Í sveita síns andlits Teitur Björn Einarsson skrifar 31. október 2023 08:30 Bændur og samtök þeirra hafa að undanförnu dregið upp skýra mynd af óviðunandi afkomu stéttarinnar og erfiðleikum sem að steðja. Ástæðurnar eru nokkrar en einna helst er vikið að háu vaxtastigi og verðhækkunum á aðföngum. Á dögunum stóðu ungir bændur fyrir fjölmennum samstöðufundi í Kópavogi þar sem þeir sendu ákall til stjórnvalda um að bregðast strax við, annars blasi við brottfall bænda úr stéttinni og fjöldagjaldþrot. Ríkisstjórnin hefur vegna stöðunnar sem nú er uppi komið á fót starfshópi ráðuneytisstjóra þriggja ráðuneyta; matvælaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og innviðaráðuneytisins. Starfshópnum er ætlað á nokkrum vikum að draga saman gögn um stöðuna og leggja fram tillögur til úrbóta. Það er góðra gjalda vert en miklu skiptir að vandinn sé rétt greindur og úrbætur miði að því að taka á undirliggjandi veikleikum í rekstrarumhverfi greinarinnar í stað stöku plástra á framkomin sár. Horfast verður í augu við rót vandans en ekki einungis afleiðingarnar. Nokkur lykilatriði Rétt er að reifa nokkur atriði um stuðning ríkisins til landbúnaðarins og starfsumhverfi greinarinnar, sem markast af búvörusamningum hverju sinni og löggjöf, í ljósi þeirra stöðu sem upp er komin. Það er staðreynd að stuðningur ríkisins í formi beinna ríkisstyrkja til landbúnaðarins og óbeins markaðsverðsstuðnings hefur dregist saman sem hlutfall af landsframleiðslu og að raungildi. Á 35 árum, milli áranna 1986 og 2021, lækkaði stuðningur ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu úr tæpum 5% í 1%. Þróunin hefur verið svipuð í Evrópu og Noregi en ekki eins skörp og hér á landi. Þá má draga fram að heildarstuðningur ríkisins við framleiðendur í landbúnaði (beinn og óbeinn stuðningur) hefur minnkað um 25 milljarða að raungildi á sama tímabili þar sem stuðningurinn nam um 55 milljörðum árið 1986, miðað við verðlag 2020, en tæpum 30 milljörðum árið 2020. Að þessu hefur landbúnaðurinn þurft að laga sig að. Sauðfjárbændum hefur þannig fækkað um 20% og mjólkurframleiðendum um 25% á síðustu 10 árum. Búum hefur fækkað en á móti hafa þau líka stækkað, sérstaklega meðal kúabænda, með tilheyrandi fjárfestingum í tækja- og húsakosti. Tækniframfarir og framþróun fóðurgjafar og aðbúnaðar hafa leitt til bæði hærri nytjar og færri kúa og framleiðslueininga. Bændur hafa því sannarlega hagrætt og nútímavæðst samhliða auknum kröfum um dýravelferð, aðbúnað og matvælaöryggi. Í viðbrögðum við núverandi stöðu þarf því að leita annarra leiða en ganga á hlut bænda. Versnandi kjör bænda eru tilkomin af ástæðu og við því er hægt að bregðast. Á sama tíma er mikilvægt að skapa greininni betra starfsumhverfi til lengri tíma. Einstök eyja á mörkum hins byggilega heims Þegar stuðningskerfi landbúnaðar á Íslandi er borið saman við önnur lönd má sjá að önnur lönd gera margt öðruvísi en hér á landi þegar horft er til ríkisframlaga og tollverndar. Það er sjálfsagt að ræða en um landfræðilega staðsetningu landsins og náttúrulegar aðstæður verður varla mikið rökrætt. Landið er strjálbýlt og harðbýlt, ræktunartímabil stutt og ræktarland lítið. Sérstaða landsins er því talsverð borin saman við lönd Evrópusambandsins. Helst er marktækt að bera aðstæður landsins saman við aðstæður í Noregi. Sjálfsagt er þá spurt hvort ástæða er til þess að styðja við landbúnað hér á landi fyrst önnur lönd eru mun betur til þess fallin að framleiða matvæli á ódýrari hátt. Því er til að svara að heimsmarkaður með landbúnaðarvörur er afar lítill. Samkvæmt OECD er talið að minna en 10% matvæla frá landbúnaði rati á heimsmarkað. Yfir 90% framleiðslu landbúnaðarafurða er þannig nýtt og hennar neytt í framleiðslulandinu. Þetta er það sem átt er við með mikilvægi þess að tryggja fæðuöryggi landsins. Heimsmarkaður með landbúnaðarafurðir er bæði þunnur og sveiflukenndur og því tryggja flestar þjóðir heims eigin framleiðslu á matvælum með einum eða öðrum hætti. Heimsfaraldur og stríðsátök draga enn frekar fram hversu viðkvæmur heimsmarkaðurinn er. Þessu er mikilvægt að halda til haga. Ólíkt rekstrarumhverfi Nokkur breið pólitísk samstaða er um að tryggja skuli fæðuöryggi og styðja við íslenska landbúnað. Skiptar skoðanir eru um leiðir og útfærslur. Eitt sérkennilegt álitamál hefur skotið upp kollinum. Það er hvort íslenskur landbúnaður eigi að búa við sambærilega samkeppnislöggjöf og gildir á Norðurlöndunum og innan ESB eða ekki. Sé horft til Noregs til samanburðar er ljóst að þar á bæ er litið á undanþágu frá evrópskum samkeppnisreglum sem meginreglu til stuðnings innlendri matvælaframleiðslu. Því er ekki til að dreifa á Íslandi fyrir utan heimild mjólkuriðnaðarins til samstarfs og samvinnu. Tollalöggjöf Norðmanna er að sama skapi öðruvísi upp byggð en hér á landi, með áherslu á stöðu norsks landbúnaðar hverju sinni. Við þurfum að gera betur Allt ber þetta að sama brunni. Það er ekki í boði að þrengja enn frekar að landbúnaði á Íslandi. Við þurfum að tryggja landbúnaðinum betri rekstrarskilyrði og veita greininni heimild til að keppa við innflutning á matvælum á jafnari grunni. Virða þarf frelsi og sjálfsákvörðunarrétt íslenskra bænda og hvetja til aukinnar verðmætasköpunar og fjölbreytni. Leiðir til þess eru margar, svo sem umbætur á fyrirkomulagi beingreiðslna, auknar heimildir til hagræðingar, stafræn þróun eftirlits, breytingar á skatt- og tollakerfinu og svo mætti áfram telja. Ef ekki næst samstaða um slíka meginþætti þá er tómt tal að vísa til matvæla- og landbúnaðarstefnu stjórnvalda, markmiða búvörulaga um samanburðarhæf kjör bænda eða mikilvægi fæðuöryggis fyrir þjóðina. Þá er það ákvörðun um að kasta landbúnaði á Íslandi fyrir róða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Björn Einarsson Sjálfstæðisflokkurinn Landbúnaður Alþingi Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Bændur og samtök þeirra hafa að undanförnu dregið upp skýra mynd af óviðunandi afkomu stéttarinnar og erfiðleikum sem að steðja. Ástæðurnar eru nokkrar en einna helst er vikið að háu vaxtastigi og verðhækkunum á aðföngum. Á dögunum stóðu ungir bændur fyrir fjölmennum samstöðufundi í Kópavogi þar sem þeir sendu ákall til stjórnvalda um að bregðast strax við, annars blasi við brottfall bænda úr stéttinni og fjöldagjaldþrot. Ríkisstjórnin hefur vegna stöðunnar sem nú er uppi komið á fót starfshópi ráðuneytisstjóra þriggja ráðuneyta; matvælaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og innviðaráðuneytisins. Starfshópnum er ætlað á nokkrum vikum að draga saman gögn um stöðuna og leggja fram tillögur til úrbóta. Það er góðra gjalda vert en miklu skiptir að vandinn sé rétt greindur og úrbætur miði að því að taka á undirliggjandi veikleikum í rekstrarumhverfi greinarinnar í stað stöku plástra á framkomin sár. Horfast verður í augu við rót vandans en ekki einungis afleiðingarnar. Nokkur lykilatriði Rétt er að reifa nokkur atriði um stuðning ríkisins til landbúnaðarins og starfsumhverfi greinarinnar, sem markast af búvörusamningum hverju sinni og löggjöf, í ljósi þeirra stöðu sem upp er komin. Það er staðreynd að stuðningur ríkisins í formi beinna ríkisstyrkja til landbúnaðarins og óbeins markaðsverðsstuðnings hefur dregist saman sem hlutfall af landsframleiðslu og að raungildi. Á 35 árum, milli áranna 1986 og 2021, lækkaði stuðningur ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu úr tæpum 5% í 1%. Þróunin hefur verið svipuð í Evrópu og Noregi en ekki eins skörp og hér á landi. Þá má draga fram að heildarstuðningur ríkisins við framleiðendur í landbúnaði (beinn og óbeinn stuðningur) hefur minnkað um 25 milljarða að raungildi á sama tímabili þar sem stuðningurinn nam um 55 milljörðum árið 1986, miðað við verðlag 2020, en tæpum 30 milljörðum árið 2020. Að þessu hefur landbúnaðurinn þurft að laga sig að. Sauðfjárbændum hefur þannig fækkað um 20% og mjólkurframleiðendum um 25% á síðustu 10 árum. Búum hefur fækkað en á móti hafa þau líka stækkað, sérstaklega meðal kúabænda, með tilheyrandi fjárfestingum í tækja- og húsakosti. Tækniframfarir og framþróun fóðurgjafar og aðbúnaðar hafa leitt til bæði hærri nytjar og færri kúa og framleiðslueininga. Bændur hafa því sannarlega hagrætt og nútímavæðst samhliða auknum kröfum um dýravelferð, aðbúnað og matvælaöryggi. Í viðbrögðum við núverandi stöðu þarf því að leita annarra leiða en ganga á hlut bænda. Versnandi kjör bænda eru tilkomin af ástæðu og við því er hægt að bregðast. Á sama tíma er mikilvægt að skapa greininni betra starfsumhverfi til lengri tíma. Einstök eyja á mörkum hins byggilega heims Þegar stuðningskerfi landbúnaðar á Íslandi er borið saman við önnur lönd má sjá að önnur lönd gera margt öðruvísi en hér á landi þegar horft er til ríkisframlaga og tollverndar. Það er sjálfsagt að ræða en um landfræðilega staðsetningu landsins og náttúrulegar aðstæður verður varla mikið rökrætt. Landið er strjálbýlt og harðbýlt, ræktunartímabil stutt og ræktarland lítið. Sérstaða landsins er því talsverð borin saman við lönd Evrópusambandsins. Helst er marktækt að bera aðstæður landsins saman við aðstæður í Noregi. Sjálfsagt er þá spurt hvort ástæða er til þess að styðja við landbúnað hér á landi fyrst önnur lönd eru mun betur til þess fallin að framleiða matvæli á ódýrari hátt. Því er til að svara að heimsmarkaður með landbúnaðarvörur er afar lítill. Samkvæmt OECD er talið að minna en 10% matvæla frá landbúnaði rati á heimsmarkað. Yfir 90% framleiðslu landbúnaðarafurða er þannig nýtt og hennar neytt í framleiðslulandinu. Þetta er það sem átt er við með mikilvægi þess að tryggja fæðuöryggi landsins. Heimsmarkaður með landbúnaðarafurðir er bæði þunnur og sveiflukenndur og því tryggja flestar þjóðir heims eigin framleiðslu á matvælum með einum eða öðrum hætti. Heimsfaraldur og stríðsátök draga enn frekar fram hversu viðkvæmur heimsmarkaðurinn er. Þessu er mikilvægt að halda til haga. Ólíkt rekstrarumhverfi Nokkur breið pólitísk samstaða er um að tryggja skuli fæðuöryggi og styðja við íslenska landbúnað. Skiptar skoðanir eru um leiðir og útfærslur. Eitt sérkennilegt álitamál hefur skotið upp kollinum. Það er hvort íslenskur landbúnaður eigi að búa við sambærilega samkeppnislöggjöf og gildir á Norðurlöndunum og innan ESB eða ekki. Sé horft til Noregs til samanburðar er ljóst að þar á bæ er litið á undanþágu frá evrópskum samkeppnisreglum sem meginreglu til stuðnings innlendri matvælaframleiðslu. Því er ekki til að dreifa á Íslandi fyrir utan heimild mjólkuriðnaðarins til samstarfs og samvinnu. Tollalöggjöf Norðmanna er að sama skapi öðruvísi upp byggð en hér á landi, með áherslu á stöðu norsks landbúnaðar hverju sinni. Við þurfum að gera betur Allt ber þetta að sama brunni. Það er ekki í boði að þrengja enn frekar að landbúnaði á Íslandi. Við þurfum að tryggja landbúnaðinum betri rekstrarskilyrði og veita greininni heimild til að keppa við innflutning á matvælum á jafnari grunni. Virða þarf frelsi og sjálfsákvörðunarrétt íslenskra bænda og hvetja til aukinnar verðmætasköpunar og fjölbreytni. Leiðir til þess eru margar, svo sem umbætur á fyrirkomulagi beingreiðslna, auknar heimildir til hagræðingar, stafræn þróun eftirlits, breytingar á skatt- og tollakerfinu og svo mætti áfram telja. Ef ekki næst samstaða um slíka meginþætti þá er tómt tal að vísa til matvæla- og landbúnaðarstefnu stjórnvalda, markmiða búvörulaga um samanburðarhæf kjör bænda eða mikilvægi fæðuöryggis fyrir þjóðina. Þá er það ákvörðun um að kasta landbúnaði á Íslandi fyrir róða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun