Landvernd styður Grindavík Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 13. nóvember 2023 07:00 Landvernd, umhverfissamtök sendu í gær sveitarstjóra Grindavíkur eftirfarandi bréf, sem er opið bréf til Grindvíkinga og stjórnvalda. Í bréfinu lýsa samtökin fullum stuðningi við nauðsynlegar framkvæmdir sem tryggja innviði og samfélag á hamfarasvæðum og bjóða fram aðstoð við vinnu í samræmi við markmið Landverndar um að verja og endurreisa náttúru og umhverfi eins og best hæfir náttúrulegum aðstæðum og búsetu í landinu. Kæri Fannar Jónasson, sveitarstjóri í Grindavík Landvernd, náttúruverndarsamtök, lýsa samstöðu og samkennd með Grindvíkingum á erfiðum tímum og bjóðast til leggja sitt af mörkum til aðstoðar í neyð. Samtökin bjóða því fram aðstoð sjálfboðaliða við ýmis störf og/eða við ráðgjöf vegna nauðsynlegra framkvæmda sem ráðast verður í til að tryggja líf og limi fólks og mikilvæga innviði á svæðinu sem nú er hættusvæði vegna skjálfta og eldsumbrota. Fjölmiðlar hafa spurt hvort Landvernd leggist gegn framkvæmdum við varnargarða sem áætlað er að reisa til að tryggja innviði í Svartsengi og nágrenni, leiki vafi á því hvort náttúruverndarlög séu virt. Og hyggist jafnvel kæra framkvæmdirnar. Svar Landverndar er að náttúruverndarsamtök eins og allir landsmenn setja öryggi íbúa á svæðinu í algjöran forgang, styðja nauðsynlegar framkvæmdir og treysta ráðgjöf vísindamanna um varnir sem ráðast þarf í. Samtökin treysta því einnig að fullt tillit verði tekið til umhverfisins á umbrotasvæðinu og leitast við að tryggja verndun náttúrunnar eins og hægt er í ríkjandi óvissuástandi. Auk þess að bjóða fram aðstoð núna, vill Landvernd styðja við risavaxin verkefnin framundan eins og hægt er. Þegar nauðsynleg vinna fer af stað við nýtt heildstætt áhættumat fyrir Reykjanessvæðið og framkvæmdir á grunni þess, býðst Landvernd líka til þess að koma að því starfi á grundvelli þess hlutverks sem samtökin gegna. Viðeigandi er að rifja upp að Grindavíkurbær er aðildarfélag í Landvernd og er það sérstök ánægja að bjóða fram aðstoð til sveitarfélags sem hefur um árabil styrkt náttúruvernd með aðild að Landvernd. Gangi Grindvíkingum allt í haginn. Fyrir hönd Landverndar. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Umhverfismál Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Björg Eva Erlendsdóttir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Landvernd, umhverfissamtök sendu í gær sveitarstjóra Grindavíkur eftirfarandi bréf, sem er opið bréf til Grindvíkinga og stjórnvalda. Í bréfinu lýsa samtökin fullum stuðningi við nauðsynlegar framkvæmdir sem tryggja innviði og samfélag á hamfarasvæðum og bjóða fram aðstoð við vinnu í samræmi við markmið Landverndar um að verja og endurreisa náttúru og umhverfi eins og best hæfir náttúrulegum aðstæðum og búsetu í landinu. Kæri Fannar Jónasson, sveitarstjóri í Grindavík Landvernd, náttúruverndarsamtök, lýsa samstöðu og samkennd með Grindvíkingum á erfiðum tímum og bjóðast til leggja sitt af mörkum til aðstoðar í neyð. Samtökin bjóða því fram aðstoð sjálfboðaliða við ýmis störf og/eða við ráðgjöf vegna nauðsynlegra framkvæmda sem ráðast verður í til að tryggja líf og limi fólks og mikilvæga innviði á svæðinu sem nú er hættusvæði vegna skjálfta og eldsumbrota. Fjölmiðlar hafa spurt hvort Landvernd leggist gegn framkvæmdum við varnargarða sem áætlað er að reisa til að tryggja innviði í Svartsengi og nágrenni, leiki vafi á því hvort náttúruverndarlög séu virt. Og hyggist jafnvel kæra framkvæmdirnar. Svar Landverndar er að náttúruverndarsamtök eins og allir landsmenn setja öryggi íbúa á svæðinu í algjöran forgang, styðja nauðsynlegar framkvæmdir og treysta ráðgjöf vísindamanna um varnir sem ráðast þarf í. Samtökin treysta því einnig að fullt tillit verði tekið til umhverfisins á umbrotasvæðinu og leitast við að tryggja verndun náttúrunnar eins og hægt er í ríkjandi óvissuástandi. Auk þess að bjóða fram aðstoð núna, vill Landvernd styðja við risavaxin verkefnin framundan eins og hægt er. Þegar nauðsynleg vinna fer af stað við nýtt heildstætt áhættumat fyrir Reykjanessvæðið og framkvæmdir á grunni þess, býðst Landvernd líka til þess að koma að því starfi á grundvelli þess hlutverks sem samtökin gegna. Viðeigandi er að rifja upp að Grindavíkurbær er aðildarfélag í Landvernd og er það sérstök ánægja að bjóða fram aðstoð til sveitarfélags sem hefur um árabil styrkt náttúruvernd með aðild að Landvernd. Gangi Grindvíkingum allt í haginn. Fyrir hönd Landverndar. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar