Félagstengsl og einmanaleiki – hver er staðan? Ingrid Kuhlman skrifar 7. nóvember 2023 07:01 Á hverjum degi heilsa milljarðar manna um allan heim nágrönnum sínum og samstarfsmönnum, senda vinum skilaboð á samfélagsmiðlum og deila hugsunum sínum og tilfinningum með fjölskyldumeðlimum. Þessi félaglegu tengsl gegna mikilvægu hlutverki í að auka lífsgæði okkar, veita tilfinningalegan stuðning, stuðla að góðri líkamlegri og andlegri heilsu, efla persónulegan þroska og byggja upp sterk samfélög. Að fjárfesta tíma og fyrirhöfn í að viðhalda og mynda félagsleg tengsl er á margan hátt grundvöllur tilveru okkar. Einmanaleiki og félagsleg einangrun geta tekið andlegan og líkamlegan toll og hafa verið tengd við langvarandi heilsufarsvandamál eins og háþrýsting, sykursýki, heilabilun, hjarta- og æðasjúkdóma, þunglyndi og kvíða. Öll ofangreind atriði tengjast aukinni hættu á ótímabæru andláti. Með tímanum getur einmanaleiki auk þess skert félagslega færni, sem gerir einstaklingum erfiðara fyrir að mynda og viðhalda tengslum. Á hinn bóginn geta jákvæð félagsleg tengsl eflt félagslega vellíðan og verndað okkur gegn margvíslegum heilsufarsáhættum. Fólk með sterk félagsleg tengsl lifir yfirleitt lengur og upplifir meiri hamingju. Þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum er gott að geta treyst á félagslegan stuðning, hvort sem um er að ræða vini, fjölskyldumeðlimi eða samstarfsmenn. Yfirgripsmikil rannsókn á félagstengslum og einmanaleika Í sameiginlegri rannsókn Meta og Gallup í Bandaríkjunum, The Global State of Social Connections, eru tekin saman gögn frá 142 löndum. Um það bil 1000 einstaklingar 15 ára og eldri tóku þátt í hverju landi fyrir sig en í þremur löndum, þ.á.m. á Íslandi, Jamaíku og Púertó Ríkó, var eintakið 500 þátttakendur. Rannsóknin, sem er sú fyrsta sinnar tegundar, sýnir hnattrænt landslag félagslegra tengsla og einmanaleika. Stutt samantekt á niðurstöðunum Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar kemur í ljós að: Flestum (72%) finnst þeir vera „mjög“ eða „nokkuð“ tengdir öðrum á meðan 6% finnst þeir ekki tengdir öðru fólki „yfirleitt“. Næstum fjórðungur jarðarbúa (24%) finnst þeir „mjög“ eða „nokkuð“ einmana á meðan 49% segjast alls ekki einmana. Svipað hlutfall karla (73%) og kvenna (72%) greinir frá því að þeir séu mjög eða frekar tengdir öðrum á meðan 24% karla og kvenna segjast mjög eða frekar einmana. Hafa ber þó í huga að í nokkrum löndum er töluverður kynjamunur í upplifun á félagstengslum og einmanaleika. Fólk á aldrinum 19-29 ára segist meira einmana (27%) en fólk 65 og eldra (17%). Þó að tíðni einmanaleika sé lág hjá eldri aldurshópnum er um að ræða 135 milljónir fullorðinna 65 ára og eldri um allan heim. Hlutfall þessa hóps á bara eftir að vaxa á næstu árum. Sameinuðu þjóðirnar spá því að árið 2050 verði einstaklingar 65 ára og eldri um 1,5 milljarður. Fólk um allan heiminn segist eiga í samskiptum við margs konar þjóðfélagshópa, eins og t.d. vini, fjölskyldu, samstarfsmenn, nágranna, fólk sem deilir sömu áhugamálum eða skoðunum og ókunnuga. Samskipti a.m.k. einu sinni á dag við vini eða fjölskyldu sem býr nálægt eru tíðust á heimsvísu eða 58%. Samskipti við nágranna eru næst tíðust eða 46%. Sumir segjast vera í félagslegum tengslum en upplifa samt einmanaleika. Hver er staða Íslands? Á Íslandi segist mikill meirihluti eða 89% upplifa nokkuð mikil eða mikil félagstengsl, sem er töluvert hærra en meðaltalið á heimsvísu (72%). 10% segjast lítið tengdir öðrum og 1% segist ekki vera með nein félagstengsl, sem er með því lægsta í heiminum. Lítill munur er á milli kynjanna þegar kemur að félagstengslum. Þegar athyglin beinist að einmanaleika segjast 70% Íslendinga alls ekki einmana, sem er töluvert hærra en meðaltalið á heimsvísu (49%). 21% segjast pínulítið einmana og 9% segjast mjög eða nokkuð einmana. Lítill kynjamunur er þegar kemur að einmanaleika. Varðandi tegund félagstengsla þá segjast 81% Íslendinga eiga í samskiptum a.m.k. einu sinni á dag við vini eða fjölskylda sem býr nálægt. Í öðru sæti eru samskipti við samstarfsmenn eða samnemendur (51%) og í þriðja sæti samskipti við fólk sem deilir svipuðu áhugamáli eða skoðunum (31%). Fæstir eða 21% eiga samskipti við nágranna eða fólk sem býr nálægt þeim. Hægt er að skoða niðurstöður rannsóknarinnar og hvers land fyrir á heimasíðu Gallup í Bandaríkjunum. Niðurlag Ofangreindar rannsóknarniðurstöður geta verið gagnlegar við að þróa aðferðir til að bregðast við einmanaleika og félagslega einangrun og efla frumkvæði sem stuðlar að félagslegum tengslum. Í skýrslunni er reyndar ekki fjallað um hvaða þættir liggi til grundvallar upplifun á félagstengslum og einmanaleika né er leitað skýringa á muninum á milli landa. Að sögn Meta og Gallup bíða þær rannsóknir betri tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á hverjum degi heilsa milljarðar manna um allan heim nágrönnum sínum og samstarfsmönnum, senda vinum skilaboð á samfélagsmiðlum og deila hugsunum sínum og tilfinningum með fjölskyldumeðlimum. Þessi félaglegu tengsl gegna mikilvægu hlutverki í að auka lífsgæði okkar, veita tilfinningalegan stuðning, stuðla að góðri líkamlegri og andlegri heilsu, efla persónulegan þroska og byggja upp sterk samfélög. Að fjárfesta tíma og fyrirhöfn í að viðhalda og mynda félagsleg tengsl er á margan hátt grundvöllur tilveru okkar. Einmanaleiki og félagsleg einangrun geta tekið andlegan og líkamlegan toll og hafa verið tengd við langvarandi heilsufarsvandamál eins og háþrýsting, sykursýki, heilabilun, hjarta- og æðasjúkdóma, þunglyndi og kvíða. Öll ofangreind atriði tengjast aukinni hættu á ótímabæru andláti. Með tímanum getur einmanaleiki auk þess skert félagslega færni, sem gerir einstaklingum erfiðara fyrir að mynda og viðhalda tengslum. Á hinn bóginn geta jákvæð félagsleg tengsl eflt félagslega vellíðan og verndað okkur gegn margvíslegum heilsufarsáhættum. Fólk með sterk félagsleg tengsl lifir yfirleitt lengur og upplifir meiri hamingju. Þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum er gott að geta treyst á félagslegan stuðning, hvort sem um er að ræða vini, fjölskyldumeðlimi eða samstarfsmenn. Yfirgripsmikil rannsókn á félagstengslum og einmanaleika Í sameiginlegri rannsókn Meta og Gallup í Bandaríkjunum, The Global State of Social Connections, eru tekin saman gögn frá 142 löndum. Um það bil 1000 einstaklingar 15 ára og eldri tóku þátt í hverju landi fyrir sig en í þremur löndum, þ.á.m. á Íslandi, Jamaíku og Púertó Ríkó, var eintakið 500 þátttakendur. Rannsóknin, sem er sú fyrsta sinnar tegundar, sýnir hnattrænt landslag félagslegra tengsla og einmanaleika. Stutt samantekt á niðurstöðunum Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar kemur í ljós að: Flestum (72%) finnst þeir vera „mjög“ eða „nokkuð“ tengdir öðrum á meðan 6% finnst þeir ekki tengdir öðru fólki „yfirleitt“. Næstum fjórðungur jarðarbúa (24%) finnst þeir „mjög“ eða „nokkuð“ einmana á meðan 49% segjast alls ekki einmana. Svipað hlutfall karla (73%) og kvenna (72%) greinir frá því að þeir séu mjög eða frekar tengdir öðrum á meðan 24% karla og kvenna segjast mjög eða frekar einmana. Hafa ber þó í huga að í nokkrum löndum er töluverður kynjamunur í upplifun á félagstengslum og einmanaleika. Fólk á aldrinum 19-29 ára segist meira einmana (27%) en fólk 65 og eldra (17%). Þó að tíðni einmanaleika sé lág hjá eldri aldurshópnum er um að ræða 135 milljónir fullorðinna 65 ára og eldri um allan heim. Hlutfall þessa hóps á bara eftir að vaxa á næstu árum. Sameinuðu þjóðirnar spá því að árið 2050 verði einstaklingar 65 ára og eldri um 1,5 milljarður. Fólk um allan heiminn segist eiga í samskiptum við margs konar þjóðfélagshópa, eins og t.d. vini, fjölskyldu, samstarfsmenn, nágranna, fólk sem deilir sömu áhugamálum eða skoðunum og ókunnuga. Samskipti a.m.k. einu sinni á dag við vini eða fjölskyldu sem býr nálægt eru tíðust á heimsvísu eða 58%. Samskipti við nágranna eru næst tíðust eða 46%. Sumir segjast vera í félagslegum tengslum en upplifa samt einmanaleika. Hver er staða Íslands? Á Íslandi segist mikill meirihluti eða 89% upplifa nokkuð mikil eða mikil félagstengsl, sem er töluvert hærra en meðaltalið á heimsvísu (72%). 10% segjast lítið tengdir öðrum og 1% segist ekki vera með nein félagstengsl, sem er með því lægsta í heiminum. Lítill munur er á milli kynjanna þegar kemur að félagstengslum. Þegar athyglin beinist að einmanaleika segjast 70% Íslendinga alls ekki einmana, sem er töluvert hærra en meðaltalið á heimsvísu (49%). 21% segjast pínulítið einmana og 9% segjast mjög eða nokkuð einmana. Lítill kynjamunur er þegar kemur að einmanaleika. Varðandi tegund félagstengsla þá segjast 81% Íslendinga eiga í samskiptum a.m.k. einu sinni á dag við vini eða fjölskylda sem býr nálægt. Í öðru sæti eru samskipti við samstarfsmenn eða samnemendur (51%) og í þriðja sæti samskipti við fólk sem deilir svipuðu áhugamáli eða skoðunum (31%). Fæstir eða 21% eiga samskipti við nágranna eða fólk sem býr nálægt þeim. Hægt er að skoða niðurstöður rannsóknarinnar og hvers land fyrir á heimasíðu Gallup í Bandaríkjunum. Niðurlag Ofangreindar rannsóknarniðurstöður geta verið gagnlegar við að þróa aðferðir til að bregðast við einmanaleika og félagslega einangrun og efla frumkvæði sem stuðlar að félagslegum tengslum. Í skýrslunni er reyndar ekki fjallað um hvaða þættir liggi til grundvallar upplifun á félagstengslum og einmanaleika né er leitað skýringa á muninum á milli landa. Að sögn Meta og Gallup bíða þær rannsóknir betri tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun