Handbolti

Viggó frá­bær í sigri Leipzig og Ómar Ingi sýndi sínar bestu hliðar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ómar Ingi er að komast í sitt besta form.
Ómar Ingi er að komast í sitt besta form. Foto Olimpik/Getty Images

Leipzig vann Balingen með einu marki í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, lokatölur 26-25. Þá vann Íslendingalið Magdeburg tólf marka stórsigur á Bergischer, lokatölur 40-28.

Viggó Kristjánsson hefur verið magnaður það sem af er tímabili og var frábær enn á ný í dag í liði Leipzig. Hann skoraði átta mörk í sigri dagsins og var helsta ástæða þess að Íslendingalið Leipzig náði í sigur.

Andri Már Rúnarsson komst ekki á blað hjá Leipzig í dag og þá er Rúnar Sigtryggsson sem fyrr þjálfari liðsins. Hjá Balingen skoraði Oddur Gretarsson tvö mörk og Daníel Þór Ingason gerði eitt.

Ómar Ingi Magnússon sýndi sínar bestu hliðar í sigri Magdeburg en hann kom með beinum hætti að tíu mörkum. Skoraði sjö sjálfur og gaf þrjár stoðsendingar. Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu.

Magdeburg er í 2. sæti deildarinnar með 19 stig, Leipzig er í 9. sæti með 10 stig en Balingen er í botnsæti deildarinnar með fimm stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×