppspretta hamingju. Hægt er að virkja kraft hennar með því að: Skipuleggja framtíðarviðburði eins og t.d. helgarferð, kvöldverð/bröns með vinum, bíóferð eða gönguferð úti í náttúrunni. Setja markmið og fagna litlum áföngum. Að hafa markmið gefur okkur eitthvað til að hlakka til og vinna að. Skapa siði eins og vikulegt deit með makanum, sunnudagskvöldverð með börnunum, bústaðarferð um páskana eða mánaðarlegan bókaklúbbshitting. Telja niður í spennandi viðburði eins og t.d. tónleika eða uppistand. Sniðugt er að nota smáforrit sem telja niður í sérstaka daga, eins og t.d. Time Until Countdown, Dreamdays Countdown og Countdown Widget. Deila tilhlökkuninni með vinum eða fjölskyldu. Það getur styrkt félagsleg tengsl og skapað sameiginlegar stundir gleði og eftirvæntingar. Taka þátt í að undirbúa viðburð eins og t.d. stórafmæli eða óvissuferð. Það að skipuleggja og undirbúa samkomur og viðburði getur verið jafn skemmtilegt og viðburðirnir sjálfir. Búa til óskaspjald sem er sjónræn framsetning á markmiðum og draumum. Að sjá fyrir sér á sjónrænan hátt drauma sína getur kveikt eldmóð og virkað sem stöðug áminning og uppspretta tilhlökkunar. Rækta jákvætt hugarfar, sem getur hjálpað til við að sjá gleðina í tilhlökkuninni frekar en kvíða eða óþolinmæði. Njóta litlu hlutanna. Að finna gleði og þakklæti í litlum, hversdagslegum augnablikum getur vakið tilhlökkun. Þetta geta verið atriði eins og ósvikið bros frá ókunnugum, lyktin af nýslegnu grasi, falleg sólarupprás eða brakandi fersk rúmföt. Tengjast náttúrunni. Að hlakka til mismunandi árstíða, eins og t.d. blómstrandi blóma á sumrin, komu farfugla á vorin eða snjókomu á veturna getur verið einföld en djúp uppspretta gleði. Gera gleðilista yfir athafnir, upplifanir eða hluti sem veita gleði og hamingju og sinna þeim reglulega. Þetta geta verið atriði eins og spilakvöld, að dansa við uppáhaldstónlistina, heimsækja söfn, föndra o.s.frv. Læra að njóta. Mundu að þetta snýst um að njóta ferðarinnar, ekki bara áfangastaðarins. Að virkja kraft tilhlökkunar hefur margvíslegan ávinning. Tilhlökkun bætir auknu ánægjulagi við lífið þar sem hún gerir okkur kleift að upplifa gleði ekki bara á viðburðinum sjálfum heldur einnig í aðdraganda hans. Þegar við sjáum fyrir okkur jákvæða atburði í framtíðinni losar líkaminn dópamín, sem er taugaboðefni sem tengist ánægju og vellíðan. Jákvæð eftirvænting lyftir þannig andanum og stuðlar að aukinni hamingju. Auk þess leiðir tilhlökkun oft til meira þakklætis. Að hafa eitthvað til að hlakka til getur hjálpað okkur við að missa ekki dampinn á krefjandi tímum og aukið þannig seiglu. Tilhlökkun getur auk þess virkað sem stuðpúði gegn streitu og hjálpað til við að draga úr áhrifum hennar á andlega og líkamlega heilsu. Að hafa eitthvað til að hlakka til getur veitt tilfinningu fyrir tilgangi og stefnu í lífinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Á þýsku er orðatiltæki sem segir: „Vorfreude ist die beste Freude!“, sem þýðir „Jákvæð tilhlökkun (bókstaflega „for-gleði“) er besta tegund af gleði.“ Þó að bæði gleði í núinu og eftirgleði (að ylja sig við góðar minningar) sé mikilvæg, er „forgleði“ eða tilhlökkun vannýtt uppspretta hamingju. Hægt er að virkja kraft hennar með því að: Skipuleggja framtíðarviðburði eins og t.d. helgarferð, kvöldverð/bröns með vinum, bíóferð eða gönguferð úti í náttúrunni. Setja markmið og fagna litlum áföngum. Að hafa markmið gefur okkur eitthvað til að hlakka til og vinna að. Skapa siði eins og vikulegt deit með makanum, sunnudagskvöldverð með börnunum, bústaðarferð um páskana eða mánaðarlegan bókaklúbbshitting. Telja niður í spennandi viðburði eins og t.d. tónleika eða uppistand. Sniðugt er að nota smáforrit sem telja niður í sérstaka daga, eins og t.d. Time Until Countdown, Dreamdays Countdown og Countdown Widget. Deila tilhlökkuninni með vinum eða fjölskyldu. Það getur styrkt félagsleg tengsl og skapað sameiginlegar stundir gleði og eftirvæntingar. Taka þátt í að undirbúa viðburð eins og t.d. stórafmæli eða óvissuferð. Það að skipuleggja og undirbúa samkomur og viðburði getur verið jafn skemmtilegt og viðburðirnir sjálfir. Búa til óskaspjald sem er sjónræn framsetning á markmiðum og draumum. Að sjá fyrir sér á sjónrænan hátt drauma sína getur kveikt eldmóð og virkað sem stöðug áminning og uppspretta tilhlökkunar. Rækta jákvætt hugarfar, sem getur hjálpað til við að sjá gleðina í tilhlökkuninni frekar en kvíða eða óþolinmæði. Njóta litlu hlutanna. Að finna gleði og þakklæti í litlum, hversdagslegum augnablikum getur vakið tilhlökkun. Þetta geta verið atriði eins og ósvikið bros frá ókunnugum, lyktin af nýslegnu grasi, falleg sólarupprás eða brakandi fersk rúmföt. Tengjast náttúrunni. Að hlakka til mismunandi árstíða, eins og t.d. blómstrandi blóma á sumrin, komu farfugla á vorin eða snjókomu á veturna getur verið einföld en djúp uppspretta gleði. Gera gleðilista yfir athafnir, upplifanir eða hluti sem veita gleði og hamingju og sinna þeim reglulega. Þetta geta verið atriði eins og spilakvöld, að dansa við uppáhaldstónlistina, heimsækja söfn, föndra o.s.frv. Læra að njóta. Mundu að þetta snýst um að njóta ferðarinnar, ekki bara áfangastaðarins. Að virkja kraft tilhlökkunar hefur margvíslegan ávinning. Tilhlökkun bætir auknu ánægjulagi við lífið þar sem hún gerir okkur kleift að upplifa gleði ekki bara á viðburðinum sjálfum heldur einnig í aðdraganda hans. Þegar við sjáum fyrir okkur jákvæða atburði í framtíðinni losar líkaminn dópamín, sem er taugaboðefni sem tengist ánægju og vellíðan. Jákvæð eftirvænting lyftir þannig andanum og stuðlar að aukinni hamingju. Auk þess leiðir tilhlökkun oft til meira þakklætis. Að hafa eitthvað til að hlakka til getur hjálpað okkur við að missa ekki dampinn á krefjandi tímum og aukið þannig seiglu. Tilhlökkun getur auk þess virkað sem stuðpúði gegn streitu og hjálpað til við að draga úr áhrifum hennar á andlega og líkamlega heilsu. Að hafa eitthvað til að hlakka til getur veitt tilfinningu fyrir tilgangi og stefnu í lífinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun