Lífið

Slekkur á at­huga­semdum eftir bók Brit­n­ey

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Töluverð reiði aðdáenda Britney Spears hefur beinst að Justin Timberlake, fyrrverandi kærasta hennar.
Töluverð reiði aðdáenda Britney Spears hefur beinst að Justin Timberlake, fyrrverandi kærasta hennar. EPA-EFE/CJ GUNTHER

Banda­ríski tón­listar­maðurinn Justin Timberla­ke er búinn að slökkva á at­huga­semdum við færslur sínar á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram. Tölu­verð reiði hefur beinst að söngvaranum í kjöl­far opin­berana í nýrri ævi­sögu Brit­n­ey Spears.

Spears segir þar frá ýmsu sem átti sér stað í sam­bandi þeirra í upp­hafi aldarinnar. Heimildar­maður banda­ríska slúður­miðilsins Pa­geSix segir að hann hafi fengið yfir sig hol­skeflu ljótra at­huga­semda á sam­fé­lags­miðlum og á­kveðið að loka fyrir þau á meðan um­ræðan gengur yfir.

Timberla­ke og Spears voru kærustu­par frá 1998 til 2002. Brit­n­ey segir frá því í bók sinni, The Woman in Me, að hún hafi orðið ó­létt í upp­hafi aldarinnar og fundið fyrir þrýstingi frá Justin að fara í þungunar­rof. Þá hafi hann sagt henni upp með texta­skila­boðum.

„Það kom á ó­vart en fyrir mig þá var þetta ekki harm­leikur. Ég elskaði Justin svo heitt. Ég bjóst alltaf við því að við myndum stofna fjöl­skyldu saman,“ segir hún.

„En Justin var aug­ljós­lega ekki á­nægður þegar ég varð ó­létt. Hann sagði að við værum ekki til­búin til að eignast barn saman og að við værum allt­of ung. Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég aldrei farið í þungunar­rof. En Justin var stað­ráðinn í að hann vildi ekki verða faðir. Enn þann dag í dag er þessi á­kvörðun ein sú erfiðasta sem ég hef upp­lifað í lífi mínu,“ segir Brit­n­ey í bókinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×