Gjafsókn, Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 13. nóvember 2023 11:32 Dómskerfið í landinu er svo dýrt og svo fjárhagslega áhættusamt og umfram allt vilhallt hinum sterka að það að reka einkamál fyrir dómstólum er almenningi yfirleitt ofviða. Það þýðir að mikill meirihluti landsmanna getur varla nýtt sér það til að rétta sinn hlut verði hann fyrir rangindum. Fyrir þá allra verst settu í þjóðfélaginu er samt unnt að sækja um svokallaða gjafsókn hjá dómsmálaráðuneytinu sem þýðir að mismikill hluti málsins er greiddur. Dómskerfi einkamála er meira og minna eingöngu ætlað hinum efnamestu í landinu, yfirstéttinni og meiri háttar fyrirtækjum og samtökum. Auðvitað eru til umfangslítil mál. Það er hins vegar sjaldgæft, svo ekki sé meira sagt, að heildar-kostnaðurinn hlaupi ekki á milljónum króna. Þessi atriði ýta félitlu fólki út úr dómskerfinu þannig að smám saman er það einungis sterk efnað fólk sem getur farið í dómsmál. Það borgar sig ekki bara fyrir þann sem svíkur fé út úr öðrum að ganga sem næst honum einungis peninganna vegna heldur einnig vegna þess að þá á hinn svikni erfiðara með að leita réttar síns vegna kostnaðarins. Ég hef heyrt um mál þar sem lagðar voru fram undirritaðar greiðsluviðurkenningar sem fólk kannaðist ekki við en átti ekki þær milljónir króna sem til þurfti til að standa undir rithandarrannsókn. Ef fengin er gjafsókn greiðir ríkið yfirleitt þóknun lögmanns auk beinna gjalda til dómstóla vegna málsins. Stundum er einnig greidd þóknun matsmanna. Fyrir kemur að sett er þak á kostnaðinn sem ríkið greiðir. Ef þeir sem fá gjafsóknina eru dæmdir til að greiða málskostnað tapi þeir málinu verða þeir sjálfir að inna hann af hendi. Hann hleypur yfirleitt á milljónum. Sækja þarf um gjafsókn til svokallaðrar gjafsóknarnefndar sem er til húsa og rekin í Dómsmálaráðuneytinu. Ef áfrýjað er mun yfirleitt þurfa að sækja um aftur, einnig ef hinn aðili málsins áfrýjar. Venjulega tekur 4 mánuði að fá svar. Í sérstökum tilvikum er þó unnt að fá flýtimeðferð. Þóknun lögmanna er greidd samkvæmt tímaskrift þeirra. Dómarar í málinu hafa eftirlit með henni og ákvörðunarvald. Dæmi eru um að þeir lækki hana jafnvel svo um munar auk þess sem ríkið greiðir þeim nokkurn veginn lágmarkstaxta. Margir lögmenn taka alls ekki að sér mál af þessu tagi en aðrir sem þó gera það una oft illa við sinn hlut bæði vegna umstangs og lítilla og óöruggra tekna. Með tilliti til þess að lögmenn fá yfirleitt alltaf að leika sér nánast alveg eins og þeir vilja í dómskerfinu er athyglisvert hve stjórnvöld grípa þarna inn í þegar þau eru að reyna að rétta hlut þeirra verst stöddu. Þarna segir réttlæti hins sterka svo sannarlega til sín. Oftast munu það vera lögmenn sem sækja um gjafsókn fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Þeir vita yfirleitt hvar mörkin liggja þannig að meirihluti umsókna mun vera samþykktur. Árið 2021 voru um 150 mál rekin á grunni gjafsóknar. Þar af voru einhver mál fyrir Landsrétti og Hæstarétti. Um flestar tegundir dómsmála gilda nokkuð ákveðnar reglur svo sem um mánaðartekjur og eignir. Einstaklingar mega yfirleitt ekki hafa hærri mánaðartekjur en rúmlega 350 þúsund krónur á mánuði og hjón ekki nema um 550 þúsund krónur. Fólk má ekki eiga eignir að ráði til að gjafsókn sé samþykkt og til dæmis ekki íbúð. Er málið þá metið sérstaklega. Við hvert barn sem viðkomandi hefur á sínu framfæri hækka þessar upphæðir um 50 þúsund krónur. Nefnd metur fjárhagsaðstæður í hverju tilfelli og framkvæmir einhvers konar mat á möguleikunum á því að málið geti unnist. Í sérstökum tilfellum kemur fyrir að rýmri reglur gildi. Gjafsókn er til að mynda alltaf samþykkt varði það dómsmál sem stafar af því að börn séu tekin af heimilum sínum í barnaverndarskyni. Upphæðirnar hækka ekki í samræmi við vísitöluhækkanir heldur þarf samþykkt Alþingis til þess. Mér virðist að þær hafi alls ekki fylgt síðustu launahækkunum við mat á því hvort gjafsókn komi til greina. Er þá átt við launahækkanir sem hafa komið í hlut launafólks frá árinu 2018. Freistandi er að uppfæra og laga þetta kerfi svo það geti orðið auðveldara í notkun og náð út fyrir núverandi mörk þannig að dálítið tekjuhærra fólk gæti fengið hluta kostnaðarins greiddan samkvæmt nánar skilgreindum reglum. Núna er það ekki tilfellið. Einnig þurfa greiðslurnar að breytast í samræmi við launavísitölu. Þá er eftir að spyrja hvort þetta gangi svona? Kerfið virðist koma mörgum að einhverju gagni en virðist í of mörgum atriðum bregða fæti fyrir sjálft sig. Dæmi hver fyrir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Dómskerfið í landinu er svo dýrt og svo fjárhagslega áhættusamt og umfram allt vilhallt hinum sterka að það að reka einkamál fyrir dómstólum er almenningi yfirleitt ofviða. Það þýðir að mikill meirihluti landsmanna getur varla nýtt sér það til að rétta sinn hlut verði hann fyrir rangindum. Fyrir þá allra verst settu í þjóðfélaginu er samt unnt að sækja um svokallaða gjafsókn hjá dómsmálaráðuneytinu sem þýðir að mismikill hluti málsins er greiddur. Dómskerfi einkamála er meira og minna eingöngu ætlað hinum efnamestu í landinu, yfirstéttinni og meiri háttar fyrirtækjum og samtökum. Auðvitað eru til umfangslítil mál. Það er hins vegar sjaldgæft, svo ekki sé meira sagt, að heildar-kostnaðurinn hlaupi ekki á milljónum króna. Þessi atriði ýta félitlu fólki út úr dómskerfinu þannig að smám saman er það einungis sterk efnað fólk sem getur farið í dómsmál. Það borgar sig ekki bara fyrir þann sem svíkur fé út úr öðrum að ganga sem næst honum einungis peninganna vegna heldur einnig vegna þess að þá á hinn svikni erfiðara með að leita réttar síns vegna kostnaðarins. Ég hef heyrt um mál þar sem lagðar voru fram undirritaðar greiðsluviðurkenningar sem fólk kannaðist ekki við en átti ekki þær milljónir króna sem til þurfti til að standa undir rithandarrannsókn. Ef fengin er gjafsókn greiðir ríkið yfirleitt þóknun lögmanns auk beinna gjalda til dómstóla vegna málsins. Stundum er einnig greidd þóknun matsmanna. Fyrir kemur að sett er þak á kostnaðinn sem ríkið greiðir. Ef þeir sem fá gjafsóknina eru dæmdir til að greiða málskostnað tapi þeir málinu verða þeir sjálfir að inna hann af hendi. Hann hleypur yfirleitt á milljónum. Sækja þarf um gjafsókn til svokallaðrar gjafsóknarnefndar sem er til húsa og rekin í Dómsmálaráðuneytinu. Ef áfrýjað er mun yfirleitt þurfa að sækja um aftur, einnig ef hinn aðili málsins áfrýjar. Venjulega tekur 4 mánuði að fá svar. Í sérstökum tilvikum er þó unnt að fá flýtimeðferð. Þóknun lögmanna er greidd samkvæmt tímaskrift þeirra. Dómarar í málinu hafa eftirlit með henni og ákvörðunarvald. Dæmi eru um að þeir lækki hana jafnvel svo um munar auk þess sem ríkið greiðir þeim nokkurn veginn lágmarkstaxta. Margir lögmenn taka alls ekki að sér mál af þessu tagi en aðrir sem þó gera það una oft illa við sinn hlut bæði vegna umstangs og lítilla og óöruggra tekna. Með tilliti til þess að lögmenn fá yfirleitt alltaf að leika sér nánast alveg eins og þeir vilja í dómskerfinu er athyglisvert hve stjórnvöld grípa þarna inn í þegar þau eru að reyna að rétta hlut þeirra verst stöddu. Þarna segir réttlæti hins sterka svo sannarlega til sín. Oftast munu það vera lögmenn sem sækja um gjafsókn fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Þeir vita yfirleitt hvar mörkin liggja þannig að meirihluti umsókna mun vera samþykktur. Árið 2021 voru um 150 mál rekin á grunni gjafsóknar. Þar af voru einhver mál fyrir Landsrétti og Hæstarétti. Um flestar tegundir dómsmála gilda nokkuð ákveðnar reglur svo sem um mánaðartekjur og eignir. Einstaklingar mega yfirleitt ekki hafa hærri mánaðartekjur en rúmlega 350 þúsund krónur á mánuði og hjón ekki nema um 550 þúsund krónur. Fólk má ekki eiga eignir að ráði til að gjafsókn sé samþykkt og til dæmis ekki íbúð. Er málið þá metið sérstaklega. Við hvert barn sem viðkomandi hefur á sínu framfæri hækka þessar upphæðir um 50 þúsund krónur. Nefnd metur fjárhagsaðstæður í hverju tilfelli og framkvæmir einhvers konar mat á möguleikunum á því að málið geti unnist. Í sérstökum tilfellum kemur fyrir að rýmri reglur gildi. Gjafsókn er til að mynda alltaf samþykkt varði það dómsmál sem stafar af því að börn séu tekin af heimilum sínum í barnaverndarskyni. Upphæðirnar hækka ekki í samræmi við vísitöluhækkanir heldur þarf samþykkt Alþingis til þess. Mér virðist að þær hafi alls ekki fylgt síðustu launahækkunum við mat á því hvort gjafsókn komi til greina. Er þá átt við launahækkanir sem hafa komið í hlut launafólks frá árinu 2018. Freistandi er að uppfæra og laga þetta kerfi svo það geti orðið auðveldara í notkun og náð út fyrir núverandi mörk þannig að dálítið tekjuhærra fólk gæti fengið hluta kostnaðarins greiddan samkvæmt nánar skilgreindum reglum. Núna er það ekki tilfellið. Einnig þurfa greiðslurnar að breytast í samræmi við launavísitölu. Þá er eftir að spyrja hvort þetta gangi svona? Kerfið virðist koma mörgum að einhverju gagni en virðist í of mörgum atriðum bregða fæti fyrir sjálft sig. Dæmi hver fyrir sig.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar