Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2023 14:35 Áætlað er að nýi Baldur hefji siglingar á Breiðafirði um miðjan nóvember. Siglt er á milli Stykkishólms og Brjánslækjar, með viðkomu í Flatey. Vegagerðin Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Þar kemu fram að Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Sæferða, hafi skrifað undir samninginn í dag. Ferjan Baldur er nú í slipp hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. í Hafnarfirði en fram kemur að nauðsynlegt hafi verið að ráðst í nokkrar breytingar til að skipið getið þjónað siglingum á Breiðafirði með viðkomu í Flatey. Unnið hafi verið að því að koma fyrir nýjum þilfarskrana, nýjum landfestuvindum, færa björgunarbáta, útbúa geymslusvæði á þilfari og mála skipið að utan svo það helsta sé nefnt. Einnig hafi verið unnið að almennu viðhaldi véla og búnaðar. „Vonast var til að þessari vinnu myndi ljúka fyrir lok október en vætutíð hefur seinkað allri vinnu við málun og þar með verkinu í heild. Sæferðir sem sinnt hafa þjónustu við Flatey á Breiðafirði gera það með skipinu Særúnu þangað til Baldur verður tilbúinn til reksturs á Breiðafirði,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Eitt tilboð barst í útboði Greint var frá því í sumar að Vegagerðin hefði samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst sem ætlað var að taka við Breiðafjarðarsiglingum. Kaupin á Röst komu í kjölfar útboðs þar sem einungis fékkst eitt tilboð. Upphaflega stóð til að leggja af ferjusiglingar á Breiðafirði við lok samnings við Sæferðir vorið 2023. Vegagerðin ákvað að falla frá þeirri ákvörðun og halda áfram siglingum og var vísað til þess að miklar breytingar hefðu orðið á atvinnustarfsemi á sunnanverðum Vestfjörðum bæði hvað varðar uppbyggingu fiskeldis og ferðaþjónustu. Ferjan Röst, sem hefur nú fengið nafnið Baldur, er smíðuð árið 1991, tekur 250 farþega og rúmar fimm stóra flutningabíla. Jóhanna Ósk Halldórsdóttir og Bergþóra Þorkelsdóttir.Vegagerðin Langt og strangt ferli Haft er eftir Bergþóru að þetta sé búið að vera langt og strangt ferli að endurnýja Baldur en að það hafi tekist mjög vel til. „Við erum ánægð með nýja skipið og endurbæturnar sem gerðar hafa verið og væntum mikils af því. Við gerum okkur vonir um að siglingar Baldurs á Breiðafirði reynist farsælar.“ Þá er haft eftir Jóhönnu Ósk að hún teki heilshugar undir þetta og að hún væri ánægð með samninginn við Vegagerðina og með nýjan Baldur. „Við trúm því að þetta verði farsælt samstarf og að þjónustan muni eflast með þessu nýja skipi.“ Ferjan Baldur Stykkishólmur Vesturbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Sæferðir segja upp öllu starfsfólki vegna óvissu Sæferðir í Stykkishólmi var eini þátttakandi í útboði Vegagerðarinnar vegna reksturs nýrrar ferju á Breiðafirði. Þrátt fyrir það er enn óljóst hvort samningar náist um reksturinn og því hefur verið ákveðið að segja upp öllum 22 starfsmönnum Sæferða. 25. júlí 2023 23:18 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Þar kemu fram að Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Sæferða, hafi skrifað undir samninginn í dag. Ferjan Baldur er nú í slipp hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. í Hafnarfirði en fram kemur að nauðsynlegt hafi verið að ráðst í nokkrar breytingar til að skipið getið þjónað siglingum á Breiðafirði með viðkomu í Flatey. Unnið hafi verið að því að koma fyrir nýjum þilfarskrana, nýjum landfestuvindum, færa björgunarbáta, útbúa geymslusvæði á þilfari og mála skipið að utan svo það helsta sé nefnt. Einnig hafi verið unnið að almennu viðhaldi véla og búnaðar. „Vonast var til að þessari vinnu myndi ljúka fyrir lok október en vætutíð hefur seinkað allri vinnu við málun og þar með verkinu í heild. Sæferðir sem sinnt hafa þjónustu við Flatey á Breiðafirði gera það með skipinu Særúnu þangað til Baldur verður tilbúinn til reksturs á Breiðafirði,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Eitt tilboð barst í útboði Greint var frá því í sumar að Vegagerðin hefði samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst sem ætlað var að taka við Breiðafjarðarsiglingum. Kaupin á Röst komu í kjölfar útboðs þar sem einungis fékkst eitt tilboð. Upphaflega stóð til að leggja af ferjusiglingar á Breiðafirði við lok samnings við Sæferðir vorið 2023. Vegagerðin ákvað að falla frá þeirri ákvörðun og halda áfram siglingum og var vísað til þess að miklar breytingar hefðu orðið á atvinnustarfsemi á sunnanverðum Vestfjörðum bæði hvað varðar uppbyggingu fiskeldis og ferðaþjónustu. Ferjan Röst, sem hefur nú fengið nafnið Baldur, er smíðuð árið 1991, tekur 250 farþega og rúmar fimm stóra flutningabíla. Jóhanna Ósk Halldórsdóttir og Bergþóra Þorkelsdóttir.Vegagerðin Langt og strangt ferli Haft er eftir Bergþóru að þetta sé búið að vera langt og strangt ferli að endurnýja Baldur en að það hafi tekist mjög vel til. „Við erum ánægð með nýja skipið og endurbæturnar sem gerðar hafa verið og væntum mikils af því. Við gerum okkur vonir um að siglingar Baldurs á Breiðafirði reynist farsælar.“ Þá er haft eftir Jóhönnu Ósk að hún teki heilshugar undir þetta og að hún væri ánægð með samninginn við Vegagerðina og með nýjan Baldur. „Við trúm því að þetta verði farsælt samstarf og að þjónustan muni eflast með þessu nýja skipi.“
Ferjan Baldur Stykkishólmur Vesturbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Sæferðir segja upp öllu starfsfólki vegna óvissu Sæferðir í Stykkishólmi var eini þátttakandi í útboði Vegagerðarinnar vegna reksturs nýrrar ferju á Breiðafirði. Þrátt fyrir það er enn óljóst hvort samningar náist um reksturinn og því hefur verið ákveðið að segja upp öllum 22 starfsmönnum Sæferða. 25. júlí 2023 23:18 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Sæferðir segja upp öllu starfsfólki vegna óvissu Sæferðir í Stykkishólmi var eini þátttakandi í útboði Vegagerðarinnar vegna reksturs nýrrar ferju á Breiðafirði. Þrátt fyrir það er enn óljóst hvort samningar náist um reksturinn og því hefur verið ákveðið að segja upp öllum 22 starfsmönnum Sæferða. 25. júlí 2023 23:18