Hlutaveikin Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 6. nóvember 2023 11:30 Ég hef mjög gaman að jólasögu Þórarins Eldjárns sem heitir Hlutaveikin og er um barn sem hendir sér í jörðina og öskrar af löngun í alls kyns dót fyrir jólin. Boðskapur sögunnar er að jólin snúast um samveru og væntumþykju, ekki dót og óþarfa. Síðan sagan kom út hefur neysla Vesturlanda aukist svo um munar. Alin upp í slíku samfélagi stend ég mig oft að því að vera með hlutaveikina. Hún brýst öðruvísi út hjá fólki á fullorðinsaldri. Í stað þess að henda mér í jörðina læt ég glepjast af alls kyns gylliboðum um snyrtivörur, föt, snjallúr og allskonar sniðugt í eldhúsið sem mig vantar alls ekki. Þessir hlutir hlaðast upp heima fyrir þar sem ég á fullt í fangi með að koma þeim öllum fyrir þangað til ég fer í átak að hætti Marie Kondo, og spyr mig hvort hver og einn hlutur veki hjá mér hamingju og þegar ég kemst að því að því að þeir gera það svo sannarlega fæstir þá fylli ég kassa af dóti og fer með í nytjagám þar sem ég trúi því að einhver annar hljóti að geta notað þessa kertastjaka, ostabox, jólapeysu, óþægilegan kjól og hrísgrjónapott sem mér hefur mistekist að koma í gagnið. Eftir að hafa losað mig við fjall af dóti kemur hlutapúkinn aftur upp í hugann og sannfærir mig um að fyrst að ég losaði mig við svona mikið dót hljóti það að réttlæta „hófleg“ innkaup á alvöru sniðugum og minimalískum hlutum í staðinn - og sama hringrásin hefst að nýju. Ofurneysla er sem sjúkdómur og lækningin er núvitund Landvernd keyrir átak í nóvember undir nafninu Nægjusamur nóvember þar sem bent er á hvernig neysla Vesturlandaþjóða kallar yfir okkur neyðarástand í loftslagsmálum, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og siðferðislegar hörmungar. Ábyrgðin liggur ekki síst hjá stjórnvöldum og atvinnulífi. Markmiðið hér er ekki að ala á samviskubiti heldur að valdefla almenning til þess að búa til betri heim. Öll þurfum við að lifa og eigum miserfitt með að uppfylla grunnþarfir okkar og ná endum saman. Nægjusamur nóvember bendir á óþarfa og sóun. Átakið snýst um að opna augu fólks fyrir því hvað skiptir raunverulega máli og að þegar grunnþörfum um mat, skjól, heilbrigðisþjónustu og fleira hefur verið mætt, sé hægt að njóta lífsins án þess að það þurfi að kosta mikla peninga og/eða náttúrulegar auðlindir. Með því að staldra við í dagsins amstri og anda djúpt minnum við okkur á gleðina og fegurðina. Hér eru nokkur dæmi um það sem vekur hjá mér hamingju og ánægju og kostar lítið eða ekkert: Að hlæja með vinum mínum Fara í sund og slappa af laus við áreiti frá síma og tölvupóstum Gönguferðir í náttúrunni Að dansa Spil og leikir Ég passa mig að eiga alltaf tíma fyrir þessa hluti því ég veit að það er helst í stressinu og kvíðanum sem ég finn mig knúna til þess að kaupa óþarfa dót. Í nóvember fyllist allt af tilboðum sem VERÐUR að nýta STRAX! Svartur föstudagur, rafrænn mánudagur, dagur einhleypra og jólin alveg á næsta leiti, allt þetta vekur hjá mér stress og kvíða og mér finnst ég frekar þurfa að nota tilboðin því annars muni ég sjá eftir því seinna meir. Neysla á óþarfa og sóun helst hönd í hönd við óhamingju og þá tilfinningu að aldrei sé nóg og alltaf þurfi meira. Að takast á við eigin hlutaveiki er stanslaus vinna en helst vel í hendur við aðra heilsurækt bæði fyrir líkama og sál. Ég hvet ykkur öll til þess að hugsa ykkur vel um fyrir jólin hverju er ábótavant í lífi ykkar og þeirra sem eru í kring um ykkur. Ef það er enginn sérstakur hlutur er tilvalið að gefa hvert öðru tíma til þess að hlæja, ganga, dansa og leika frekar en að gefa hluti sem rata í Marie Kondo kassann eftir nokkra mánuði. Svo er auðvitað hægt að styrkja góð málefni í nafni vina og fjölskyldu, til dæmis Landvernd. Haustið og aðventan er dásamlegur tími og ég ætla að njóta hans í botn án óþarfa og sóunar. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef mjög gaman að jólasögu Þórarins Eldjárns sem heitir Hlutaveikin og er um barn sem hendir sér í jörðina og öskrar af löngun í alls kyns dót fyrir jólin. Boðskapur sögunnar er að jólin snúast um samveru og væntumþykju, ekki dót og óþarfa. Síðan sagan kom út hefur neysla Vesturlanda aukist svo um munar. Alin upp í slíku samfélagi stend ég mig oft að því að vera með hlutaveikina. Hún brýst öðruvísi út hjá fólki á fullorðinsaldri. Í stað þess að henda mér í jörðina læt ég glepjast af alls kyns gylliboðum um snyrtivörur, föt, snjallúr og allskonar sniðugt í eldhúsið sem mig vantar alls ekki. Þessir hlutir hlaðast upp heima fyrir þar sem ég á fullt í fangi með að koma þeim öllum fyrir þangað til ég fer í átak að hætti Marie Kondo, og spyr mig hvort hver og einn hlutur veki hjá mér hamingju og þegar ég kemst að því að því að þeir gera það svo sannarlega fæstir þá fylli ég kassa af dóti og fer með í nytjagám þar sem ég trúi því að einhver annar hljóti að geta notað þessa kertastjaka, ostabox, jólapeysu, óþægilegan kjól og hrísgrjónapott sem mér hefur mistekist að koma í gagnið. Eftir að hafa losað mig við fjall af dóti kemur hlutapúkinn aftur upp í hugann og sannfærir mig um að fyrst að ég losaði mig við svona mikið dót hljóti það að réttlæta „hófleg“ innkaup á alvöru sniðugum og minimalískum hlutum í staðinn - og sama hringrásin hefst að nýju. Ofurneysla er sem sjúkdómur og lækningin er núvitund Landvernd keyrir átak í nóvember undir nafninu Nægjusamur nóvember þar sem bent er á hvernig neysla Vesturlandaþjóða kallar yfir okkur neyðarástand í loftslagsmálum, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og siðferðislegar hörmungar. Ábyrgðin liggur ekki síst hjá stjórnvöldum og atvinnulífi. Markmiðið hér er ekki að ala á samviskubiti heldur að valdefla almenning til þess að búa til betri heim. Öll þurfum við að lifa og eigum miserfitt með að uppfylla grunnþarfir okkar og ná endum saman. Nægjusamur nóvember bendir á óþarfa og sóun. Átakið snýst um að opna augu fólks fyrir því hvað skiptir raunverulega máli og að þegar grunnþörfum um mat, skjól, heilbrigðisþjónustu og fleira hefur verið mætt, sé hægt að njóta lífsins án þess að það þurfi að kosta mikla peninga og/eða náttúrulegar auðlindir. Með því að staldra við í dagsins amstri og anda djúpt minnum við okkur á gleðina og fegurðina. Hér eru nokkur dæmi um það sem vekur hjá mér hamingju og ánægju og kostar lítið eða ekkert: Að hlæja með vinum mínum Fara í sund og slappa af laus við áreiti frá síma og tölvupóstum Gönguferðir í náttúrunni Að dansa Spil og leikir Ég passa mig að eiga alltaf tíma fyrir þessa hluti því ég veit að það er helst í stressinu og kvíðanum sem ég finn mig knúna til þess að kaupa óþarfa dót. Í nóvember fyllist allt af tilboðum sem VERÐUR að nýta STRAX! Svartur föstudagur, rafrænn mánudagur, dagur einhleypra og jólin alveg á næsta leiti, allt þetta vekur hjá mér stress og kvíða og mér finnst ég frekar þurfa að nota tilboðin því annars muni ég sjá eftir því seinna meir. Neysla á óþarfa og sóun helst hönd í hönd við óhamingju og þá tilfinningu að aldrei sé nóg og alltaf þurfi meira. Að takast á við eigin hlutaveiki er stanslaus vinna en helst vel í hendur við aðra heilsurækt bæði fyrir líkama og sál. Ég hvet ykkur öll til þess að hugsa ykkur vel um fyrir jólin hverju er ábótavant í lífi ykkar og þeirra sem eru í kring um ykkur. Ef það er enginn sérstakur hlutur er tilvalið að gefa hvert öðru tíma til þess að hlæja, ganga, dansa og leika frekar en að gefa hluti sem rata í Marie Kondo kassann eftir nokkra mánuði. Svo er auðvitað hægt að styrkja góð málefni í nafni vina og fjölskyldu, til dæmis Landvernd. Haustið og aðventan er dásamlegur tími og ég ætla að njóta hans í botn án óþarfa og sóunar. Höfundur er formaður Landverndar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun