Álftanes með bestu vörn nýliða og næstbesta árangurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2023 15:00 Dúi Þór Jónsson fagnar einum af fjórum sigrum Álftnesinga í Subway deild karla í körfubolta í vetur. Vísir/Anton Nýliðar Álftaness unnu í gær fjórða leik sinn á tímabilinu í Subway deild karla í körfubolta en því hafa aðeins sex aðrir nýliðar náð í fyrstu sex leikjunum sínum á þeim 28 tímabilum sem úrvalsdeild karla hefur verið spiluð með núverandi fyrirkomulagi. Álftanes vann hina nýliðana í Hamri í Forsetahöllinni í gær en liðið hafði áður unnið Grindavík, Breiðablik og Njarðvík. Álftanesliðið hefur tapað leikjum sínum á móti Tindastól og Þór úr Þorlákshöfn. Það eru aðeins eitt lið á fyrsta ári sem hefur unnið fleiri leiki í fyrstu sex umferðunum en Álftanes í ár. Tindastóll á metið en liðið vann fimm sigra í fyrstu sex leikjum sínum tímabilið 2014-15. Stólarnir urðu í öðru sæti í deildinni það tímabil og fóru alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Fimm aðrir nýliðar hafa náð að vinna fjóra af fyrstu sex leikjum sínum og allir hafa þeir komist í úrslitakeppnina vorið eftir sem er stórt afrek hjá liði á sínu fyrsta ári í deildinni. Engin skotsýning í sókninni Álftanes er ekki að ná þessum árangri á sóknarleik eða einhverri frábærri skotsýningu. Hinir nýliðarnir í Hamri hafa þannig skorað 22 fleiri stig en Álftanes í vetur þrátt fyrir að vera stigalausir við botninn. Það er nefnilega í vörninni sem Álftanes hefur lagt grunninn að góðum árangri sínum. Álftanes er þannig með bestu vörn nýliða í fyrstu sex leikjunum frá því að deildin tók upp núverandi fyrirkomulag haustið 1996. Álftanes hefur aðeins fengið á sig 77,0 stig að meðaltali í leik en næstminnst fengu nýliðar Hamars á 1999-2000 tímabilinu og nýliðar Vals á sig á 2000-21 tímabilinu eða 79,0 stig í leik hvort. Stólarnir eiga enn metið Það er líka aðeins umrætt Tindastólslið sem er með betra nettóskor en Álftanes. Stólarnir voru plús 54 stig í fyrstu sex leikjum sínum haustið 2014 en Álftnesingar eru plús 35 stig á þessari leiktíð. Haukarnir frá 2013 deila reyndar því sæti með Álftanesliðinu. Álftanesliðið er aftur á móti aðeins í 26. sæti meðal nýliða þegar kemur að því að skila stigum upp á töflu í fyrstu sex leikjum sínum. Þar er efst á palli lið Blika frá því í fyrra sem skoraði 105,5 stig í leik eða tíu stigum meira í leik en KFÍ liðið frá 2010 sem er í öðru sæti með 95,5 stig í leik. Haukur Helgi Pálsson kom til Álftanesliðsins í sumar og þessi frábæri varnarmaður á mikinn þátt í góðum varnarleik liðsins.Vísir/Anton Flestir sigrar nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 5 sigrar - Tindastóll 2014-15 4 sigrar - Álftanes 2023-24 4 sigrar - Haukar 2022-23 4 sigrar - Haukar 2013-14 4 sigrar - Skallagrímur 2004-05 4 sigrar - Fjölnir 2004-05 4 sigrar - Hamar 1999-2000 - Besta nettóskor nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: +54 - Tindastóll 2014-15 +35 - Álftanes 2023-24 +35 - Haukar 2013-14 +28 - Fjölnir 2004-05 +25 - Haukar 2022-23 +18 - Skallagrímur 2004-05 - Fæst stig fengin á sig í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 77,0 - Álftanes 2023-24 77,0 79,0 - Hamar 1999-2000 79,0 - Valur 2000-01 80,2 - Snæfell 2002-03 80,7 - Skallagrímur 2012-13 81,3 - KFÍ 1996-97 81,3 - Höttur 2015-16 Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Sjá meira
Álftanes vann hina nýliðana í Hamri í Forsetahöllinni í gær en liðið hafði áður unnið Grindavík, Breiðablik og Njarðvík. Álftanesliðið hefur tapað leikjum sínum á móti Tindastól og Þór úr Þorlákshöfn. Það eru aðeins eitt lið á fyrsta ári sem hefur unnið fleiri leiki í fyrstu sex umferðunum en Álftanes í ár. Tindastóll á metið en liðið vann fimm sigra í fyrstu sex leikjum sínum tímabilið 2014-15. Stólarnir urðu í öðru sæti í deildinni það tímabil og fóru alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Fimm aðrir nýliðar hafa náð að vinna fjóra af fyrstu sex leikjum sínum og allir hafa þeir komist í úrslitakeppnina vorið eftir sem er stórt afrek hjá liði á sínu fyrsta ári í deildinni. Engin skotsýning í sókninni Álftanes er ekki að ná þessum árangri á sóknarleik eða einhverri frábærri skotsýningu. Hinir nýliðarnir í Hamri hafa þannig skorað 22 fleiri stig en Álftanes í vetur þrátt fyrir að vera stigalausir við botninn. Það er nefnilega í vörninni sem Álftanes hefur lagt grunninn að góðum árangri sínum. Álftanes er þannig með bestu vörn nýliða í fyrstu sex leikjunum frá því að deildin tók upp núverandi fyrirkomulag haustið 1996. Álftanes hefur aðeins fengið á sig 77,0 stig að meðaltali í leik en næstminnst fengu nýliðar Hamars á 1999-2000 tímabilinu og nýliðar Vals á sig á 2000-21 tímabilinu eða 79,0 stig í leik hvort. Stólarnir eiga enn metið Það er líka aðeins umrætt Tindastólslið sem er með betra nettóskor en Álftanes. Stólarnir voru plús 54 stig í fyrstu sex leikjum sínum haustið 2014 en Álftnesingar eru plús 35 stig á þessari leiktíð. Haukarnir frá 2013 deila reyndar því sæti með Álftanesliðinu. Álftanesliðið er aftur á móti aðeins í 26. sæti meðal nýliða þegar kemur að því að skila stigum upp á töflu í fyrstu sex leikjum sínum. Þar er efst á palli lið Blika frá því í fyrra sem skoraði 105,5 stig í leik eða tíu stigum meira í leik en KFÍ liðið frá 2010 sem er í öðru sæti með 95,5 stig í leik. Haukur Helgi Pálsson kom til Álftanesliðsins í sumar og þessi frábæri varnarmaður á mikinn þátt í góðum varnarleik liðsins.Vísir/Anton Flestir sigrar nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 5 sigrar - Tindastóll 2014-15 4 sigrar - Álftanes 2023-24 4 sigrar - Haukar 2022-23 4 sigrar - Haukar 2013-14 4 sigrar - Skallagrímur 2004-05 4 sigrar - Fjölnir 2004-05 4 sigrar - Hamar 1999-2000 - Besta nettóskor nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: +54 - Tindastóll 2014-15 +35 - Álftanes 2023-24 +35 - Haukar 2013-14 +28 - Fjölnir 2004-05 +25 - Haukar 2022-23 +18 - Skallagrímur 2004-05 - Fæst stig fengin á sig í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 77,0 - Álftanes 2023-24 77,0 79,0 - Hamar 1999-2000 79,0 - Valur 2000-01 80,2 - Snæfell 2002-03 80,7 - Skallagrímur 2012-13 81,3 - KFÍ 1996-97 81,3 - Höttur 2015-16
Flestir sigrar nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 5 sigrar - Tindastóll 2014-15 4 sigrar - Álftanes 2023-24 4 sigrar - Haukar 2022-23 4 sigrar - Haukar 2013-14 4 sigrar - Skallagrímur 2004-05 4 sigrar - Fjölnir 2004-05 4 sigrar - Hamar 1999-2000 - Besta nettóskor nýliða í fyrstu sex leikjunum frá 1996: +54 - Tindastóll 2014-15 +35 - Álftanes 2023-24 +35 - Haukar 2013-14 +28 - Fjölnir 2004-05 +25 - Haukar 2022-23 +18 - Skallagrímur 2004-05 - Fæst stig fengin á sig í fyrstu sex leikjunum frá 1996: 77,0 - Álftanes 2023-24 77,0 79,0 - Hamar 1999-2000 79,0 - Valur 2000-01 80,2 - Snæfell 2002-03 80,7 - Skallagrímur 2012-13 81,3 - KFÍ 1996-97 81,3 - Höttur 2015-16
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Sjá meira