Tvöfaldar hörmungar Grindvíkinga Sigríður María Eyþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2023 09:00 Falsörlætis tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga eru gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku . Við höfum öll sem komin eru vits og ára staðið frammi fyrir hruni , en nú eru Grindvíkingar á öllu verri stað þar sem eigur þeirra, húsnæði og lífsafkoma er í hættu og í mörgum tilvikum eru fasteignir verlausar með öllu, skemmdar, óseljanlegar vegna staðasetningar og náttúruvár hættu. Í því öngþveiti sem myndast hefur í kjölfar jarðhræringa og fólksflótta frá svæðinu hefur hver stofnunin og fyritækið á fætur öðru, svo og örlátir einstaklingar sýnt sóma sinn og samstöðu við að styðja við bök flóttafólksins sem stendur nú frammi fyrir einum stærstu áskorunum lífs síns. Þar í hóp hafa nú bæst okkar ágætu lánastofnanir. Tilboð þeirra til okkar sem nú sjáum á eftir eigum okkar og lífsstarfi í glötun er það að náðarsamlegast frysta húsnæðislán okkar um tiltekinn tíma , með þeim skilyrðum þó að allar rentur og vextir falli á höfuðstól lána okkar og komi til greiðslu þegar frystingu lýkur. Vonast undirrituð að þetta sé tilraun til spaugsemi, til þess gerð að létta Gindvíkum þrautargönguna sem fram undan er, enda svo vitfirrt boð að engum manni ætti að leynast að hér getur varla alvara legið að baki. Hvað vitum við ? Við vitum að ógreiddir vextir safnast inn á höfuðstól lánsins, svo frystingin hefur þann annmarka að minnka eigið fé í eigninni samhliða frystingunni . Allt frá hruni árið 2008/9 höfum við verið að súpa seyðið af frystingum lána. Ég, sem er langt í frá því að geta talið mig fjármálasnilling, persónulega er núna að borga 420.000 kr í vexti á mánuði í boði Seðlabankans, og ef ég þarf að frysta lán mitt í eitt ár má auðveldlega sjá að eign mín í húskofanum hefur rýrnað um allt að fimm milljónum, milljónum sem ég þarf svo að borga vexti af í framhaldi? Ég spyr. þykir mér nóg um fyrir. Það vita allir sem vilja að bankastofnanir vinna ekki fyrir okkur sem greiðum lánin. Því fullyrði ég að þetta boð til okkar er í besta falli samfélagslega siðfirrt. Það er sár stund að átta sig á því að það væri skárri kostur að sjá eftir heimili sínu undir hraun eða ofan í gjótu, en að sjá það standa heilt. Hvernig sem fer virðist því vera að við munum missa heimili okkar og lífsviðurværi, á hvorn veginn sem fer, annað hvort í gegnum forgarð helvítis eða vera gleypt af hinum skrímslunum í mynd bankastofnana. Krafan hlýtur að vera tafarlaus frysting á lán Grindvíkinga, án vaxta og verðbótasöfnunar, um umsaminn tíma. Ég kalla á alþingi Íslendinga og samfélagsins alls til þess að koma í veg fyrir að tæplega 4 þúsund manns missi heimili sín og framtíð í kjaft auðvaldsins. Ég skora á stjórnaraðstöðuna, ég skora á alþingismenn alla, ég skora á kirkjuna, ég skora á verkalýðshreyfinguna, ég skora á félagasamtök, ég skora á almenning, ég skora á alla sem telja sig hafa sóma sem manneskjur að stöðva þetta ferli með öllu móti, hvort sem heldur er með mótmælum eða lagasetningum. Hér ríkir ekki ófremdarástand heldur neyðarástand og það er með öllu ósamrýmanlegt félagslegum gildum og manngildum að fjármálastofnanir geti makað krókinn og fitað svínið á þennan hátt fyrir það sem má kalla augljósa og fyrsjáanlega slátrun. Hér erum við Grindvíkingar, heimilislaus, í framtíðarótta. Sum hver, jafnvel mörg okkar, sjá fram á atvinnumissi, fjárhagslegt hrun og þurfa á sama tíma að framfleyta fjölskyldum á óöruggum og hagnaðardrifnum húsaleigumarkaði um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta eru ekki kaldar kveðju til okkar sem horfum inn í óvissuna, þetta er svívirða. Við húseigendur sem höfum varla haft bolmagn til að greiða af lánum okkar í þeim aðstæðum og vaxtahækkunum sem við höfum staðið frammi fyrir undanfarið, sjáum nú fram á það að í miðjum hörmungum verðum við endanlega slegin af. Nú er komið nóg. Kæru samlandar. Ef bankastofnanir geta vogað sér að koma fram á þennan hátt við heilt samfélag í sárum og sparkað í liggjandi hund skulið þið vita eitt- þið eruð næst. Og á meðan ég hef athygli ykkar; Hver vill kaupa snoturt tvílyft steinhús með auka íbúð í bílskúrnum, á besta stað í Grindavík? Höfundur er tónlistarmaður úr Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Skoðun Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Falsörlætis tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga eru gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku . Við höfum öll sem komin eru vits og ára staðið frammi fyrir hruni , en nú eru Grindvíkingar á öllu verri stað þar sem eigur þeirra, húsnæði og lífsafkoma er í hættu og í mörgum tilvikum eru fasteignir verlausar með öllu, skemmdar, óseljanlegar vegna staðasetningar og náttúruvár hættu. Í því öngþveiti sem myndast hefur í kjölfar jarðhræringa og fólksflótta frá svæðinu hefur hver stofnunin og fyritækið á fætur öðru, svo og örlátir einstaklingar sýnt sóma sinn og samstöðu við að styðja við bök flóttafólksins sem stendur nú frammi fyrir einum stærstu áskorunum lífs síns. Þar í hóp hafa nú bæst okkar ágætu lánastofnanir. Tilboð þeirra til okkar sem nú sjáum á eftir eigum okkar og lífsstarfi í glötun er það að náðarsamlegast frysta húsnæðislán okkar um tiltekinn tíma , með þeim skilyrðum þó að allar rentur og vextir falli á höfuðstól lána okkar og komi til greiðslu þegar frystingu lýkur. Vonast undirrituð að þetta sé tilraun til spaugsemi, til þess gerð að létta Gindvíkum þrautargönguna sem fram undan er, enda svo vitfirrt boð að engum manni ætti að leynast að hér getur varla alvara legið að baki. Hvað vitum við ? Við vitum að ógreiddir vextir safnast inn á höfuðstól lánsins, svo frystingin hefur þann annmarka að minnka eigið fé í eigninni samhliða frystingunni . Allt frá hruni árið 2008/9 höfum við verið að súpa seyðið af frystingum lána. Ég, sem er langt í frá því að geta talið mig fjármálasnilling, persónulega er núna að borga 420.000 kr í vexti á mánuði í boði Seðlabankans, og ef ég þarf að frysta lán mitt í eitt ár má auðveldlega sjá að eign mín í húskofanum hefur rýrnað um allt að fimm milljónum, milljónum sem ég þarf svo að borga vexti af í framhaldi? Ég spyr. þykir mér nóg um fyrir. Það vita allir sem vilja að bankastofnanir vinna ekki fyrir okkur sem greiðum lánin. Því fullyrði ég að þetta boð til okkar er í besta falli samfélagslega siðfirrt. Það er sár stund að átta sig á því að það væri skárri kostur að sjá eftir heimili sínu undir hraun eða ofan í gjótu, en að sjá það standa heilt. Hvernig sem fer virðist því vera að við munum missa heimili okkar og lífsviðurværi, á hvorn veginn sem fer, annað hvort í gegnum forgarð helvítis eða vera gleypt af hinum skrímslunum í mynd bankastofnana. Krafan hlýtur að vera tafarlaus frysting á lán Grindvíkinga, án vaxta og verðbótasöfnunar, um umsaminn tíma. Ég kalla á alþingi Íslendinga og samfélagsins alls til þess að koma í veg fyrir að tæplega 4 þúsund manns missi heimili sín og framtíð í kjaft auðvaldsins. Ég skora á stjórnaraðstöðuna, ég skora á alþingismenn alla, ég skora á kirkjuna, ég skora á verkalýðshreyfinguna, ég skora á félagasamtök, ég skora á almenning, ég skora á alla sem telja sig hafa sóma sem manneskjur að stöðva þetta ferli með öllu móti, hvort sem heldur er með mótmælum eða lagasetningum. Hér ríkir ekki ófremdarástand heldur neyðarástand og það er með öllu ósamrýmanlegt félagslegum gildum og manngildum að fjármálastofnanir geti makað krókinn og fitað svínið á þennan hátt fyrir það sem má kalla augljósa og fyrsjáanlega slátrun. Hér erum við Grindvíkingar, heimilislaus, í framtíðarótta. Sum hver, jafnvel mörg okkar, sjá fram á atvinnumissi, fjárhagslegt hrun og þurfa á sama tíma að framfleyta fjölskyldum á óöruggum og hagnaðardrifnum húsaleigumarkaði um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta eru ekki kaldar kveðju til okkar sem horfum inn í óvissuna, þetta er svívirða. Við húseigendur sem höfum varla haft bolmagn til að greiða af lánum okkar í þeim aðstæðum og vaxtahækkunum sem við höfum staðið frammi fyrir undanfarið, sjáum nú fram á það að í miðjum hörmungum verðum við endanlega slegin af. Nú er komið nóg. Kæru samlandar. Ef bankastofnanir geta vogað sér að koma fram á þennan hátt við heilt samfélag í sárum og sparkað í liggjandi hund skulið þið vita eitt- þið eruð næst. Og á meðan ég hef athygli ykkar; Hver vill kaupa snoturt tvílyft steinhús með auka íbúð í bílskúrnum, á besta stað í Grindavík? Höfundur er tónlistarmaður úr Grindavík.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun