FAST forvarnir bjarga lífi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 07:01 Í sumar hitti ég Konstantinos, 7 ára grískan strák sem hafði bjargað lífi afa síns í áramótaveislu fjölskyldunnar. Strákurinn gat, með ákveðni og festu, fengið móður sína og ömmu til að hringja strax á 112 þar sem hann þekkti einkennin sem afinn sýndi, vissi hvað var að gerast og gat útskýrt það fyrir þeim. Afi hans var að fá heilaslag (einnig nefnt heilablóðfall eða slag) en Konstantinos hafði nýlega tekið þátt í FAST 112 hetjuverkefninu í skólanum sínum og vissi hversu mikilvægt það væri að bregðast hratt við. Tíðni heilaslags er miklu algengari en við áttum okkur á: Áætlað er að einn af hverjum fjórum einstaklingum fái heilaslag á lífsleiðinni. Það er önnur helsta orsök færnisskerðingar og þriðja helsta orsök dauðsfalla í heiminum. En þó þekkja fæst einkennin eða vita hverjar afleiðingarnar geta veriðkomist einstaklingurinn ekki tafarlaust undir læknishendur. Markvissar forvarnir í allri menntun! Ég brenn fyrir forvörnum og fræðsluverkefnið um FAST 112 hetjurnar er eins og talað úr mínu hjarta. FAST 112 er margverðlaunað námsefni sem er sniðið að þörfum 5-9 ára barna en með því að fræða börn náum við að fræða alla fjölskylduna. Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til að skilja. Það er sem dæmi mikilvægt að þau viti að ef það kviknar í, ef einhver ætlar að fara yfir mörk þeirra eða þegar þau sjá einkenni heilaslags að þá eigi þau að að biðja um hjálp og hringja í 112. Það heitir fræðsla – en ekki hræðsla. Með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi. Það eru því meiri líkur en minni að nákominn ættingi eða við sjálf munum fá heilaslag einhvern tímann á lífsleiðinni. Ég kynntist heilaslagi af eigin raun og hafði ekki hugmynd um hvað þetta var og taldi mig bara vera þreytta og ætlaði að leggja mig, en eiginmaðurinn reyndist vera mín FAST 112 hetja. Ef ég hefði lagt mig, þá eru töluverðar líkur á að ég væri ekki að skrifa þessa grein. Þess má geta að heilaslagi fylgja oftast engir verkir og því áttar fólk sig ekki á hversu brýnt er að komast strax undir læknishendur! Skemmtilegt skólaverkefni fyrir kennaraÞað er staðreynd að á okkur kennara er bætt endalaust af nýjum og spennandi verkefnum, já, og svo sannarlega þá er þetta er eitt af þeim! Það hefur þó svo mikilvæga þætti fram yfir mörg verkefna sem í boði eru, því það bjargar mannslífum og fræðir ekki bara börn um einkenni heilaslags heldur alla fjölskylduna og kennarana líka.Undirbúningurinn er lítill sem enginn og hægt er að líta á þetta sem þema í fimm kennslustundum/samverustundum. Verkefnið er frítt, tilbúið, skemmtilegt og spennandi. Kennslan er einföld og kennarar þurfa ekki mikinn undirbúning, aðeins að skrá bekkinn sinn á vefsíðunni www.fastheroes.com og lesa eina rafbók í hverri kennslustund. Rafbókin leiðir svo kennarann og börnin í gegnum kennslustundina. Hvert barn fær afhent veglega verkefnabók stútfulla af leikjum og skemmtilegu efni.Nú þegar hafa tæplega 3000 börn tekið þátt í verkefninu í skólum um allt land og erlendis hefur verkefnið nú verið kennt í 8000 skólum í 20 löndum. Ísland hefur öll tromp í hendi til að vera best í heiminum þegar kemur að þessari fræðslu, þangað ætla ég með FAST 112 og vil að þið komið með!Börn eru bestu sendiherrar sem hægt er að hugsa sér.Höfundur er leikskólakennari, umsjónarkennari FAST 112 hetjuverkefnisins á Íslandi og framkvæmdastjóri Samtalið fræðsla ekki hræðsla. www.fastheroes.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Í sumar hitti ég Konstantinos, 7 ára grískan strák sem hafði bjargað lífi afa síns í áramótaveislu fjölskyldunnar. Strákurinn gat, með ákveðni og festu, fengið móður sína og ömmu til að hringja strax á 112 þar sem hann þekkti einkennin sem afinn sýndi, vissi hvað var að gerast og gat útskýrt það fyrir þeim. Afi hans var að fá heilaslag (einnig nefnt heilablóðfall eða slag) en Konstantinos hafði nýlega tekið þátt í FAST 112 hetjuverkefninu í skólanum sínum og vissi hversu mikilvægt það væri að bregðast hratt við. Tíðni heilaslags er miklu algengari en við áttum okkur á: Áætlað er að einn af hverjum fjórum einstaklingum fái heilaslag á lífsleiðinni. Það er önnur helsta orsök færnisskerðingar og þriðja helsta orsök dauðsfalla í heiminum. En þó þekkja fæst einkennin eða vita hverjar afleiðingarnar geta veriðkomist einstaklingurinn ekki tafarlaust undir læknishendur. Markvissar forvarnir í allri menntun! Ég brenn fyrir forvörnum og fræðsluverkefnið um FAST 112 hetjurnar er eins og talað úr mínu hjarta. FAST 112 er margverðlaunað námsefni sem er sniðið að þörfum 5-9 ára barna en með því að fræða börn náum við að fræða alla fjölskylduna. Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til að skilja. Það er sem dæmi mikilvægt að þau viti að ef það kviknar í, ef einhver ætlar að fara yfir mörk þeirra eða þegar þau sjá einkenni heilaslags að þá eigi þau að að biðja um hjálp og hringja í 112. Það heitir fræðsla – en ekki hræðsla. Með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi. Það eru því meiri líkur en minni að nákominn ættingi eða við sjálf munum fá heilaslag einhvern tímann á lífsleiðinni. Ég kynntist heilaslagi af eigin raun og hafði ekki hugmynd um hvað þetta var og taldi mig bara vera þreytta og ætlaði að leggja mig, en eiginmaðurinn reyndist vera mín FAST 112 hetja. Ef ég hefði lagt mig, þá eru töluverðar líkur á að ég væri ekki að skrifa þessa grein. Þess má geta að heilaslagi fylgja oftast engir verkir og því áttar fólk sig ekki á hversu brýnt er að komast strax undir læknishendur! Skemmtilegt skólaverkefni fyrir kennaraÞað er staðreynd að á okkur kennara er bætt endalaust af nýjum og spennandi verkefnum, já, og svo sannarlega þá er þetta er eitt af þeim! Það hefur þó svo mikilvæga þætti fram yfir mörg verkefna sem í boði eru, því það bjargar mannslífum og fræðir ekki bara börn um einkenni heilaslags heldur alla fjölskylduna og kennarana líka.Undirbúningurinn er lítill sem enginn og hægt er að líta á þetta sem þema í fimm kennslustundum/samverustundum. Verkefnið er frítt, tilbúið, skemmtilegt og spennandi. Kennslan er einföld og kennarar þurfa ekki mikinn undirbúning, aðeins að skrá bekkinn sinn á vefsíðunni www.fastheroes.com og lesa eina rafbók í hverri kennslustund. Rafbókin leiðir svo kennarann og börnin í gegnum kennslustundina. Hvert barn fær afhent veglega verkefnabók stútfulla af leikjum og skemmtilegu efni.Nú þegar hafa tæplega 3000 börn tekið þátt í verkefninu í skólum um allt land og erlendis hefur verkefnið nú verið kennt í 8000 skólum í 20 löndum. Ísland hefur öll tromp í hendi til að vera best í heiminum þegar kemur að þessari fræðslu, þangað ætla ég með FAST 112 og vil að þið komið með!Börn eru bestu sendiherrar sem hægt er að hugsa sér.Höfundur er leikskólakennari, umsjónarkennari FAST 112 hetjuverkefnisins á Íslandi og framkvæmdastjóri Samtalið fræðsla ekki hræðsla. www.fastheroes.com
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar