Handbolti

Viggó hefur verið að spila meiddur

Aron Guðmundsson skrifar
Viggó í leik með Leipzig
Viggó í leik með Leipzig Getty/Hendrik Schmidt

Viggó Kristjáns­son mun ekki geta tekið þátt í komandi tveimur æfingar­leikjum ís­lenska lands­liðsins í hand­bolta gegn Fær­eyjum síðar í vikunni. Viggó, sem hefur farið á kostum í þýsku úr­vals­deildinni undan­farið, hefur verið að spila meiddur undan­farnar þrjár vikur.

Viggó er að glíma við meiðsli á hendi sem halda honum frá komandi lands­leikjum Ís­lands.

„Ég mun halda heim til Ís­lands en mun ekki geta spilað þessa tvo leiki með ís­lenska lands­liðinu vegna meiðsla,“ segir Viggó í sam­tali við þýska miðilinn Bild.

Um er að ræða fyrstu leiki ís­lenska lands­liðsins undir stjórn Snorra Steins Guð­jóns­sonar og þjóna þeir mikil­vægu hlut­verki í undir­búningi liðsins fyrir komandi Evrópu­mót sem fer fram í Þýska­landi í janúar á næsta ári.

Hér heima á Ís­landi getur Viggó fengið hvíld sem og með­höndlun við meiðslum sínum. Þá mun Ís­lendingurinn hitta fyrir lands­liðs­þjálfarann.

„Auð­vitað hefði ég allra helst viljað spila þessa lands­leiki en meiðslin hafa verið að plaga mig undan­farnar þrjár vikur og ég þarf að hvíla núna.“

Viggó, sem hefur farið á kostum undir stjórn Rúnars Sig­tryggs­sonar hjá Leipzig á yfir­standandi tíma­bili, fær því kær­komna hvíld og mun geta snúið aftur á völlinn þegar liðið mætir R­hein-Neckar Löwen þann 9. nóvember næst­komandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×