Auknar tekjur og valfrelsi í Árborg Bragi Bjarnason skrifar 6. nóvember 2023 14:00 Jafn falleg og haustin geta verið þá eru þau líka annasöm. Síðasti séns að hefja verkefni sem áttu að klárast á árinu, stutt í jólin og skipulag næsta árs hafið. Jafnt meðal sveitarfélaga sem fyrirtækja er unnið að fjárhagsáætlun og rýnt í hvar mögulegt er að auka tekjur og hagræða. Mikilvægt er að reksturinn sé réttu megin við núllið og fjármagna þurfi sem minnst með lánsfé, einkum á tímum hárra vaxta og verðbólgu. Auknir tekjumöguleikar fyrir sveitarfélög Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 25. október að taka upp sérstaka gjaldskrá fyrir byggingarréttargjald í Sveitarfélaginu Árborg. Um er að ræða gjaldskrá sem byggir á samningsmarkmiðum sem bæjarstjórn samþykkti fyrr á árinu um greiðslur vegna uppbyggingar íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Tilgangur með upptöku byggingarréttargjalds er að koma til móts við kostnað uppbyggingar nauðsynlegra innviða og þjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita. Í grunninn er um að ræða tvo þætti; annarsvegar er greiðsla þegar nýtingu lóðar er breytt og byggingarmagn aukið í deiliskipulagi og hinsvegar sala byggingarréttar á lóðum í eigu sveitarfélagsins. Breyting á nýtingu lóðar og byggingarmagni getur t.d. verið þegar atvinnulóð er breytt í íbúðalóðir og þegar samþykkt er að auka byggingarmagn lóða í deiliskipulagi. Sveitarfélagið hefur síðan selt byggingarrétti á íbúða- og atvinnulóðum í stað þess að úthluta líkt og áður. Þannig er byggingaréttur boðinn út á lágmarksverði og gefst áhugasömum tækifæri til að bjóða í byggingaréttinn og fær sá lóðina sem býður hæst, með fyrirvara um að viðkomandi standist útboðsskilmála. Nú þegar eru dæmi um slíka sölu á bæði íbúða- og atvinnulóðum og byggingaréttur íbúðalóða við Móstekk á Selfossi hefur verið auglýstur. Þá stendur til að koma fleiri íbúðalóðum í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins í sölu fljótlega. Aukið valfrelsi í leikskólamálum Eitt af markmiðum Sjálfstæðisflokksins í Árborg á kjörtímabilinu var að auka valfrelsi foreldra á mismunandi hugmyndafræði við rekstur leikskóla. Nú hefur Sveitarfélagið Árborg loks samið við Hjallastefnuna leikskólar ehf. um að taka við rekstri leikskólans Árbæjar á Selfossi. Í samræmi við samninginn, sem var samþykktur í bæjarstjórn 1. nóvember sl. tók Hjallastefnan við daglegri stjórn leikskólans 2. nóvember sl. og mun svo taka við rekstrinum að fullu 1. ágúst nk. Með þessu fyrirkomulagi getur aðlögun í kjölfar breytinganna verið í góðu samstarfi við foreldra, börn og starfsmenn sem er mikilvægt þegar breytingar sem slíkar koma til framkvæmda. Eðli málsins samkvæmt hefur fólk mismunandi skoðanir á hugmyndafræðinni og rekstrarforminu. Það er að mínu mati spennandi áfangi að fá þennan nýja valmöguleika í rekstri leikskóla í sveitarfélagið en við breytingarnar verða fimm leikskólar í Árborg reknir af sveitarfélaginu og einn af einkaaðila. Af öðrum málum í Árborg þá eru hafnar framkvæmdir við virkjun heitavatnsholu sem fannst fyrr á þessu ári utan Ölfusár fyrir neðan sláturhús SS. Áætlað er að hún verði tengd inn á dreifikerfi Selfossveitna haustið 2024 en hluti af framkvæmdunum felst í að skipta um lögn undir Ölfusárbrú. Má sjá þá vinnu í gangi þessa dagana. Að lokum vil ég hvetja íbúa og áhugasama að fylgjast með þeim fjölmörgu viðburðum sem eru á döfinni, líkt og tendrun jólaljósanna í Árborg fimmtudaginn 16. nóvember nk. en það er alltaf eitthvað að gerast í íþrótta- og menningarlífinu á svæðinu. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Jafn falleg og haustin geta verið þá eru þau líka annasöm. Síðasti séns að hefja verkefni sem áttu að klárast á árinu, stutt í jólin og skipulag næsta árs hafið. Jafnt meðal sveitarfélaga sem fyrirtækja er unnið að fjárhagsáætlun og rýnt í hvar mögulegt er að auka tekjur og hagræða. Mikilvægt er að reksturinn sé réttu megin við núllið og fjármagna þurfi sem minnst með lánsfé, einkum á tímum hárra vaxta og verðbólgu. Auknir tekjumöguleikar fyrir sveitarfélög Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 25. október að taka upp sérstaka gjaldskrá fyrir byggingarréttargjald í Sveitarfélaginu Árborg. Um er að ræða gjaldskrá sem byggir á samningsmarkmiðum sem bæjarstjórn samþykkti fyrr á árinu um greiðslur vegna uppbyggingar íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Tilgangur með upptöku byggingarréttargjalds er að koma til móts við kostnað uppbyggingar nauðsynlegra innviða og þjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita. Í grunninn er um að ræða tvo þætti; annarsvegar er greiðsla þegar nýtingu lóðar er breytt og byggingarmagn aukið í deiliskipulagi og hinsvegar sala byggingarréttar á lóðum í eigu sveitarfélagsins. Breyting á nýtingu lóðar og byggingarmagni getur t.d. verið þegar atvinnulóð er breytt í íbúðalóðir og þegar samþykkt er að auka byggingarmagn lóða í deiliskipulagi. Sveitarfélagið hefur síðan selt byggingarrétti á íbúða- og atvinnulóðum í stað þess að úthluta líkt og áður. Þannig er byggingaréttur boðinn út á lágmarksverði og gefst áhugasömum tækifæri til að bjóða í byggingaréttinn og fær sá lóðina sem býður hæst, með fyrirvara um að viðkomandi standist útboðsskilmála. Nú þegar eru dæmi um slíka sölu á bæði íbúða- og atvinnulóðum og byggingaréttur íbúðalóða við Móstekk á Selfossi hefur verið auglýstur. Þá stendur til að koma fleiri íbúðalóðum í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins í sölu fljótlega. Aukið valfrelsi í leikskólamálum Eitt af markmiðum Sjálfstæðisflokksins í Árborg á kjörtímabilinu var að auka valfrelsi foreldra á mismunandi hugmyndafræði við rekstur leikskóla. Nú hefur Sveitarfélagið Árborg loks samið við Hjallastefnuna leikskólar ehf. um að taka við rekstri leikskólans Árbæjar á Selfossi. Í samræmi við samninginn, sem var samþykktur í bæjarstjórn 1. nóvember sl. tók Hjallastefnan við daglegri stjórn leikskólans 2. nóvember sl. og mun svo taka við rekstrinum að fullu 1. ágúst nk. Með þessu fyrirkomulagi getur aðlögun í kjölfar breytinganna verið í góðu samstarfi við foreldra, börn og starfsmenn sem er mikilvægt þegar breytingar sem slíkar koma til framkvæmda. Eðli málsins samkvæmt hefur fólk mismunandi skoðanir á hugmyndafræðinni og rekstrarforminu. Það er að mínu mati spennandi áfangi að fá þennan nýja valmöguleika í rekstri leikskóla í sveitarfélagið en við breytingarnar verða fimm leikskólar í Árborg reknir af sveitarfélaginu og einn af einkaaðila. Af öðrum málum í Árborg þá eru hafnar framkvæmdir við virkjun heitavatnsholu sem fannst fyrr á þessu ári utan Ölfusár fyrir neðan sláturhús SS. Áætlað er að hún verði tengd inn á dreifikerfi Selfossveitna haustið 2024 en hluti af framkvæmdunum felst í að skipta um lögn undir Ölfusárbrú. Má sjá þá vinnu í gangi þessa dagana. Að lokum vil ég hvetja íbúa og áhugasama að fylgjast með þeim fjölmörgu viðburðum sem eru á döfinni, líkt og tendrun jólaljósanna í Árborg fimmtudaginn 16. nóvember nk. en það er alltaf eitthvað að gerast í íþrótta- og menningarlífinu á svæðinu. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun